Hinir nýju páskatónleikar „Lausnarinn“ sýna líf og þjónustu Krists með helgri tónlist og andríkum listaverkum

Nýir páskatónleikar til að fagna lífi og þjónustu frelsara okkar Jesú Krists, voru framleiddir af Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu í Evrópu og hefst sýning þeirra 26. mars 2023. Á tónleikunum, sem bera titilinn „Lausnarinn,“ er flutt tónlist af samnefndri plötu Jenny Oaks Baker, sem var nýlega tekin upp með henni og hljómsveit og kór ungmenna frá í Goshen, Utah. Þetta er sviðsmyndin þar sem biblíumyndböndin voru tekin upp fyrir mörgum árum.

Öldungur Hans T. Boom, leiðtogi kirkjunnar á Norður-Evrópusvæðinu, sagði: „Þetta er í fyrsta sinn sem kirkjan í Evrópu stendur fyrir tónleikum sérstaklega helguðum páskunum. Sambland af fallegri tónlist og áhrifamiklum listaverkum heimsþekktra evrópskra málara, glæðir þessa sérstöku árstíð aukinni merkingu. Við vonum að meðlimir og vinir kirkjunnar hljóti innblástur af því að horfa á tónleikana og aukna þrá til að fylgja Jesú Kristi og hafa góð áhrif á heiminn.“

Á undan hverju tónlistaratriði verður þekkt kristsmiðað listaverk frá evrópskum listamanni kynnt. Sýnd verða meistaraverk frá Leonardo Da Vinci, Carl Bloch, Angelicu Kaufmann, Henrich Hofmann, Francisco de Zurbarán, Bertel Thorvaldsen, Simony Dewey og fleirum. Hinn sænski skemmtikraftur, Louis Herrey, er sögumaður frá Friðriksborgarkastala í Danmörku, þar sem hið þekkta Carl Bloch listagallerí er staðsett. Hann sigraði í Evrópsku söngvakeppninni árið 1984, ásamt bræðrum sínum.

Þegar Louis Herrey hugleiddi tónleikana sagðist hann trúa því að allt gott og dyggðugt vísaði á Krist. „Við þurfum bara að minna okkur á það stundum. Þessir páskatónleikar eru ein af þessum áminningum. Mér finnst það sannlega heiður að hafa verið hluti af þessum tónleikum, þar sem andrík listaverk eru kynnt, sem minna okkur á hvaða þýðingu Drottinn okkar og frelsari hefur fyrir okkur og beina athygli okkar að lækningamætti hans,“ sagði hann að lokum.

Jenny Oaks Baker sagði sig líka vera ótrúlega blessaða að fá að vera hluti af þessum tónleikum um frelsarann Jesú Krist. „Ég er svo þakklát fyrir að geta flutt þessa innblásnu tónlist, samda og útsetta af Kurt Bestor, sem undirspil fyrir atriði sem lýsa lífi frelsarans. Ég vona að þessir tónleikar geri öllum mögulegt að finna andann og færi fólk nær Jesú Kristi.“

Fyrirkomulag og áhorf tónleikanna

Tónleikarnir fara fram á ensku og verða þýddir á 31 tungumál. Þeir verða í boði á

landvefsíðu kirkjunnar, YouTube og Facebook, frá 26. mars 2023, klukkan 17:00 og verða tiltækir fram í miðjan apríl 2023.