Hittið mormónatrúboðana

Dagur í lífi Síðari daga heilags trúboða

Tveir trúboðar
Trúboðar Síðari daga heilagra verja tíma sínum í að þjóna öðrum og kenna fólki fagnaðarerindi Jesú Krists.

Hvað er mormónismi?

Ef þið eruð eins og flestir sem hafa heyrt um mormóna, þá eruð þið eflaust þó nokkuð forvitin að vita hvernig mormónar eru í raun. Margir vita ekki að formlegt nafn á mormónakirkjunni er Kirkja Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu og fólk gerir stundum þau mistök að halda að mormónismi sé alfarið bandarísk trúarbrögð. Staðreyndin er sú að það eru milljónir meðlima kirkjunnar og tugir þúsunda trúboða um allan heim (sjá “Worldwide Church” in Facts and Statistics section of mormonnewsroom.org). Mormónar tilbiðja Jesú Krist og líta á hann sem Drottin sinn og frelsara.

Góðar líkur eru á því að það séu meðlimir og trúboðar frá Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu í ykkar landi og jafnvel í bæjum ykkar eða borgum. Ef þið sjáið tvo snyrtilega klædda unga menn, eða konur, með nafnspjöld og á hjólum í hverfinu ykkar, þá gætu þar verið mormónatrúboðar á ferð.

Hverjir eru mormónatrúboðar?

Mormónatrúboðar eða trúboðar Síðari daga heilagra eru almennir meðlimir Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilagra sem velja að verja 1.5 til 2 árum í að kenna öðrum fagnaðarerindi Jesú Krists. Trúboðar Síðari daga heilagra eru ólaunaðir fastatrúboðar sem hafa valið að vera þjónar Jesú Krists.

Flestir trúboðanna eru einhleypir ungir menn og konur á aldrinum 18 og 25 ára. Stundum ákveða gift hjón sem komin eru á eftirlaun að þjóna í trúboði. Allir trúboðar mormóna ganga með nafnspjöld (þar sem bæði nafn trúboðans er áritað og nafnið „Kirkja Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu“), en þó eru ekki allir trúboðar á reiðhjólum. Sumir trúboðanna eru akandi eða gangandi og enn aðrir treysta á almenningssamgöngur (sjá “10 Things to Know about Mormon Missionaries,” mormon.org/chat).

Hvernig er dagur trúboða?

Trúboðar Síðari daga heilagra starfa saman í hópum og eru þá minnst tveir saman. Þeir kallast trúboðsfélagar. Trúboðsfélagar búa saman og vinna saman – og trúboðsstarfið er erfiðisvinna!

Starfsáætlun trúboða Síðari daga heilagra er breytileg, eftir menningu landanna sem þeir þjóna í. Hins vegar gera allir trúboðar svipaða hluti, þó að þeir geri þá á mismunandi tímum dagsins. Hefðbundið er að trúboðar fari snemma á fætur til að biðja og gera æfingar og því næst að lesa í Biblíunni, Mormónsbók og öðrum ritningum og heimildum kirkjunnar. Ef trúboðar þjóna í landi þar sem tungumálið er annað en móðurmál þeirra, þá verja þeir einnig hluta tímans í að læra tungumál gestgjafa sinna (sjá “More Flexibility Announced for Mormon Missionary Daily Schedules,” mormonnewsroom.org). Það sem eftir lifir dagsins gera þeir það sem skiptir mestu máli í starfi þeirra sem trúboðar; að kenna fólki um Jesú Krist og fagnaðarerindi hans og að þjóna öðrum. Eftir langan og strangan dag snúa trúboðarnir aftur heim, tilbúnir að gera það sama næsta dag.

Hvers vegna gera trúboðar það sem þeir gera?

Trúboðar Síðari daga heilagra þjóna vegna þess að þeir elska Guð og náunga sinn. Þeir þiggja engin laun fyrir starf sitt. Þeir trúa því einlæglega að Guð elski börn sín og vilji að þau læri um hann. Þeir vilja aðstoða fólk við að finna merkingu, tilgang og stefnu fyrir líf sitt. Þeir vilja einnig hjálpa þeim að uppgötva gleðina sem hlýst af því að halda boðorð Guðs. Til að fræðast meira um mormónisma eða til að hitta trúboða Síðari daga heilagra á ykkar svæði, heimsækið mormon.org.

Systur trúboðar
Öldungar