Boðskapur svæðisleiðtoga

Horfa framhjá aðgreiningum og stofna Síon

Jákvæðar breytingar byrja hjá hverju okkar og þrá okkar til að gefa af okkur persónulega, til að verða eitt í hjarta og huga, lifa í réttlæti og annast meðvitað fátæka og þurfandi.

Kristus underviser på det amerikanske kontinentet
Plaku Mihael Cizla, Gjermani,
Öldungur Michael Cziesla, Þýskalandi af hinum Sjötíu

Ég verð alltaf snortin af frásögninni í Mormónsbók um frelsarann birtast íbúum Ameríku eftir upprisu hans á austurhveli jarðar. Hann kenndi þeim um mikilvægi friðþægingarinnar í áætlun Guðs, blessanir boðorðanna og mikilvægi sáttmála og helgiathafna. Hann þjónaði þeim andlega, einum af öðrum (1).

Drottinn var aðeins hjá þeim í nokkra daga, en áhrifa heimsóknar hans gætti í meira en tvær aldir. „Og engar deilur né óeining var meðal þeirra, heldur breyttu allir réttlátlega hverjir við aðra. Og allt var sameign þeirra, og því var enginn ríkur eða fátækur, ánauðugur eða frjáls, heldur var fólkið allt frjálst og hluttakendur hinnar himnesku gjafar.“ „… Og vissulega gat ekki hamingjusamara fólk á meðal allra þeirra, sem Guð hafði skapað. Engir ræningjar voru, né morðingjar, né voru þar Lamanítar eða yfirleitt nokkrir -ítar, heldur voru allir eitt, börn Krists og erfingjar að Guðsríki. Og hversu blessuð þau voru. Því að Drottinn blessaði öll verk þeirra“ (2).

Hvað gæti hafa valdið slíkri breytingu og haft svona langvarandi áhrif? Svarið er einfalt en samt djúpt. Kenningar Drottins og fagnaðarerindi hans fyllti hjörtu þeirra, þau hurfu frá hinum náttúrulega manni og urðu lærisveinar Jesú Krists. Þau höfðu nafn Drottins ritað í hjarta sér (3) og þróuðu með sér anda fólks Síonar, líkt og á tíma Enoks.

Því miður lifum við í heimi sem fagnar einstaklingshyggju, þar sem deilur og skoðanamunur eru álitin tjáning á lífsgleði. Jafnvel sem meðlimir kirkjunnar, erum við ekki alltaf ónæm fyrir þessari þróun. Sérstaklega hefur heimsfaraldurinn fært deildum okkar og fjölskyldum sérstakar áskoranir. Í sumum tilvikum erum við farin að skilgreina okkur eftir því sem aðgreinir okkar, rétt eins og fólkið í Mormónsbók, og höfum skapað okkar eigin -íta. Fagnaðarerindi Jesú Krists og andi Síonar hjálpa okkur að sigrast á slíkri aðgreiningu.

pix2

Jákvæðar breytingar byrja hjá hverju okkar og þrá okkar til að gefa af okkur persónulega


Síon er Síon vegna eðlis, eiginleika og trúmennsku borgara hennar. Hafið hugfast að ,Drottinn nefndi þjóð sína Síon, vegna þess að hugur hennar og hjarta voru eitt, og hún lifði í réttlæti og enginn fátækur var á meðal hennar‘ (4). Ef við myndum stofna Síon á heimilum okkar, í greinum okkar, deildum og stikum, yrðum við að rísa undir þessum lífsstaðli. … Við getum ekki beðið þess að Síon komi, svo að þessir hlutir gerist — Síon mun aðeins koma þegar þessir hlutir gerast“ (5).

Hvað þýðir þetta þá fyrir mig í praktískum skilningi? Hvar byrja ég ef ég vil horfa framhjá aðgreiningum og efla einingu?

Árið 1872 veitti spámaðurinn Brigham Young hinum heilögu mikilvæga áminningu, sem líklega á meira við í dag en nokkru sinni áður. Hann sagði: „Hættið! Staldrið við! Þegar þið farið á fætur á morgnana, áður en þið leyfið ykkur að neyta einnar munnfylli matar, … beygið ykkur þá fyrir Drottni, biðjið hann að fyrirgefa syndir ykkar og vernda ykkur yfir daginn, til að forða ykkur frá freistingum og öllu illu, til að stýra skrefum ykkar í rétta átt, svo að þið getið gert eitthvað þann daginn sem gagnast muni Guðs ríki á jörðu. Hafið þið tíma aflögu til þess?“ (6).

Jákvæðar breytingar byrja hjá hverju okkar og þrá okkar til að gefa af okkur persónulega, til að verða eitt í hjarta og huga, lifa í réttlæti og annast meðvitað fátæka og þurfandi. Lykilatriðið er að gera Drottin að bandamanni okkar í þessu öllu, byggja á trú, von og kærleika. „Síon mun stofnuð og blómgast vegna guðlegs innblásturs lífs og verka borgara hennar. Síon kemur ekki sem gjöf, af því að dyggðugt fólk dregst að hvert öðru og byggir hana“ (7).


1. - 3. Nefí 11 ff.
2. - 4 Nefí 2,3,16-18
3. - Mósía 5:12
4. - HDP Móse 7:18
5. - D. Todd Christofferson, Kom til Síon, aðalráðstefna, október 2008
6. - Keith B. McMullin, Come to Zion! Come to Zion!, aðalráðstefna, október 2002
7. - Keith B. McMullin, Come to Zion! Come to Zion!, aðalráðstefna, október 2002