Hvað er FSY?

Þessum stóru viðburðum er ætlað að verða ykkur til skemmtunar þegar þið tileinkið ykkur fagnaðarerindið á öllum sviðum lífsíns. Hjá FSY munið þið taka þátt í trúarsamkomum, kennslustundum og viðburðum í fimm daga, sem munu styrkja trú ykkar á Jesú Krist og stuðla að gleði ykkar og þeirri tilfinningu að tilheyra.

Skoðið síðuna Week at a Glance [Vikan í hnotskurn] og schedule [dagskrána] til að sjá hvaða viðburðir gerast á hverjum þeim degi sem þið eruð í FSY. Foreldrar, þessar síður eru einkum gagnlegar fyrir ykkur til að vita hvers kyns spurningar þið ættuð að spyrja ungt fólk um reynslu þess!

Í FSY munuð þið:

 • Eiga samskipti við önnur ungmenni sem deila trú ykkar og þróa nýja vináttu
 • Upplifa umhverfi sem vekur ykkur gleði fagnaðarerindisins
 • Taka þátt í hvetjandi devotionals [trúarsamkomum] og læra að „hlýða á hann“
 • Læra að vera leiðtogar og hvernig þið getið átt betri samskipti við vini ykkar, foreldra og aðra
 • Taka þátt í viðburðum sem styrkja sjálfsálitið og sjálfstraustið

Ég hef skráð mig! Hvað svo?

Það er margt sem þið getið gert til að búa ykkur undir FSY, þar á meðal eru þessar hugmyndir:

 • Hvetjið vini, þar á meðal vini sem eru ekki meðlimir, til að skrá sig í FSY.
 • Kynnið ykkur algengar spurningar  FAQ  og komið tilbúin með það sem þið þurfið.
 • Niðurhalið og hlustið á  FSY-music [FSY-tónlist].

FSY veitir frábært tækifæri til að vaxa á marga félagslega og andlega vegu. Hafið þetta hugfast:  Það sem þið leggið í FSY er það sem þið fáið út úr FSY.

 • Verið fús og opin fyrir nýjum vináttuböndum.
 • Leitið tækifæra til að þjóna þeim sem eru umhverfis ykkur.
 • Komið tilbúin með spurningar og leitið svara við þeim spurningum.
 • Notið handbókina sem þið fáið á FSY til að skrá markmið ykkar, upplifanir og hughrif.
 • Talið við starfsmann FSY ef þið hafið áhyggjur á fundinum.

Ég fór í FSY! Hvernig get ég viðhaldið því sem ég lærði?

FSY upplifuninni lýkur ekki eftir að vikan er liðin! Farið heim með hverja lexíu, upplifun og venju og miðlið því vinum ykkar og fjölskyldu.

 • Verið í sambandi við nýja vini.
 • Miðlið upplifunum ykkar og hvetjið vini ykkar til að gera það líka.
 • Skrifið um upplifun ykkar á samfélagsmiðlum.
 • Kennið lexíu á heimiliskvöldi, gefið vitnisburð ykkar eða miðlið reglu í sunnudagaskólanum sem þið lærðuð á FSY.
 • Farið yfir handbókina ykkar, þar á meðal markmið ykkar, bekkjarglósur og tilfinningar.
 • Viðhaldið trúarvenjum, þar með talið daglegri bæn, ritningarnámi og að sækjast eftir persónulegri opinberun.
 • Setjið ykkur ný markmið með fjölskyldu ykkar, vinum og leiðtogum.
 • Kennið vinum ykkar, sveitinni eða bekknum og fjölskyldumeðlimum FSY línudansa.

Frekari upplýsingar

 • Skráið ykkur hér (þurfið að skrá ykkur inn með aðgangi ungmenna) – hlekkur fyrir skráningu mun fylgja í kjölfarið