Hvernig vinna má að því að verða andlega sjálfbjarga

Boðskapur svæðisleiðtoga

Elder Robert A. Dryden, Great Britain
Öldungur Robert A. Dryden svæðishafi Sjötíu, Stóra-Bretlandi

Hvernig metum við mikilvægi þess að vera andlega og stundlega sjálfbjarga? 

Thomas S. Monson forseti hefur sagt: „Við skulum vera sjálfbjarga og sjálfstæð. … Hjálpræði hlýst aðeins með þeirri reglu.“

Hvernig getum við þá unnið að því að verða andlega sjálfbjarga? Páll postuli úrskýrði þá stöðu sem menn verða að ná til að vera sannlega andlega sjálfbjarga.  Það er staða sem menn geta náð með því að ávinna sér þann rétt að lifa eftir fagnaðarerindinu, ekki aðeins að hætti bókstafs „[skrifaðan] með bleki, heldur með anda lifanda Guðs, ekki [skrifaðan] á steinspjöld, heldur á hjartaspjöld úr holdi.“[1]

 

Undraverð frásögn

 

Sumir meðlimir hafa tekið undraverðum framförum og orðið andlega sjálfbjarga. Paul er einn þeirra. 

Hann var yngstur af fimm systkinum og ólst upp á heimili og í umhverfi þar sem drykkja, fíkniefni, misþyrmingar, ofbeldi og betrunarvistun töldust eðlilegur lífsmáti, sem rekja mátti til örbirgðar og harðræðis.  Paul var oft beðinn um að stela mat fyrir hina blásnauðu fjölskyldu sína.  Hann var settur á betrunarhæli á ungdómsárum sínum, þar sem hann þoldi obeldi og misþyrmingar.

Hér á eftir eru sagt frá framförum hans og afreksverkum á rétt rúmlega eins árs tímabili:

Mormónsbók varð þungamiðja lífs hans.  Heilagur andi vakti hann til andríkis og varð stöðugur förunautur hans. Hann var kallaður sem deildartrúboði og árangur náðist í skírnum og virkni.  Hann auðkenndi (með hjálp) og skírðist í þágu 65 áa í beinan ættlegg.  Bróðir nokkur sem tók eftir hollustu hans við verk Drottins færði honum bíl að gjöf.  Paul er nú raunverulega sjálfbjarga.  Hann hlaut Melkísedeksprestdæmið og var kallaður til þjónustu í stikunni sem meðferðarfulltrúi fyrir fíkla.  Hann starfaði við aðhlynningu heimilislausra í borginni.  Hann sá um og skipulagði kvöldvökur fyrir nýja meðlimi, trúarnema og lítt virka meðlimi.  Honum var falið að flytja ræðu á stikuráðstefnu og hann hlaut musterisgjöfina sína.  Hann gerði þann draum sinn að veruleika að fara á aðalráðstefnu með trúboðanum sem fann og skírði hann.  Tár runnu niður vanga er Monson forseti gekk inn í samkomusalinn.

Kynningarorð Æðsta forsætisráðsins fyrir sjálfbjargarnámskeiðið „Undirstaðan mín“ hvetja okkur til að læra af kostgæfni og hagnýta okkur reglur þess að verða sjálfbjarga og lofa okkur auknum blessunum, ef við gerum það.

Við getum orðið andlega sjálfbjarga, ef við fylgjum leiðsögn Æðsta forsætisráðsins og tileinkum okkur af kostgæfni einfalda trúrækni í okkar daglega fjölskyldulífi.

 1 Halda boðorð Guðs.[2]    

2 Kanna ritningarnar (einkum Mormónsbók) og ástunda að … „[sækja] fram, [endurnærð] af orði Krists.“[3]  

3 Biðja af einlægni; „þegar þið ákallið ekki Drottin, látið þá hjörtu ykkar vera þrungin og í stöðugri bæn…“ [4]

Kenningar Brighams Young eru í fullu samræmi við orð Æðsta forsætisráðsins um að verða andlega sjálfbjarga.

Brigham Young sagði: „Við…tileinkum okkur öll lögmálin og ákvæðin og allar reglur og helgiathafnir í ritningunum og iðkum þau eins of framast er unnt, og höldum síðan áfram að læra og bæta okkur, uns við getum lifað samkvæmt hverju því orði sem fram gengur af Guðs munni.“[5]

„Menn geta ekki hlotið lögmálin í sinni fullkomnu fyllingu; en þeir geta meðtekið örlítið hér og örlítið þar, örlítið í dag og örlítið á morgun og örlítið næstu viku. … Ef við viljum taka á móti þeirri fyllingu þekkingar sem Drottinn hefur ásett sér að opinbera íbúum jarðar smám saman, þá verðum við að tileinka okkur allt hið örlitla eins og það er opinberað.“[6]

Boðskapur hans staðfestir að „okkar persónulegi vöxtur í fagnaðarerindinu gerist samám saman, orð á orð ofan, eftir því sem við lifum eftir lærðum reglum.“[7]Í nafni Jesú Krists, amen.[1] 2 Kor 3:3

[2] Matt 23:35-40

[3] 2 Ne 31:20

[4] Alma 34:27

[5] DBY 3

[6] BDY 4

[7] Teachings of the President of the Church; Brigham Young (1997) 21-27