Frankfurt am Main, Þýskalandi

Í hinu væntanlega þriðja bindi ritverksins „Heilagir“ er litið tilbaka yfir sögu kirkjunnar í Evrópu.

Framlag Síðari daga heilagra frá fyrri tíð, styrkir trúna milli kynslóða.

Vëllimi i ardhshëm nr. tre “Saints” [“Shenjtorët”] sjell në vëmendje historinë e Kishës në Europë

Breski sagnfræðingurinn James Perry, sér söguna sem leið til að „skilja hvers vegna hlutirnir eru eins og þeir eru.“ Forvitni hans varð að ástríðu og síðar starfsframa. Sem rithöfundur og sagnfræðingur þriðja bindis ritverksins „Heilagir,“ sem er söguleg frásögn um Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu, lagði Perry áherslu á líf hinna Síðari daga heilögu á fyrri tíð kirkjunnar í Bretlandi og Evrópu í rannsóknum sínum. Áætlað er að þriðja bindið verði gefið út á fyrri helmingi ársins 2022.

Hann sagði þriðja bindið fjalla um líklega „minnst þekkta tímabil kirkjusögunnar“ og að „lesendur gætu vænst þess að læra meira um sögu kirkjunnar í Evrópu. Hvernig tekist var á við tvær heimstyrjaldir og fjárhagslegt  hrun. Einnig hvernig kirkjan tókst á við iðkun fjölkvænis á fyrri tíð og sigraðist á hinum fjárhagslegu og stjórnmálalegu erfiðleikum sem kirkjan stóð frammi fyrir í Bandaríkjunum.“ Þetta bindi mun einnig sýna hvernig musterið í Sviss varð að veruleika og hvernig það hafði áhrif á þróun mustera um allan heim.

Perry sagði að í þessu bindi „Heilagra“ verður fjallað um sögu Síðari daga heilagra í Tékkóslóvakíu, Frakklandi, Þýskalandi, Hollandi, Bretlandi og í öðrum Evrópulöndum.

James Perry, PhD, FHEA er rithöfundur og sagnfræðingur fyrir Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu.
James Perry, PhD, FHEA er rithöfundur og sagnfræðingur fyrir Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu.

Í þessu verki les Perry bréf, skrár og dagbækur og fer einnig yfir úrklippubækur og aðrar söguheimildir, til að finna og staðfesta frásagnirnar sem honum falla í hendur. Hann og aðrir sagnfræðingar leitast við að finna frásagnir sem eru „nægilega áhugaverðar til að fá lesendur til að fletta síðunum, sýna fram á breytingar innan kirkjunnar og vera andlega upplyftandi. Við ræðum einnig umdeilda viðburði, en við reynum líka að upplýsa, kenna og innblása meðlimi kirkjunnar.“

„Ég furða mig alltaf á þeim fórnum sem meðlimir kirkjunnar eru fúsir að færa. Sérstaklega þegar maður sér sig sjálfan í aðstæðum annarra þegar þeir hafa misst ástvini á stríðstíma, eiginmenn þeirra hafa látist og þau hafa ríkar ástæður til að snúa frá trú sinni og Guði, en styrkja þess í stað tengslin og eru áfram fús til að fórna, jafnvel þegar þau eru alslaus. Það er bara mjög hvetjandi.“

Útgáfa ritverksins „Heilagir“ er samstarf sagnfræðinga og rithöfunda,“ sagði Perry. „Sem sagnfræðingur, þá reyni ég að finna persónur og veita rithöfundunum nokkra ólíka valkosti. Þegar þeir hafa skoðað þær heimildir sem við höfum viðað að okkur, hefjast þeir handa við að draga upp framvindu sögunnar og setja þar inn þau þróunarskeið sem kirkjan hefur farið í gegnum.“

Hann sagði þetta verk ekki vera mögulegt án þeirra persónulegu dagbóka og heimilda sem hafa verið varðveittar frá fyrstu tíð kirkjunnar. Perry hvetur Síðari daga heilaga á okkar tíma að gera slíkt hið sama.

„Við erum bara einn hlekkur í sögukeðju endurreisnarinnar og eigum tilkall til þess að sækja styrk til þeirra sem hafa farið á undan. Við höfum líka þá sameiginlegu ábyrgð að skilja eftir arfleifð fyrir þá sem fylgja á eftir okkur,“ sagði Perry.

Það er þrá hans að meðlimir og vinir kirkjunnar í Evrópu muni lesa ritverkið Heilagir og að það muni „vekja þrá til að reyna örlítið meira, verða örlítið betri og að sækja styrk til þess sem aðrir á fyrri tíð hafa lagt af mörkum,“ sagði Perry. „Stöðu kirkjunnar í Evrópu í dag má að miklu leyti rekja til þeirra sem komu á undan okkur. Þeir hafa sigrast á staðalímyndum, reist byggingar, miðlað fagnaðarerindinu, ritað fréttagreinar og hvert þessara verksviða hafa áfram á okkar tíma mótað kirkjuna og stöðu hennar í samfélaginu.“

James Perry, ásamt fjölskyldu sinni.
James Perry, ásamt fjölskyldu sinni.

Fyrir þá sem vilja lesa fyrsta og annað bindi ritverksins „Heilagir,“ þá má kaupa harðspjalda eintök í dreifingarmiðstöðum í nágrenni mustera Síðari daga heilagra eða rafrænt í netverslun kirkjunnar (á fjórtán tungumálum). Allt ritverkið er einnig fáanlegt gjaldfrjálst á Gospel Library og á öðru sniði  hér.  Ábendingar til lesenda: Musterisvígsla er á kili hverrar bókar þessa ritverks. Nauvoo musterið er á bók eitt, Salt Lake musterið á bók tvö og Sviss musterið á bók þrjú.  

Sex frásagna ritverk, sem Perry hefur kannað og skrifað, verða auk þess gefin út mánaðarlega á fréttasíðum kirkjunnar í Evrópu. Þessar greinar munu fjalla um framlag Síðari daga heilagra til að leggja grunn að kirkjunni í Evrópu. Þetta ritverk heitir: „Milestones and Miracles [Tímamót og kraftaverk]: The heritage of Latter-day Saints in Europe [Arfleifð Síðari daga heilagra í Evrópu]“ og hefst með Arthur Winter: „One of Britain’s great gifts to the work of the Church [Ein stærsta gjöf Bretlands til starfs kirkjunnar].“

Upplýsingar um James Perry, PhD, FHEA

James Perry gekk í Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu sem ungur maður í Englandi. Tveimur árum eftir að hann skírðist, þjónaði hann sem fastatrúboði í Manchester trúboðinu í Englandi. Honum fannst heiður af því að þjóna á svæðum þar sem meðlimir og trúboðar Síðari daga heilagra höfðu búið allt frá fyrstu tíð kirkjunnar.

Eftir trúboð hans stundaði Perry nám við Lancaster Háskóla og fékk þar grunn og framhaldsgráðu ásamt doktorsgráðu. Hann er kennari við Higher Education Academy og stundaði áður rannsóknir og var aðstoðarkennari við Lancaster háskólann, ásamt því að vera í forsvari fyrir starfs- og námsráðgjafateymi við Newcastle háskólann.  

Perry vinnur í fullu starfi fyrir kirkjuna sem rithöfundur og sagnfræðingur og þjónar sem greinarforseti fyrir söfnuð sinn í norðurhluta Englands, þar sem hann býr með eiginkonu sinni og tveimur börnum.