Í návígi, fyrir einhleypt fullorðið fólk, með öldungi Andersen, systur Bingham og systur Eubank

Viðburður fyrir einhleypt fullorðið fólk, 31 árs og eldra, verður 13. júní 2021

öldungi Andersen, systur Bingham og systur Eubank
Öldungur Neil L. Andersen, í Tólfpostulasveitinni, Jean B. Bingham, aðalforseti Líknarfélagsins, og systir Sharon Eubank, fyrsti ráðgjafi í aðalforsætisráði Líknarfélagsins.

Öldungur Neil L. Andersen, í Tólfpostulasveit Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu, og Jean B. Bingham forseti og systir Sharon Eubank, í aðalforsætisráði Líknarfélagsins, verða gestgjafar þáttarins Í návígi, fyrir einhleypt fullorðið fólk, 31 árs og eldra, 13. júní 2021.

„Við vitum að margt einhleypt fullorðið fólk tekst á við miklar áskoranir eða hefur spurningar eða áhyggjuefni,“ sagði öldungur Andersen og bætti við að „elska frelsarans megnar að græða sérhvert sár hjartans. Við vonumst til að geta miðlað hinni óviðjafnanlegu elsku frelsarans með vinum okkar hvarvetna um heim.“

Viðburðurinn verður sendur út í gegnum gervihnattakerfi kirkjunnar, broadcasts.ChurchofJesusChrist.orgface2face.ChurchofJesusChrist.org, á rásinni Latter-Day Saints Channel, sjónvarpsrásinni BYUtv og öðrum rásum, sunnudaginn 13. júní, kl. 22:00 að íslenskum tíma. Staðarleiðtogar eru hvattir til að ákveða áhorfsdag og tíma, sem best hentar einhleypu fullorðnu fólki á þeirra svæði.

Öllu einhleypu fullorðnu fólki, 31 árs og eldra, er boðið að taka þátt.

Einhleypt fullorðið fólk er um helmingur af fullorðnum meðlimum kirkjunnar, benti systir Bingham á. „Þau eru mikilvægir áheyrendur!“ sagði hún. „Við hlökkum til að ræða við þau um framlag þeirra til ríkisins, hæfni þeirra til að þjóna öðrum og um elsku þeirra til Drottins Jesú Krists.“

Systir Eubanks sagði að þar sem hún væri sjálf einhleyp og tilheyrði þessum hópi, þá nyti hún opinskárra umræðna við aðra í sömu stöðu.  „Allir meðlimir, sama hverjar aðstæður þeirra eru, hafa svo mikið að gefa,“ sagði hún, „og við vonumst til að vekja meiri athygli á þessu meðal meðlima kirkjunnar.“

Öldungur Andersen sagði enn fremur: „Við þessa fullorðnu meðlimi, hvort sem þið hafið aldrei gifst, hafið misst maka ykkar, eruð skilin eða einhleypt foreldri, þá er þörf fyrir ykkur í ríki Guðs.  Við erum þakklát fyrir allt sem þið gerið til framrásar verki Drottins.“

Stuttu eftir að þessi trúarlegi viðburður hefur verið sendur út beint, verður upptaka tiltæk til áhorfs þegar best hentar á face2face.ChurchofJesusChrist.orgGospel MediaYouTubeGospel Library og á öðrum rásum.

Fyrir upplýsingar um streymi, tungumál og endurútsýningar, sjá þá dagskrá útsendingar. Fyrir aðstoð við tækjabúnað gervihnattakerfis og streymi útsendingar, sjá þá mhtech.ChurchofJesusChrist.org.