Infant Holy, Infant Lowly – The Tabernacle Choir at Temple Square
Þessi hátíðarstund til minningar um fæðingu Jesú Krists hefur að geyma boðskap um frelsarann og tónlistarflutning The Tabernacle Choir and Orchestra at Temple Square.
Hlýðið á þekkt jólalög flutt af hinum rómaða fiðluleikara Jenny Oaks Baker, ásamt Family Four og sópransöngkonunni Alex Sharpe. Dagskrárkynnir er Tomas Ambt Kofod.
Þessi ljúfi pólski jólasálmur, í útsetningu Macks Wilberg, segir frá jólasögunni um jötuna og hirðana.
Komið og sjáið á þessum jólum, komið og syngið, komið og biðjist fyrir, komið og tilbiðjið, komið og dveljið.
Bjóðið jólaandanum á heimili ykkar á þessu ári með því að hlýða á boðskap frá trúboðum Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu.
Listamaðurinn og gesturinn Rolando Villazón og Laufskálakórinn og Bjöllusveitin á Musteristorgi flytja franska lagið „Englakór frá himnahöll,“ í útfærslu Macks Wilberg.
Horfið á feðgin takast á við missi eiginkonu og móður, er þau finna huggun, frið og von í fullvissandi boðskap um fæðingu Krists.
Æðsta forsætisráðið býður öllum að taka þátt í útsendingu jólasamkomu Æðsta forsætisráðsins, sunnudaginn, 6. desember, 2020. Þessi samkoma býður upp á jólaboðskap frá aðalvaldhöfum og aðalembættismönnum kirkjunnar. Upptökur frá fyrri jólasamkomum eru í boði Laufskálakórsins og Hljómsveitarinnar á Musteristorgi.
Laufskálakórinn og Hljómsveitin á Musteristorgi flytja „Guðs kristni í heimi,“ eignað John F. Wade, í úrfærslu Macks Wilberg.
Dallin H. Oaks minnir okkur á að Jesús Kristur er Friðarhöfðinginn og að ef við trúum á hann, þá munum við öðlast eilíft líf.
Öldungur Jeffrey R. Holland ber vitni um raunveruleika lifandi frelsara og hvernig hann getur liðsinnt okkur í dag.
Eyring forseti hvetur okkur til að muna eftir frelsaranum og hafa hann í hjarta okkar þessi jól.