JustServe æði

Það byrjaði lítið í sniðum. Catherine og Clive Jolliffe, sem búsett eru á Englandi, fengu boð frá kirkju sinni í janúar 2018 um að hjálpa við að bjóða upp á þjónustutækifæri á Bretlandi. Nú eru yfir 2300 verkefni í boði. JustServe hreyfingin, sem hófst sem tilraunaverkefni í Leeds, hafði undir lok 2019 breiðst út um Bretland og Írland og heldur nú vegferð sinni áfram á öðrum svæðum Evrópu.

JustServe er vefsíða og smáforrit sem Kirkja Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu kom á fót, til að tengja þá sem vilja hjálpa við þjónustutækifæri. Þetta var kynnt á fjöltrúarlegu málþingi G20-hópsins í Japan árið 2019, sem gjöf til samfélaga. Vefsíðan sér samtökum sem þurfa stuðning við að auglýsa verkefni sín fyrir gjaldfrjálsum vettvangi. Með því að skrá sig í JustServe á vefsíðunni eða í smáforritinu, geta sjálfboðaliðar fundið tiltæk verkefni sem hæfa þeirra áhugasviði og getu.

Hreinsunarverkefni á Granada, Spáni
Hreinsunarverkefni á Granada, Spáni

Þrátt fyrir Kóvid-19 heimsfaraldurinn, byrjuðu Jolliffe hjónin sumarið 2020 að vinna að því að gera JustServe mögulegt í Portúgal, Spáni, Hollandi, Belgíu, Frakklandi, Ungverjalandi, Þýskalandi, Austurríki og Sviss. Nýlega bættist Finnland í hópinn. Þetta er óárennilegt verkefni sem felur í sér þýðingar, vefsíðugerð og lagaleg atriði. 

Á þessum tímapunkti hafa Jolliffe hjónin þjálfað sex hjón til að styðja við verkið í sínum löndum. Áður en þau hófu samstarf sitt við hreyfinguna, hafði ekkert hjónanna heyrt um JustServe. Nú hafa þau öll mikla sannfæringu um það hvernig hreyfingin muni blessa lönd þeirra. 

Catherine, sem hefur unnið með JustServe í meira en þrjú ár, hefur séð hvernig hreyfingin hjálpar þeim sem þrá að gera góðverk „að vinna í sameiningu að því að bæta samfélagið, sýna samferðarfólki sínu kærleika og vinna saman, hver svo sem trú þeirra eða menning kann að vera.“

JustServe leiðtogar þjálfa sérfræðinga í söfnuðum um gjörvallt heimaland sitt, til að finna verkefni og og setja þau á vefsíðuna. Þegar sérfræðingarnir miðla upplýsingum um JustServe, „verða [meðlimir] afar áhugasamir yfir að geta lagt eitthvað af mörkum og sannað sig sem góða samborgara.“ 

JustServe verkefni á Granada, Spáni
JustServe verkefni á Granada, Spáni

Spánn var fyrst þessara landa til að hleypa vefsíðunni af stokknum. Í samráði við stjórnvöld á staðnum, tóku sjálfboðaliðar að sér að sjá um hreinsunarverkefni í Granada í samstarfi við hverfissamtök. Sjálfboðaliðar JustServe vinna saman hvern laugardag að því að halda borginni hreinni og aðlaðandi.

Á Kanaríeyjum unnu kirkjumeðlimir með Virgen de Coromoto, samtökum sem þar eru staðsett, að ýmsum verkefnum meðal kanaríeyskra og venesúelskra samfélaga. Þegar leiguverð varð samtökunum óviðráðanlegt, var samkomuhús kirkjunnar boðið fram til matvæladreifingar einu sinni í mánuði. Starfsfólk matarbankans var þakklátt fyrir að fá að nota bygginguna án gjalds og sagði að „saman gætum við gert mikið meira.

Matvæladreifing á Kanaríeyjum, Spáni
Matvæladreifing á Kanaríeyjum, Spáni

Útfærslan er mismunandi milli landa, háð staðarþörfum og bakgrunni og reynslu leiðtoga JustServe á staðnum. Í germönsku löndunum, í Hollandi og á Bretlandi er hægt að finna svipaðan vettvang og þetta er einfaldlega annað tækifæri. JustServe er þó byggt upp á einfaldan hátt og er veitt landinu sem gjöf.

Í Portúgal er aftur á móti enginn formlegur vettvangur fyrir þjónustutækifæri sem stendur. Þeir sem vilja vinna sjálfboðastarf, treysta á greinar í dagblöðum og umsagnir til að bera kennsl á þarfir. JustServe gáttin er spennandi og handhægur valkostur til að finna mögulegar leiðir til þjónustu í eigin samfélagi á netinu og mun verða samfélaginu til blessunar. 

Sjálfboðaliðar í Frakklandi vinna með leiðtogum kirkju og viðskiptalífs við að koma á samböndum. Þannig verða þeir viðbúnir og til taks meðan þeir bíða þess að vefsíðan fari í loftið.

Tækifæri til þjónustu eru alls staðar. Hvernig finnið þið þau? Ef verkefnið er þegar fyrir hendi í ykkar landi, farið þá einfaldlega á JustServe.org. Gætið að því á vefsíðunni hvort einhverjar þarfir falli að ykkar aðstæðum. Bjóðið fjölskyldu ykkar eða vinum og skemmtið ykkur við sameiginlega þjónustu. Þið getið líka farið einsömul og og eignast nýja vini. Hjálpið JustServe að ná útbreiðslu og bæta samfélag ykkar; takið þátt í æðinu!