Jólaboðskapur Æðsta forsætisráðsins 2025

Jólaboðskapur Æðsta forsætisráðsins 2025

Við gleðjumst yfir því að minnast frelsara okkar, Jesú Krists. Hann fæddist við fábrotnar aðstæður. Himneskir englar boðuðu fæðingu hans. Hann prédikaði fagnaðarerindi iðrunar, vonar og eilífs lífs.

Hann opnaði augu hinna blindu, lét daufa heyra, læknaði hvers kyns þjáningar og reisti upp hina látnu. Hann er hinn eingetni föður okkar á himnum, frumburður andabarna Guðs. Fyrir fórn hans og altæka friðþægingu, getum við náð sáttum við Guð með hlýðni og iðrun.

Á þessum tíma ljóss og velvildar, fögnum við Jesú Kristi og eilífri sæluáætlun hans. Við bjóðum ykkur að leita hans og blessana friðar hans. Gleðileg jól!

Æðsta forsætisráðið