Jólaverkefni 2019 hvetur til þess að við þjónum ,einum í senn‘

Jósef og María á leið til Betlehem
Jósef og María á leið til Betlehem

Hið hnattræna verkefni að veita öðrum þjónustu á jólatíð ársins 2019, hefur verið afhjúpað af Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu.

Verkefnið Ljós fyrir heiminn: Einum í senn, mun formlega hleypt af stokkunum 1. desember. Gögn eru þegar tiltæk á LjósFyrirHeiminn.org, ásamt deilanlegum myndum og myndböndum.

Þátttakendur eru hvattir til að hugsa um einhvern, dag hvern, sem þeir geta hjálpað eða boðið og þjónað eins og frelsarinn gerði, einum í senn.

„Verkefnið Ljós fyrir heiminn veitir dásamlegt tækifæri til að bjóða vinum og samferðafólki í kirkju eða á heimili ykkar, til að læra með ykkur um frelsarann,“ sagði öldungur Dieter F. Uchtdorf í Tólfpostulasveitinni. „Segið fólki frá ástæðum þess að Jesús Kristur og kirkjan hans eru ykkur mikilvæg, á hvern þann hátt sem ykkur finnst sjálfsagt og eðlilegt.“

Verkefni þetta er nú á fjórða ári og verður virkt út desember. 

Daglegar hugmyndir að þjónustu

Þeir sem taka þátt geta skráð sig til að fá sendar daglegar hugmyndir að þjónustu með netpósti, sem farið verður af stað með 1. desember 2019. Hugmyndir að daglegri þjónustu eru m.a. að snæða hádegisverð með einhverjum nýjum, hjálpa einhverjum í neyð með því að gefa litla upphæð til hjálparstarfs eða ráðgera að gera eitthvað persónulega með einum vini eða ástvini.

Myndband um fæðingu Jesú

Nýtt trúarlegt myndband, sem heitir „Barnið Kristur,“ verður tiltækt til áhorfs, niðurhölunar og miðlunar, frá og með 24. nóvember á LjósFyrirHeiminn.org.

Hið 18 mínútna myndband er hrífandi, persónuleg og grípandi útgáfa af jólasögunni, sem gerir áhorfendum kleift að upplifa og miðla atburðunum um fæðingu frelsarans, út frá sjónarhorni fyrstu sjónarvotta. Myndband þetta er tiltækt í Gospel Media, smáforritinu Gospel Library og á YouTube.

Gjafavélar

Hinar vinsælu gjafavélar eru aftur komnar upp á þessu ári, sem auðvelda framlög til heimslægra hjálparstofnana, eins og UNICEF, Church World Service, WaterAid, Water For People og International Medical Corps.

Vélar þessar eru á 10 stöðum, í Gilbert, Arisóna; San Jose, Kaliforníu; Denver, Kolorado; Laie, Oahu, Havaí; Las Vegas, Nevada; New York City, New York; Orem og Salt Lake City, Utah; London, Englandi (Hyde Park gestamiðstöðinni); og Manila, Filippseyjum.

Sérstök sunnudagssamkoma

Söfnuðir hvarvetna í kirkjunni munu hafa sérstaka jólasamkomu sunnudaginn 22. desember. Meðlimir eru hvattir til að bjóða vinum að koma og tilbiðja Krist saman á þessari einnar klukkustunda samkomu. Samkomur Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu á Íslandi eru í Garðabæ, Akureyri og á Selfossi. Finna má stað- og tímasetningar þessara samkoma þegar smellt er á viðkomandi staði.

Gjafavél 1
Gjafavél 2