Kenning og sáttmálar: Opinberanir frá upphæðum

Lærið hverju mormónar trúa varðandi nútíma opinberanir

Mormónar trúa á Kenningu og sáttmála
Mormónar trúa því að Kenning og sáttmálar séu ritning sem innihaldi heilagar opinberanir sem voru meðteknar af spámanninum Joseph Smith og öðrum spámönnum.

Meðlimir Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu, stundum nefndir mormónar, trúa því að bæði Biblían og Mormónsbók séu ritningar. Mormónar trúa á tvær ritningar fyrir utan það, önnur þeirra kallast Kenning og sáttmálar Fyrir mormóna þá er „ Kenning og sáttmálar … safn guðlegra opinberana og innblásinna yfirlýsinga, sem gefnar voru fyrir stofnun og stjórn Guðs ríkis á jörðu á síðustu dögum (Formáli að Kenningu og sáttmálum). Mormónar eru þakklátir fyrir þá þekkingu að opinberunum Guðs fyrir mannkyn lauk ekki eftir Biblíuna.

Hverju trúa mormónar varðandi Kenningu og sáttmála?

Kirkja Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu var stofnuð þann 6. apríl 1830, af spámanninum Joseph Smith (sjá K&S 21, kaflafyrirsögn). Á upphafsárum kirkjunnar voru bæði leiðtogar og kirkjumeðlimir enn að læra um kenningar, tilgang og skipulag hinnar sönnu kirkju Guðs og voru óþreyjufull að þekkja vilja hans. Saga kirkjunnar frá þessum fyrstu árum segir: „ Á þessum bernskudögum kirkjunnar var mikill áhugi fyrir því að heyra orð Drottins varðandi öllum þeim efnum sem á einhvern hátt varðaði sáluhjálp okkar“ (Manuscript History of the Church, bindi. A-1, bls. 146, josephsmithpapers.org). Joseph Smith meðtók flestar af opinberununum í Kenningu og sáttmálum sem „svar við bæn, þegar þeirra var þörf, og snertu eigið líf þeirra sem í hlut áttu“ (Formáli að Kenningu og sáttmála). Sumar opinberananna voru meðteknar af seinni spámönnum kirkjunnar. Á meðan að flestum köflunum í Kenningu og sáttmálum er beint til meðlima kirkjunnar, þá trúa mormónar því að Kenning og sáttmálar sé samansafn „[boðskapar, aðvarana og hvatningarorða] . . . öllu mannkyni til heilla“ (Formáli að Kenningu og sáttmála).

Hvað er sérstakt við Kenningu og sáttmála?

Ólíkt bæði Biblíunni og Mormónsbók þá er Kenning og sáttmálar ekki þýðing fornra ritninga. Kenning og sáttmálar er einstök á meðal ritninga á þann hátt að þarna er rödd Drottins beint að fólki sem lifir nú á tímum, á því sem mormónar kalla „síðari dögum“ (sjá Doctrine and Covenants Student Manual, 2. útg. [Church Educational System manual, 2001], 1–2). Hún inniheldur „reglur og verklag varðandi stjórnun kirkjunnar“ á okkar dögum, ásamt boðorðum, loforðum og kenningum (Gordon B. Hinckley, “The Order and Will of God,” Ensign, jan. 1989, 4)

Þar að auki fela margar opinberanirnar í Kenningu og sáttmálum í sér rödd Drottins í fyrstu persónu. Rödd Drottins í Kenningu og sáttmálum er í senn bæði samúðarfull og ákveðin. Hún er rödd viðvörunar til fólksins á jörðinni til að undirbúa sig fyrir seinni komu Drottins Jesú Krists (sjá formála Kenningar og sáttmála). Mormónar trúa því að Kenning og sáttmálar feli í sér „kenningar sáluhjálpar, reglur sem munu færa [mannkyninu] fyllingu gleðinnar“ og heilaga sáttmála sem „eru mikilvægari en allir fjársjóðir jarðarinnar“ (Doctrine and Covenants Student Manual, vii).

Hvernig get ég lært meira?

Mormónar trúa því að til viðbótar við komu Kenningar og sáttmála þá gerðust mörg önnur kraftaverk sem hluti af stofnsetningu Kirkju Jesú Krists hinna síðari daga heilögu. Til að læra meira um endurreisn Kirkju Jesú Krists, heimsækið mormon.org.