Afríka

Kirkja Jesú Krists aðstoðar við nýjar malaríubólusetningar í Afríku

Nærri 40,000 börn munu meðtaka bóluefnið.

Janet Wanyama, hjúkrunarfræðingur, býr sig undir að bólusetja barn gegn malaríu á Malava sýslusjúkrahúsinu, Kakagega, Kenía, 2022.
Janet Wanyama, hjúkrunarfræðingur, býr sig undir að bólusetja barn gegn malaríu á Malava sýslusjúkrahúsinu, Kakagega, Kenía, 2022.

Á Ráðstefnu hnattrænna áhrifa bóluefna á Spáni 15. júní, 2023, tilkynntu Gavi, Samtök um bóluefni, um 3ja milljón dollara framlag frá Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu til stuðnings við sögulega setningaherferð gegn malaríu í Afríku.

Framlag kirkjunnar mun styrkja samræmt átak Gavi, UNICEF, Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar (WHO) og annarra við kaup og dreifingu á nýja RTS,S bóluefninu fyrir malaríu. Þökk sé aðstoð kirkjunnar, er áætlað að um 39,500 afrísk börn munu hljóta fjóra skammta af bóluefninu eins og nauðsynlegt er til að fá ónæmi gegn malaríu og er þetta bein afleiðing af þessari gjöf.  Þetta er þáttur í stóru, margra ára átaki um að bólusetja 4,5 milljónir barna fyrir lok 2025.

„Malaría er enn einn af banvænustu sjúkdómum Afríku og verður þúsundum ungra barna ár hvert að bana,“ sagði Guillaume Grosso, framkvæmdarstjóri Gavi fyrir þáttöku ríkis og einkaaðila, samskipti gefenda og herferða. „Þökk sé mikilvægri fjármögnun frá aðilum eins og Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu, getum við hjálpað til við að vernda fleiri börn í áhættuhópi, er bóluefnið fer í dreifingu.“

Lydia Mwondi með syni sínum eftir að hann var bólusettur gegn malaríu á Malava sýslusjúkrahúsinu, Kakamega, Kenía, 2022.
Lydia Mwondi með syni sínum eftir að hann var bólusettur gegn malaríu á Malava sýslusjúkrahúsinu, Kakamega, Kenía, 2022.

Samkvæmt Gavi þá er áætlað að um 475,000 börn, undir fimm ára aldri, hafi dáið af malaríu í Afríku árið 2021, sem gerir hana að stærsta banameini heimsálfunnar – en ekkert bóluefni hefur verið fáanlegt þar til nýlega. Bóluefni fyrir malaríu hefur verið í þróun undanfarin 18 ár. Alþjóða heilbrigðisstofnunin (WHO) samþykkti RTS,S bóluefnið fyrir víðtæka notkun árið 2021, eftir farsæla prufukeyrslu í Gana, Kenía og Malaví, þar sem um 1 milljón barna fékk bóluefnið. Þetta er fyrsta bóluefnið gegn malaríu sem WHO hefur samþykkt og önnur eru enn í þróun.

„Þetta langþráða nýja RTS,S bóluefni við malaríu mun hjálpa til við að vernda þúsundir ungra barna fyrir þessum banvæna sjúkdómi,“ sagði Gérald Caussé, yfirbiskup kirkjunnar. „Við erum þakklát fyrir að vera þátttakendur í þessu sögulega framtaki.“

RTS,S tekst á við Plasmodium falciparum, sem er banvænasti malaríusnýkillinn á jörðinni og sá algengasti í Afríku. RTS,S er fyrsta bóluefnið sem mælt er með gegn malaríu í börnum á svæðum þar sem smithætta er meðal há til alvarleg.

Heilbrigðisráðherra Gana og Síðari daga heilagur, Kwaku Agyeman-Manu, sagði að þetta bóluefni gegn malaríu gæti endað margra ára þjáningar í landinu vegna þessa „hræðilega sjúkdóms.“

„Í samfélögum víða í landi mínu, er fólk eftirvæntingafullt og þörfin er mikil,“ sagði hann.

„Í samfélögum víða í landi mínu, er fólk eftirvæntingafullt og þörfin er mikil,“ sagði hann. Kirkjan veitir leiðandi alþjóðlegum samstarfsaðilum bólusetninga fjárhagsaðstoð til að framleiða og afhenda bóluefni, fylgjast með sjúkdómum, bregðast við faröldrum, þjálfa heilbrigðisstarfsmenn og þróa áætlanir fyrir útrýmingu. Þetta framtak verður til þess að fleiri börn verða bólusett og færri deyja úr malaríu, mislingum, rauðum hundum, stífkrampa hjá verðandi mæðrum eða nýburum, taugaveiki, niðurgangi, lungnabólgu, gulusótt og öðrum sjúkdómum.

„Bólusetningarherferðir eru fjárfesting í mannlegri auðlegð,“ sagði heilbrigðisráðherra Sierra Leone, Austin Demby. „Þær bæta almannaheilsu, auka lífslíkur og vinnuframlag. Þær eru útborgun í fjárhagslegri velferð framtíðar.“

„Þessi langþráða herferð til að bólusetja börn við malaríu mun sannarlega bjarga lífum,“ sagði Aðalforseti Líknarfélagsins Camille N. Johnson. „Það er falleg leið til að hjálpa til við að veita líkn, eins og frelsarinn myndi gera.“

Mannúðarstarf Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu

Kirkja Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu léttir þjáningar, hvetur til sjálfsbjargar og veitir tækifæri til þjónustu í gegnum mannúðarstarf sitt. Kirkjan fylgir áminningu Jesú Krists um að fæða hina hungruðu, gefa hinum þyrstu að drekka, hýsa hinn ókunnuga, klæða hinn nakta og heimsækja hina veiku og þjáðu.

Mannúðarátak kirkjunnar er mögulegt fyrir örlát framlög og sjálfboðastarf Síðari daga heilagra og vina trúarinnar. Sjálfboðaliðar leggja fram meira en 6 milljón vinnustunda á hverju ári, til stuðnings velferðarverkefna.

Kirkjan styður líknar- og þróunarverkefni í meira en 190 löndum og landsvæðum og veitir aðstoð án tillits til kynþáttar, trúarbragða eða þjóðernis. Aðstoðin er byggð á grundvallarreglum persónulegrar ábyrgðar, samfélagsstuðnings, sjálfsbjargar og sjálfsþurftar.

Malaríubólusetningarátakið er að hluta til fjármagnað af Hjálparstofnun Síðari daga heilagra í Ástralíu.


Um Gavi, Samtök um bóluefni

Gavi eru alþjóðleg samtök sem voru sett á stofn til að bæta aðgang að nýjum og vannýttum bóluefnum fyrir börn sem búa í fátækustu löndum heims. Gavi hefur hjálpað til við að bólusetja nærri 1 milljarð barna frá árinu 2000 og kemur þannig í veg fyrir meira en 16 milljón framtíðardauðsföll.