Berlín, Þýskaland

Kirkja Jesú Krists útvegaði stærsta sjálfboðaliðahópinn á alþjóðlegum Sérstökum Ólympíuleikum 2023

Yfir 700 ungir fullorðnir buðu sig fram til sjálfboðastarfs gegnum styrktarþjónusturáðstefnu á Sérstökum Ólympíuleikum í Berlín

Yfir 700 ungir fullorðnir meðlimir og velunnarar Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu komu saman í Berlín allsstaðar frá Evrópu í síðustu viku á þjónusturáðstefnu, sem hafði sjálfboðastarf að miðpunkti á Sérstökum Ólympíuleikum 2023. Sem sjálfboðaliðar, var þeim einnig boðið að taka þátt í stóru opnunarhátíðinni á Ólympíuleikvanginum í Berlín, með um 50.000 áhorfendum.

Þjónusturáðstefnan hófst föstudaginn 16. júní 2023 og henni lauk sunnudaginn 25. júní. Þátttakendur ráðstefnunnar komu alls staðar að úr heiminum, flestir frá Evrópu, fulltrúar alls 48 landa.

Tveir ungir fullorðnir, Dan Winkler frá Þýskalandi og Tabita Aversa frá Brasilíu, voru hluti af skipulagshópi kirkjuráðstefnunnar. „Allir þættir þessarar ráðstefnu miðuðu að því að hjálpa öðrum,“ segir Tabita. „Aðaláætlun okkar var að hjálpa á Sérstökum Ólympíuleikum allan daginn og á kvöldin voru nokkur fleiri verkefni skipulögð af okkur,“ segir hún ennfremur. „Ég vona að allir hafi fundið fyrir kærleikanum sem Guð ber til allra barna sinna. Þessi elska hvatti mig til að hjálpa við þessa ráðstefnu og ég vona að öllum hafi liðið þannig á samverustundum okkar við að gera eitthvað gott fyrir aðra,“ segir Tabitar að lokum.

„Þessi ráðstefna var aðeins frábrugðin því sem við gerum venjulega, því hún snerist ekki bara um að skemmta okkur sjálfum, blanda geði eða vaxa andlega, heldur líka hvað við gætum gefið af tíma okkar, styrkleika og hæfileika til þjónustu annarra,“  segir Dan. „Sérstakir Ólympíuleikar eru þjónusta fyrir fólk í samfélagi okkar sem þarf sérstaklega á meiri stuðningi að halda. Það á óhægt um vik á ákveðnum sviðum, sem krefst meiri skuldbindingar, en við myndum venjulega leggja í slíkan viðburð,“ segir hann ennfremur. „Von mín er sú að allir þátttakendur finni fyrir þessum sérstaka þjónustuanda og deili honum með öðrum í heiminum. Þetta getur þá orðið eitthvað miklu stærra en bara góð minning um ráðstefnu, jafnvel hreyfing sem sameinar okkur, þvert á landamæri, með öllum í kringum okkur,“ segir Dan að lokum.

Kirkjan í Evrópu sá öllum ráðstefnuþáttakendum fyrir mat og félagsstarfi, sem eru meðlimir og velunnarar kirkjunnar, frá 18 til 35 ára. Samtökin Sérstakir Ólympíuleikar sáu um almenningssamgöngur, skutlþjónustu, sjálfboðaliðabúnað, þjálfun og verkefni fyrir yfir 21 sjálfboðaliðahlutverk. Sjálfboðaliðar gátu hvort heldur tekið þátt á fimm daga tímabili eða verið allan tímann.

„Samstarf við stóra hópa eins og kirkju Jesú Krists er góð reynsla, fyrir hópana og fyrir okkur,“ segir Oliver Büttel, sjálfboðaliðastjóri Sérstakra Ólympíuleika. „Hópar standa alltaf saman og eru hjálpsamir, vegna þess að þeir eru áreiðanlegir og traustverðugir. Þeir eiga stóran þátt í sjálfboðaliðaupplifuninni,“ segir Büttel ennfremur. „Við vonum að með hjálp kirkjunnar muni vitund um þátttöku í samfélaginu aukast, ekki aðeins vegna mikilvægis viðfangsefnisins sjálfs, heldur einnig vegna stærðar og þarfar þessa mikilvæga fjölíþróttaviðburðar.“

Til að skrá sig á þjónusturáðstefnu kirkjunnar, þurfa allir þátttakendur að skrá sig sem sjálfboðaliða á Sérstaka Ólympíuleika. Sjálfboðaliðavaktir voru hafðar yfir daginn, á átta opinberum vettvöngum ólympíuleikanna víðsvegar um Berlín. Á kvöldin stóð kirkjan fyrir félagsstarfi, þar á meðal dansleikjum og strandveislu, útibíói, karókí, námskeiðum, auk fjölmennrar guðsþjónustu á sunnudegi.

„Þetta er bara svo heilnæmt í heildina, sem kemur mér í svo gott skap,“ segir Samual Tessa, ungur fullorðinn sjálfboðaliði frá Frakklandi. „Á heildina litið er svo mikil jákvæðni í kringum okkur. Við erum bara að passa upp á hvert annað og það er það sem þetta snýst um,“ segir Tessa ennfremur.

Samstarfið við samtökin Sérstakir Ólympíuleikar varð að veruleika með einföldu starfi eldri trúboðahjóna kirkjunnar, sem þjóna í Berlín. Í Kirkju Jesú Krists geta meðlimir ýmissa aldurshópa boðið sig fram í fullt sjálfboðastarf á ýmsum sviðum innan- eða utanlands.

„Ég starfaði að atvinnu sem íþróttakennari fyrir börn með sérþarfir,“ segir Robert Swift, eldri trúboði frá Las Vegas. „Mig langaði að gera eitthvað álíka meðan ég var í trúboði mínu í Berlín og uppgötvaði á netinu að Sérstakir Ólympíuleikar sóttust eftir sjálfboðaliðum. Við sögðum þeim að við ættum margt ungt fullorðið fólk sem myndi elska að þjóna samfélaginu og vera sjálfboðaliðar á leikunum,“ segir Swift ennfremur.

Orðið barst fljótt út meðal ungs fólks í Evrópu og um allan heim og vakti löngun til að koma saman frá ýmsum löndum og menningu og hjálpa öðrum gegnum þetta þýðingarmikla framtak. Svæðisforsætisráð Evrópu ákvað að styrkja þessa einstöku þjónusturáðstefnu í kringum Sérstaka Ólympíuleika, til að gefa ungu fólki kost á að sýna Guði elsku með því að hjálpa öðrum og efla tilfinningu einingar og samstöðu.

„Þetta er í fyrsta skipti sem ég sé svona stóran hóp ungs fullorðins fólks gera eitthvað svona gott, svona skemmtilegt og svona öflugt, ekki bara sem kirkja, heldur opið heiminum, með og fyrir samfélagið,“ segir öldungur De Feo, forseti Mið-Evrópusvæðis kirkjunnar. „Þetta er eitthvað sem við ættum að gera meira og meira af í framtíðinni,“ segir hann ennfremur. „Þegar við þjónum í samfélaginu, veitum við hjálp, eins og Jesús Kristur gerði, og því finnum við að við getum orðið líkari honum og eðli okkar er breytt.“

Þegar öldungur De Feo er spurður um væntingar sínar til annarra svæða í Evrópu varðandi að hjálpa öðrum, segir hann: „Ég held að við ættum að láta orðið berast og tilfinningunna um að hjálpa öðrum, til að vekja meira af þessum jákvæðu tilfinningum hjá öðrum. Það mun verða andlegur skriðþungi, þar sem margir fleiri munu hafa löngun til að hjálpa öðrum. Þegar við komum saman og höldum áfram að gera gott, getum við gert frábæra hluti,“ segir öldungur De Feo að lokum.

Hinir alþjóðlegu Sérstöku Ólympíuleikar eru stærsti íþróttaviðburður heimsins, með þátttöku allra, en um 7.000 íþróttamenn með fötlun keppa í 26 greinum. Yfir 12.000 sjálfboðaliðar víðsvegar að úr heiminum aðstoðuðu við leikana í ár.