Kirkja Jesú Krists tilkynnir að 55 nýjum trúboðssvæðum verði bætt við árið 2026

Hin nýju trúboðssvæði munu hjálpa við að koma á móts við vaxandi fjölda trúboða og samtals verða 506 trúboð um allan heim

Kirkja Jesú Krists tilkynnir að 55 nýjum trúboðssvæðum verði bætt við árið 2026

Á sama tíma og sífellt fleiri ungir meðlimir Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu velja að þjóna í fastatrúboði, tilkynnir kirkjan áætlanir um að stofna 55 trúboð til viðbótar, sem tekur gildi 1. júlí 2026. Hin nýju trúboðssvæði munu hjálpa við að koma á móts við vaxandi fjölda trúboða sem þegar hafa verið kallaðir og gera trúboðum kleift að styðja betur við aukinn fjölda safnaða um allan heim.

Þessi 55 nýju trúboðssvæði, sem verða stofnuð með aðlögun svæðismarka núverandi trúboðssvæða, munu færa fjölda trúboða kirkjunnar um allan heim upp í 506.

Á sama tíma og sífellt fleiri ungir meðlimir Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu velja að þjóna í fastatrúboði, tilkynnir kirkjan áætlanir um að stofna 55 trúboð til viðbótar, sem tekur gildi 1. júlí 2026. Hin nýju trúboðssvæði munu hjálpa við að koma á móts við vaxandi fjölda trúboða sem þegar hafa verið kallaðir og gera trúboðum kleift að styðja betur við aukinn fjölda safnaða um allan heim. Þessi 55 nýju trúboðssvæði, sem verða stofnuð með aðlögun svæðismarka núverandi trúboðssvæða, munu færa fjölda trúboða kirkjunnar um allan heim upp í 506.

„Það er hrífandi að sjá hversu margir ungir kirkjumeðlimir halda áfram að svara kallinu um að miðla fagnaðarerindi Jesú Krists um allan heim,” sagði Dallin H. Oaks forseti, forseti Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu. „Þessir trúboðar eru að hjálpa við að blessa líf hundruð þúsunda einstaklinga á hverju ári sem velja að láta skírast í kirkju Drottins.”

Fjöldi ungra kennslu- og þjónustutrúboða og eldri trúboða hefur farið úr rúmlega 65.000 í lok árs 2022 í næstum 72.000 í lok árs 2023 og er nú meiri en 84.000. Þeir þjóna í meira en 150 löndum og kenna á yfir 60 tungumálum.

„Það er blessun að sjá hvernig hver trúboði gefur af sér til þeirra einstaklinga sem þeir kenna og þjóna, er þeir miðla boðskap hins endurreista fagnaðarerindis Jesú Krists,” sagði öldungur Quentin L. Cook í Tólfpostulasveitinni, sem er formaður trúboðsframkvæmdanefndar kirkjunnar. „Þessi viðbótartrúboðssvæði hjálpa við að jafna fjölda trúboða á hverju trúboðssvæði, gera trúboðsleiðtogum kleift að styðja betur við og kenna trúboðunum sem þeir leiða,” sagði hann.

Hin nýju trúboðssvæði verða stofnuð á eftirtöldum stöðum og flokkuð í sérstök stjórnsýslusvið kirkjunnar í stafrófsröð.

Trúboðar í Tævan.
Trúboðar í Tævan.

Mið-Afríka

1. Austur-Kongó, Norður-Kinshasa

2. Austur-Kongó, Mwene-Ditu

3. Kenýa, Kisumu

4. Úganda, Austur-Kampala

Suður-Afríka

5. Angóla, Norður-Luanda

6. Malaví, Lilongwe

7. Mósambík, Nampula

8. Suður-Afríka, Austur-London

9. Simbabve, Vestur-Harare

Vestur-Afríka

10. Fílabeinsströndin, Suður-Abidjan

11. Fílabeinsströndin, Daloa

12. Gana, Suður-Accra

13. Gana, Sunyani

14. Líbería, Vestur-Monrovia

15. Senegal, Dakar

16. Tógó, Lomé

Norður-Asía

17.Mongólía, Vestur-Ulaanbaatar

Brasilía

18. Brasilía, Guarulhos

19. Brasilía, Sao Bernardo

20. Brasilía, Sorocaba

Kanada

21. Kanada, Halifax

22. Kanada, Austur-Toronto

Mið-Evrópa

23. Frakkland, Suður-París

24. Grikkland, Aþena

25. Spánn, Austur-Madrid

Norður-Evrópa

26. Grænhöfðaeyjar, Mindelo

Mexíkó

27. Mexíkó, Tula

Kyrrahafseyjar

28. Ástralía, Suður-Brisbane

29. Papúa, Nýja-Gínea, Daru

30. Papúa Nýja Gínea, Madang

31. Samóaeyja, Austur-Apia

32. Salómonseyjar, Honiara

Filippseyjar

33. Filippseyjar, Lingayen

34. Filippseyjar, Lipa

35. Filippseyjar, Ormoc

36. Filippseyjar, Ozamiz

37. Filippseyjar, Puerto Princesa

Norðvesturhluti Suður-Ameríku

38. Perú, Norðvestur-Líma

39. Perú, Tacna

Suðurhluti Suður-Ameríku

40. Paragvæ, Suður-Asunción

41. Úrúgvæ, Salto

Miðhluti Bandaríkjanna

42. Missouri, Kansasborg

43. Wyoming, Cheyenne

Norðausturhluti Bandaríkjanna

44. Indiana, Fort Wayne

45. Virginía, Norfolk

Suðausturhluti Bandaríkjanna

46. Mississippi, Jackson

Suðvesturhluti, Bandaríkjanna

47. Arisóna, Austur-Phoenix

48. Oklahoma, Tulsa

49. Texas, Norður-Dallas

50. Texas, Norður-Houston

51. Texas, Suður-San Antonio

Vesturhluti Bandaríkjanna

52. Kalifornía, Oceanside

53 Kalifornía, Ontario

54 Kalifornía, Victorville

55 Idaho, Coeur d'Alene