Kirkja Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu gaf út dagatal útsendinga og lykilviðburði kirkjunnar fyrir árið 2026 (taldir upp hér að neðan) fimmtudaginn 30. október 2025.
Á þessum lista eru m.a. viðburðir kirkjunnar sem sendir eru út, dagsetningar þegar myndbönd og efni kirkjunnar fyrir ungmenni og börn verða aðgengileg og aðrar áminningar til að hjálpa leiðtogum að skipuleggja uppákomur og viðburði á svæðinu.
Upplýsingar um viðburði og útsendingar eru einnig fáanlegar á netinu á events.ChurchofJesusChrist.org, á svæðisfréttastofum og í dagatali kirkjunnar á calendar.ChurchofJesusChrist.org og í símaforritinu Member Tools.
Svæðis-, stiku- og deildarleiðtogum er boðið að skoða dagskrána og íhuga í bænaranda hvernig og hvenær nota skal þessi úrræði til að blessa líf þeirra sem falla undir ráðsmennsku þeirra.
Eftirfarandi listi tilgreinir útsendingar þar sem þörf er á skipulagi og samfundum á heimasvæði til að styðja við efnið sem koma mun frá höfuðstöðvum kirkjunnar. Athugið einnig fyrirhugaða áhorfendahópa fyrir hverja útsendingu og starfið með viðeigandi stiku- og deildarsamtökum við að skipuleggja viðburðina.
Svæðis-, stiku og deildarviðburðir eru mikilvægir og staðarleiðtogar skilja best þarfir þeirra sem eru í þeirra umsjá. Hafa ætti þessar þarfir í huga þegar ákveðið er hvenær og hvernig nota skal þessi úrræði til stuðnings við að elska, kenna og þjóna eins og frelsarinn gerði.
Dagatal útsendinga og lykilviðburða kirkjunnar á heimsvísu fyrir 2026
Janúar
18. JANÚAR
„Gakk með mér“ Umræðufundur fyrir unglinga um allan heim
Þetta myndband mun bjóða upp á kirkjuleiðtoga, ungmenni og tónlist til að hjálpa ungu fólki að skilja betur þema ársins: „Gakk með mér“ (HDP Móse 6:34). Það má nota á sunnudagsfundum eða sem hluta af vikulegum viðburðum.
Markhópur: Ungmenni og leiðtogar ungmenna
Febrúar
1. FEBRÚAR | VIÐBURÐUR Í ÚTSENDINGU
Trúarsamkoma fyrir ungt fullorðið fólk um allan heim
Ungu fullorðnu fólki víða um heim er boðið að koma saman 1. febrúar í svæðiseiningum eða á samkomum trúarskóla eldri deildar í vikunni, til að horfa á trúarsamkomuna. Þessi útsending er í tilefni af 100 ára afmæli trúarskóla eldri deildar.
(Bein útsending verður klukkan 18:00 að Fjallatíma eða eftir óskum.)
Markhópur: Ungt fullorðið fólk á aldrinum 18–35 ára
Mars
5. MARS | VIÐBURÐUR Í ÚTSENDINGU
Leiðbeiningar fyrir leiðtoga musteris- og ættarsögustarfs
Þessi 30 mínútna upptaka með þjálfun frá postulunum, hjálpar staðarráðum og leiðtogum að skilja ábyrgð sína í musteris- og ættarsögustarfi við að sameina fjölskyldur um eilífð. Umræðuleiðbeiningar verða veittar til að aðstoða leiðtoga við að innleiða reglurnar á svæðinu.
Markhópur: Stiku- og deildarráð og þeir sem hafa musteris- og ættarsöguábyrgð
5.–7. MARS | VIÐBURÐUR Í ÚTSENDINGU
Öllum er boðið á þessa hátíð fjölskyldutengsla á RootsTech.org. Þátttakendur munu læra hvernig sameina á fjölskyldur um eilífð og uppgötva fjölskyldusögur sínar.
(Beinar útsendingar og upptökur verða fáanlegar frá og með 5. mars.)
Markhópur: Allir meðlimir og vinir
7. MARS | VIÐBURÐUR Í ÚTSENDINGU
Fjölskylduuppgötvunardagur
Öllum meðlimum er boðið að hlýða á postula í útsendingu þar sem fjölskylduuppgötvun er fagnað og því að fjölskyldur séu sameinaðar um eilífð.
(Bein útsending, 13:30 að Fjallatíma eða eftir óskum)
Markhópur: Allir meðlimir
8. MARS | VIÐBURÐUR Í ÚTSENDINGU
Trúarsamkoma Líknarfélagsins um allan heim
Þessa kirkjuútsendingu má nota á staðarsamkomum kvenna til að fagna Líknarfélaginu og miðla vitnisburðum. Frekari upplýsingum um úrræði og framboð þeirra verður miðlað í byrjun árs 2026.
Markhópur: Allar konur 18 ára og eldri
10. MARS
2025 Annast hina þurfandi: Ársskýrsla 2025
Þessi ársskýrsla verður gefin út á ChurchofJesusChrist.org og útskýrir hvernig kirkjan hefur notað tíund og önnur framlög til að blessa líf einstaklinga og fjölskyldna um allan heim.
Markhópur: Allir meðlimir og vinir
29. MARS
Pálmasunnudagur
Öllum er boðið að tilbiðja með okkur í upphafi þessarar dymbilviku. Sakramentissamkomur ættu að hafa friðþægingu og upprisu Jesú Krists í fyrirrúmi.
Markhópur: Allir meðlimir og vinir
29. MARS–5. APRÍL
Dymbilvika
Í dymbilvikunni er öllum sérstaklega boðið að hugleiða friðþægingu Jesú Krists og aukinn kærleika hans, er við búum okkur undir að minnast upprisu hans á páskadegi. Að koma á kristilegum páskahefðum, gæti falið í sér að nota námsefni dymbilvikunnar og bjóða vinum og fjölskyldu að taka þátt í pálmasunnudags- og páskatilbeiðslu.
Markhópur: Allir meðlimir og vinir
Apríl
4.–5. APRÍL | VIÐBURÐUR Í ÚTSENDINGU
Öllum er boðið að hlýða á spámenn, postula og kirkjuleiðtoga í beinni útsendingu þessarar fyrri ráðstefnu Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu.
(Beinar útsendingar 4. apríl eru sendar út klukkan 10:00, 14: 00 og 18: 00 að Fjallatíma. Beinar útsendingar 5. apríl eru sendar út klukkan 10:00 og 14:00 að Fjallatíma. Einnig er hægt að fylgjast með fundum eftir óskum.)
Markhópur: Allir meðlimir og vinir
Maí
3. MAÍ | VIÐBURÐUR Í ÚTSENDINGU
Trúarsamkoma fyrir ungt fullorðið fólk um allan heim
Ungu fullorðnu fólki um allan heim er boðið að koma saman til að hlýða á leiðsögn kirkjuleiðtoga sem sérstaklega er ætluð þeim.
(Bein útsending kl. 18:00 að Fjallatíma eða eftir óskum.)
Markhópur: Ungt fullorðið fólk á aldrinum 18–35 ára
24. MAÍ
Þetta myndband má nota heima við eða sem efni fyrir Barnafélagsviðburð eða sunnudagslexíu, til að hjálpa börnum að skilja betur fagnaðarerindi Jesú Krists.
Markhópur: Börn á Barnafélagsaldri, leiðtogar þeirra, kennarar og foreldrar
Júní
11.–12. JÚNÍ | VIÐBURÐUR Í ÚTSENDINGU
Útsending þessi veitir leiðsögn um hvernig bæta megi kennslu til að stuðla að sterkari trú á himneskan föður og Jesú Krist.
(Horft á í beinni útsendingu eða eftir óskum.)
Markhópur: Trúarkennarar og trúarskólakennarar
Ágúst
ÁGÚST
Hátíð 2026: Gakk með mér – Tónlistarsamkoma
Leiðtogar ungmenna geta notað tiltæk gögn til að bjóða upp á sérstakar trúarsamkomur, staðlakvöld, námsbekki á fimmta sunnudegi eða aðra viðburði. Tilgangur þessarar hátíðar er að nota helga tónlist til að styrkja trú og vitnisburð á Jesú Krist og skapa tilfinningu þess að tilheyra.
Markhópur: Ungmenni og leiðtogar ungmenna
ÁGÚST
Áhersla á að bjóða öllum að taka á móti fagnaðarerindinu
Öllum er boðið að nýta úrræði kirkjunnar til að elska, miðla og bjóða eins og frelsarinn gerði.
Markhópur: Allir meðlimir
September
14. SEPTEMBER
Þetta myndband má nota heima hjá sér eða sem efni fyrir Barnafélagsviðburð eða sunnudagslexíu, til að hjálpa börnum að skilja betur fagnaðarerindi Jesú Krists.
Marhópur: Börn á Barnafélagsaldri, leiðtogar þeirra, kennarar og foreldrar
Október
3.–4. OKTÓBER | VIÐBURÐUR Í ÚTSENDINGU
Öllum er boðið að hlýða á spámenn, postula og kirkjuleiðtoga í beinni útsendingu þessarar síðari ráðstefnu Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu.
(Beinar útsendingar 3. október eru sendar út klukkan 10:00, 14: 00 og 18:00 að Fjallatíma. Beinar útsendingar 4. október eru sendar út klukkan 10:00 og 14:00 að Fjallatíma. Allir ráðstefnuhlutar verða fáanlegir eftir óskum.)
Markhópur: Allir meðlimir og vinir
Nóvember
1. NÓVEMBER | VIÐBURÐUR Í ÚTSENDINGU
Trúarsamkoma fyrir ungt fullorðið fólk um allan heim
Ungu fullorðnu fólki um allan heim er boðið að koma saman til að hlýða á leiðsögn kirkjuleiðtoga sem sérstaklega er ætluð þeim.
(Horfið í beinni útsendingu klukkan 18:00 að Fjallatíma eða eftir óskum.)
Markhópur: Ungt fullorðið fólk á aldrinum 18–35 ára
NÓVEMBER | VIÐBURÐUR Í ÚTSENDINGU
Luz de Las Naciones
Þessi hátíð menningar og trúar Rómönsku Ameríku, sýnir hnattrænt eðli trúar Síðari daga heilagra og tenginguna við Jesú Krist.
Markhópur: Spænskumælandi meðlimir og vinir á Utah-svæðinu (áhorf í sal) og stafræn þátttaka um allan heim
Desember
6. DESEMBER | VIÐBURÐUR Í ÚTSENDINGU
Jólasamkoma Æðsta forsætisráðsins
Æðsta forsætisráðið býður aðalvaldhöfum og aðalembættismönnum að tala á þessari trúarsamkomu sem einblínir á fæðingu Jesú Krists í upphafi jólahátíðar.
Markhópur: Allir meðlimir og vinir
20. DESEMBER
Einungis sakramentissamkoma
Æðsta forsætisráðið hefur boðið öllum deildum og greinum að halda sérstaka einnar klukkustundar sakramentissamkomu sunnudaginn fyrir jól, sem einblínir á fæðingu frelsarans. Ræður og tónlist ættu að snúast um frelsarann. Öllum er velkomið að tilbiðja með okkur.
Markhópur: Allir meðlimir og vinir