Kirkjan eykur við leiðtogahlutverk hinnar uppvaxandi kynslóðar í Evrópu

Yfir fimmtíu ungir fullorðnir einstaklingar hafa verið kallaðir sem ráðgjafar uppvaxandi kynslóðar í Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu á Evrópusvæðinu, þar af átta sem svæðisráðgjafar.

 

Leiðtogar uppvaxandi kynslóðar

Ráðgjafar uppvaxandi kynslóðar munu, undir leiðsögn svæðisforsætisráðsins, ráðgast við staðarleiðtoga kirkjunnar og setja fram sjónarmið ungmenna, ungs fullorðins fólks og trúboða á leiðtogafundum. Þeir munu, ásamt öðru ungu fullorðnu fólki, eiga samvinnu við fastatrúboða og leiðbeina ungu fólki á sáttmálsveginum.


„Að njóta þeirra forréttinda að vera kallaður til þjónustu fyrir hina uppvaxandi kynslóð og leita hugmynda til að hjálpa þessari kynslóð að ná öllum sínum möguleikum í lifandi kirkju, er einstakt.“


„Okkar uppvaxandi kynslóð kemur fram með ný sjónarmið og glæðir lífið krafti. Hæfileikar hennar, hugmyndir, skoðanir og lífskraftur auðga kirkjuna og hvetur og hrífur einstaklinga, samfélög og samtök um gjörvalla Evrópu,“ sagði öldungur Erich W. Kopischke, fyrsti ráðgjafi í forsætisráði Evrópusvæðisins.

 

Þessi nýju hlutverk undirstrika boð Nelsons forseta um að hin uppvaxandi kynslóð gegni mikilvægu hlutverki í því að safna saman Ísrael og hraða starfi sáluhjálpar, til að tengja, styðja og leiðbeina ungu fólki hvarvetna á Evrópusvæðinu.

 

„Að njóta þeirra forréttinda að vera kallaður til þjónustu fyrir hina uppvaxandi kynslóð og leita hugmynda til að hjálpa þessari kynslóð að ná öllum sínum möguleikum í lifandi kirkju, er einstakt,“ sagði Daniel Pail, ráðgjafi uppvaxandi kynslóðar, frá Vínarborg, Austurríki.

 

Stjórnsýsla kirkjunnar fer fram í söfnuðum sem kallast deildir og greinar, á stærri svæðum margra söfnuða, sem kallast stikur og umdæmi, á enn stærri svæðum margra landa og í heimslægri stjórn í höfuðstöðvunum í Salt Lake City í Utah-fylki Bandaríkjanna. Hlutverk ráðgjafa uppvaxandi kynslóðar eykur við leiðtogahlutverk ungs fullorðins fólks á svæði þess og byggir á þeirri venju að allir aldurshópar þjóni einhuga saman í ráðum og nefndum á öllum stigum kirkjunnar.


Til að læra meira um hugsjón uppvaxandi kynslóðar, horfið þá á trúarsamkomu Nelsons forseta fyrir ungt fullorðið fólk: Becoming True Millennials og trúarsamkoma fyrir ungmenni: Hope of Israel.