Kirkjan eykur við leiðtogahlutverk kvenna í Evrópu

Nýrri stöðu hefur verið bætt við skipurit Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu í Evrópu sem kveður á um konur veiti safnaðarleiðtogum leiðsögn og taki þátt í leiðtogaráðum. Ann-Mari Lindberg, Sibylle Fingerle, Leticia dos Santos Rudloff, Ghislaine Simonet, Julia Wondra og Traci De Marco eru fyrstar til að vera kallaðar sem ráðgjafar svæðissamtaka á Evrópusvæðinu.

„Ég finn að þessi köllun er mjög áríðandi, vel tímasett og henni fylgir mikil auðmýkt og ég get ekki beðið eftir að sjá hvernig Drottinn mun nota mig við að aðstoða samtök, fjölskyldur og fólk í kirkjunni,“ sagði Ann-Mari Lindberg frá Dyssegard í Danmörku.

Ráðgjafar svæðissamtaka munu veita kirkjuleiðtogum leiðsögn og miðla sjónarhorni kvenna á mismunandi stigum kirkjuráða. Þær munu einnig vera fulltrúar Barnafélags, Stúlknafélags, og Líknarfélags í þjónustu sinni.

„Í köllun minni finn ég hve mikið Drottinn elskar okkur systurnar, því hann tekur okkur alvarlega og saman getum við unnið að því sem snýr að konum í endurlausnarverkinu,“ segir Sibylle Fingerle frá Usingen í Þýskalandi. „Ég finn einnig fyrir því boði að við sem systur verðum að nota og auka hæfileika okkar, því að Drottinn þarfnast okkar.“

„Konur eru verndarar stofnunar fjölskyldunnar, bakhjarlar samfélagsins og einnig kirkjunnar, svo það eru forréttindi að vera hluti af þessari stórkostlegu breytingu sem mun vafalaust hraða verki Drottins á þessum síðari dögum“, sagði Leticia dos Santos Rudloff frá Mostoles á Spáni. „Okkur öllum, körlum og konum, ungum sem öldnum, burt séð frá kynþætti og menningarbakgrunni, er boðið að fylgja Kristi og vinna saman í víngarði Drottins.“

Ghislaine Simonet frá Arnes í Frakklandi bætti við: „Ég er spennt yfir því að þjóna og hjálpa til við að styrkja samtökin og fjölskyldur í frönskumælandi Evrópu og Ítalíu í þessari köllun.“ 

Stjórnunarstarf kirkjunnar fer fram í staðarsöfnuðum sem kallast  deildir og greinar, svæðissöfnuðum sem kallast stikur og umdæmi, á stærri landfræðilegumsvæðum og í heimsyfirstjórnum í aðalstöðvum kirkjunnar í Salt Lake City í bandaríska ríkinu Utah. Staða ráðgjafa svæðissamtaka eykur við leiðtogahlutverk kvenna á svæðinu og byggir á samstilltu samstarfi kvenna og karla í ráðum og nefndum á öðrum stigum.

„Ég gleðst af öllu hjarta yfir því að fá að þjóna Drottni okkar, Jesú Kristi, með systrunum í Evrópu“, sagði Julia Wondra frá Vín í Austurríki. „Ég vona að við getum hjálpað systrunum að skynja elsku Drottins og sjá hvernig hann liðsinnir þeim á tíma erfiðleika eða áskoranna,“ sagði Traci De Marco frá Olney í Bretlandi. „Við erum svo blessaðar að fá að taka þátt í þessu mikla verki á þessum tíma og ég bið þess að Drottinn muni innblása, hugga og styrkja okkur er við vinnum þetta verk.“

Æðsta forsætisráð kirkjunnar, sem er skipað af forseta kirkjunnar og tveimur ráðgjöfum hans, samþykkti myndun hinnar nýju stöðu fyrir svæði utan Bandaríkjanna og Kanada. Svæðisforsætisráðum er heimilt að kalla konur í þessa stöðu ráðgjafa svæðissamtaka að eigin vild.

Evrópusvæðið samanstendur af rúmlega 40 löndum, Í norðri nær það yfir Norðurlöndin og allt frá þeim suður að Spáni og Grænhöfðaeyjum.

Systurleiðtogar
Nýlega kallaðir systurráðgjafar evrópusvæðisins Ann-Mari Lindberg, Sibylle Fingerle, Leticia dos Santos Rudloff, Ghislaine Simonet, Julia Wondra og Traci De Marco