Salt Lake City, Utah

Kirkjan fagnar 10 ára samstarfi við UNICEF

Leiðtogar UNICEF í Bandaríkjunum skoða starfsstöðvar mannúðarstarfs kirkjunnar í Salt Lake City

Leiðtogar frá UNICEF í Bandaríkjunum skoða starfsstöðvar mannúðarstarfs Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu í Salt Lake City, Utah, fimmtudaginn 12. janúar 2023. UNICEF og kirkjan fagna tíu ára samstarfi við að hjálpa þurfandi börnum um allan heim.

Háttsettir leiðtogar og Velferðar- og sjálfsbjargarþjónustudeild kirkjunnar tóku á móti sendinefndinni í höfuðstöðvum kirkjunnar. Kvöldverður var snæddur við musteristorgið á miðvikudagskvöldi, með öldungi Gary E. Stevenson, í Tólfpostulasveitinni, Gérald Caussé Yfirbiskupi og aðalforseta Líknarfélagsins, Camillu N. Johnson, ásamt Blaine R. Maxfield, framkvæmdastjóra Velferðar- og sjálfsbjargarþjónustunnar.

Gérald Caussé biskup, Yfirbiskup Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu, heilsar fulltrúum UNICEF í Bandaríkjunum og öðrum gestum í heimsókn þeirra til höfuðstöðva kirkjunnar í Salt Lake City, Utah, fimmtudaginn 12. janúar 2023.
Gérald Caussé biskup, Yfirbiskup Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu, heilsar fulltrúum UNICEF í Bandaríkjunum og öðrum gestum í heimsókn þeirra til höfuðstöðva kirkjunnar í Salt Lake City, Utah, fimmtudaginn 12. janúar 2023.

„Við erum þakklát fyrir langvarandi samstarf með UNICEF í Bandaríkjunum. Starf þess við að annast berskjölduð börn og fjölskyldur þeirra víða um heim, er í samræmi við heimslægar áherslur kirkjunnar um næringu ungra barna. Við leggjum okkur fram við að fylgja áminningu Krists um að elska og þjóna náunga okkar,“ sagði Caussé biskup.

„Við njótum þess að eiga samstarf við UNICEF í Bandaríkjunum, til að stuðla að betri næringu og heilsu barna,“ sagði Johnson forseti.

„Ég er gjörsamlega agndofa yfir öllu sem við höfum séð,“ sagði Michael Nyenhuis, forseti og framkvæmdastjóri UNICEF í Bandaríkjunum, í sinni fyrstu heimsókn til Salt Lake City. Nyenhuis hefur aðsetur í New York-borg. „Þið eruð ekki einungis góðgerðarfólk. Þið eruð raunverulega kölluð til verksins og ég tel að sú köllun sem trúað fólk hefur til þessa verks, geri það staðfastara,“ sagði Nyenhuis.

Leiðtogar UNICEF í Bandaríkjunum, ásamt fulltrúa mannúðarstarfs kirkjunnar, standa fyrir framan Kristsstyttu sem er til sýnis í Ráðstefnuhöllinni í Salt Lake City, Utah, fimmtudaginn 12. janúar 2023. Á mynd frá vinstri til hægri: Robert Hokanson, yfirmaður Mannúðarþjónustunnar; Sharon Eubank, forstjóri Mannúðarþjónustunnar; Michael Nyenhuis, forseti og framkvæmdastjóri UNICEF í Bandaríkjunum; Rachel Steinberg, forstjóri UNICEF í Bandaríkjunum; og Sarah Callaway, aðstoðarforstjóri UNICEF í Bandaríkjunum.
Leiðtogar UNICEF í Bandaríkjunum, ásamt fulltrúa mannúðarstarfs kirkjunnar, standa fyrir framan Kristsstyttu sem er til sýnis í Ráðstefnuhöllinni í Salt Lake City, Utah, fimmtudaginn 12. janúar 2023. Á mynd frá vinstri til hægri: Robert Hokanson, yfirmaður Mannúðarþjónustunnar; Sharon Eubank, forstjóri Mannúðarþjónustunnar; Michael Nyenhuis, forseti og framkvæmdastjóri UNICEF í Bandaríkjunum; Rachel Steinberg, forstjóri UNICEF í Bandaríkjunum; og Sarah Callaway, aðstoðarforstjóri UNICEF í Bandaríkjunum.

Sharon Eubank, forstjóri mannúðarþjónustu kirkjunnar um allan heim, fór fyrir skoðunarferð leiðtoga UNICEF í Bandaríkjunum um Mannúðarmiðstöðina og Velferðartorgið.

„Ég vona að þið berið kennsl á þrennt,“ sagði systir Eubank við hópinn. „Ég vona að þið sjáið ummerki um fólk sem reynir að virkja trú sína á Jesú Krist á hagnýtan hátt. Ég vona að þið sjáið lotningu fyrir reisn hinnar mannlegu sálar, alls fólks, sama hvaða trú, hefð eða pólitísku skoðun það aðhyllist. Ég vona líka að þið komið auga á að það viðhorf að þjóna af fúsum vilja, án greiðslu, sé gott fyrir samfélagskerfið og að það sé gott fyrir sálina.“

Leiðtogar UNICEF í Bandaríkjunum áttu líka fund á musteristorginu með Yfirbiskupsráði kirkjunnar.

„Ég tel að við höfum möguleika á að starfa mjög skilvirkt með kirkjunni á nokkrum sviðum, eitt þeirra er á sviði bólusetninga,“ útskýrði Nyenhuis. „Svo er það á sviði næringar. Við sjáum gríðarlegan næringarskort hjá börnum alls staðar í heiminum.“

Starfsmaður flokkar fatnað sem gefinn var til fjölskyldna í neyð í Mannúðarmiðstöð Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu í Salt Lake City, Utah, fimmtudaginn 12. janúar 2023.
Starfsmaður flokkar fatnað sem gefinn var til fjölskyldna í neyð í Mannúðarmiðstöð Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu í Salt Lake City, Utah, fimmtudaginn 12. janúar 2023.

Samstarfssaga

Árið 2013 veitti kirkja Jesú Krists UNICEF í Jórdaníu stuðning með bólusetningum. Árið 2014 gekk kirkjan í bandalag samstarfsaðila til að styðja við verkefni sem vinna að útrýmingu stífkrampa hjá verðandi mæðrum og nýburum.

Stuðningur kirkjunnar hefur náð til 10 milljóna kvenna með bólusetningu sem verndar þær og nýbura gegn stífkrampa og hefur átt þátt í að fækka álagslöndum úr 50 í 12.

Fyrsta neyðarsamstarfið var árið 2015, þar sem flóttafólki í Evrópu var veitt aðstoð. Yfir 115.000 börnum hefur verið liðsinnt með samstarfinu Learning for Life, sem hófst 2018 í Austur-Kongó, Keníu, Súdan og Úganda. Árið 2021 tók kirkjan þátt í heimslægu dreifingarátaki fyrir Kóvid-19 bólusetningar.

„Við höfum sent 1,8 milljarð bólusetningarskammta um allan heim frá því og hjálpað við að takmarka Kóvid-faraldurinn, svo betur sé hægt að hafa hemil á honum,“ sagði Nyenhuis.

Að auki tók kirkjan þátt í heimslægu verkefni UNICEF á síðasta ári, No Time to Waste, til að spornar gegn og meðhöndla vannæringu barna.

Starfsfólk á Velferðartorgi undirbýr dreifingu á eplamaukskrukkum til hinna þurfandi í Salt Lake City, Utah, fimmtudaginn 12. janúar 2023.
Starfsfólk á Velferðartorgi undirbýr dreifingu á eplamaukskrukkum til hinna þurfandi í Salt Lake City, Utah, fimmtudaginn 12. janúar 2023.

„Þetta heimsverkefni er sérstaklega í samhljómi við ætlunarverk Líknarfélags kirkjunnar, um að líkna þjáðum, þar á meðal börnum sem líða næringarskort,“ sagði Johnson forseti. „Við tjáum börnum um allan heim elsku okkar og erum staðföst í því verki að útrýma lífshættulegri vannæringu og veita ungum börnum heilbrigðara, gleðiríkara líf.“

„Það er enginn betri en UNICEF í því að komast á erfiðustu staðina og dvelja þar sem lengst, til að ganga úr skugga um að berskjölduð börn hafi aðgang að því sem þau þurfa,“ bætti systir Eubank við. „Á stöðum þar sem kirkjan er ekki með söfnuði, skrifstofur eða vörubíla, er UNICEF til staðar og hefur einsett sér að dvelja þar áfram. Ég tel að við höfum séð áhrif þess.“

„Ég sá í dag að kirkjan lifir eftir því ætlunarverki sínu, sem Jesús gaf, um að vera hendur hans og fætur í eigin samfélagi og einnig um heim allan,“ sagði Nyenhuis að lokum.

„Það er forgangsatriði fyrir kirkjuna að veita líkn með því að sporna gegn vaxandi hungri og vannæringu um allan heim,“ sagði Maxfield. „Framlag okkar og samstarf við UNICEF í Bandaríkjunum hjálpar berskjaldaðasta hóp barna og mæðra um heim allan.“

Korngeymsluturn á Velferðartorgi Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu í Salt Lake City, Utah, fimmtudaginn 12. janúar 2023.
Korngeymsluturn á Velferðartorgi Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu í Salt Lake City, Utah, fimmtudaginn 12. janúar 2023.