Róm, Ítalíu, 14. September 2022.

Kirkjan gefur 32 milljónir Bandaríkjadala til matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna

Kirkja Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu gefur 32 milljónir Bandaríkjadala til matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna

p0

Kirkja Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu hefur gefið matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (World Food Programme) 32 milljónir Bandaríkjadala – stærsta framlag sem trúfélagið hefur gefið í einu til mannúðarsamtaka – til að hjálpa í baráttunni við það sem matvælaáætlunin kallar „hamfarahungursneið [seismic hunger crisis].“

L. Todd Budge biskup, í Yfirbiskupsráðinu, heimsótti höfuðstöðvar matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna í Róm á miðvikudag og kynnti framlagið fyrir Barron Segar, forseta og framkvæmdastjóra Bandaríkjadeildar matvælaáætlunarinnar, og Ute Klamert, staðgengils framkvæmdastjóra Samstarfs og Stuðnings.

L. Todd Budge biskup, í Yfirbiskupsráðinu (til hægri), heimsótti höfuðstöðvar matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna í Róm miðvikudaginn 14. september 2022 og kynnti framlag 32 milljón Bandaríkjadala fyrir Barron Segar, forseta og framkvæmdastjóra Bandaríkjadeildar matvælaáætlunarinnar (til vinstri), og Ute Klamert, staðgengils framkvæmdastjóra Samstarfs og Stuðnings (fyrir miðju).
L. Todd Budge biskup, í Yfirbiskupsráðinu (til hægri), heimsótti höfuðstöðvar matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna í Róm miðvikudaginn 14. september 2022 og kynnti framlag 32 milljón Bandaríkjadala fyrir Barron Segar, forseta og framkvæmdastjóra Bandaríkjadeildar matvælaáætlunarinnar (til vinstri), og Ute Klamert, staðgengils framkvæmdastjóra Samstarfs og Stuðnings (fyrir miðju).

„Við erum afar þakklát fyrir samstarfið við matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna, því við vitum að hún mun sjá þeim fyrir matvælum sem mest þarfnast þeirra,“ sagði Budge biskup. „Við þökkum Síðari daga heilögum og vinum okkar, sem gerðu þessa gjöf mögulega með peningafórnum sínum. Slíkar gjafir auka smávegis við gleði barna Guðs og gera okkur öll örlítið heilagri.“

Matvælaáætlunin mun verja fjármunum kirkjunnar til að sjá 1,6 milljón manns, þeim allra berskjölduðustu, fyrir matvælum og annarri nauðsynlegri aðstoð í níu löndum: Afganistan, Austur-Kongó, Eþíópíu, Haítí, Keníu, norðausturhluta Nígeríu, Sómalíu, Suður-Súdan og Jemen.

„Þetta mikla framlag frá Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu gæti ekki hafa komið á betri tíma,“ sagði David Beasley, framkvæmdastjóri matvælaáætlunarinnar. „Þar sem milljónir glíma við hungursneið á okkar tíma, leggur matvælaáætlunin sig fram við að dreifa matvælum og veita aðstoð og von – og þetta lífsbjargandi framlag gerir okkur kleift að gera einmitt það.“

Fulltrúar frá kirkju Jesú Krists og matvælaáætlunarinnar hittust miðvikudaginn 14. september 2022 í höfuðstöðvum matvælaáætlunarinnar í Róm, Ítalíu, til að ræða framlag 32 milljón Bandaríkjadala sem kirkjan lét af hendi rakna.
Fulltrúar frá kirkju Jesú Krists og matvælaáætlunarinnar hittust miðvikudaginn 14. september 2022 í höfuðstöðvum matvælaáætlunarinnar í Róm, Ítalíu, til að ræða framlag 32 milljón Bandaríkjadala sem kirkjan lét af hendi rakna.

Þegar heimslæg matvælakreppa veldur því að hungrið sverfur að milljónum til viðbótar, er samvinna matvælaáætlunarinnar við ríkisstjórnir og samstarfsaðila nauðsynleg líflína fyrir marga. Til dæmis eykur matvælaáætlunin við mannúðaraðstoð í Sómalíu á sögulegan hátt til að komast hjá viðbúinni hungursneið. Í Jemen hefur matvælaaðstoð matvælaáætlunarinnar náð til meira en helmings íbúa landsins og satt sárasta hungrið. Á sama tíma reiða milljónir fjölskyldna sig á matvæla-, næringar- og afkomuaðstoð samtakanna í Afganistan.

„Á þessum tímum fordæmalausrar þarfar á heimsvísu, erum við þakklát fyrir þýðingarmikla gjöf Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu,“ sagði Segar. „Stuðningur úr einkageiranum er nauðsynlegur starfi okkar og gerir matvælaáætluninni kleift að auka við matvælaaðstoð og efla starf sem stuðlar að þrautseigju og færir fjölskyldum stöðugleika og huggun á þessum erfiðu tímum. Ég er viss um að gjöf kirkjunnar muni veita öðrum innblástur til að ganga til liðs við okkur í þeirri baráttu að binda endi á hungur um heim allan.“

Klamert bætti við: „Við þiggjum þetta rausnarlega framlag með þakklæti og fullvissu um getu okkar til að nýta það til að senda þeim berskjölduðustu mat, að ná til þeirra á neyðartíma og hjálpa þeim úr hættu, svo þau fái komist af og geti lifað af og stuðlað að þrautseigju.“

L. Tood Budge biskup, í Yfirbiskupsráðinu (til hægri), heimsækir staðgengil framkvæmdastjóra Samstarfs og Stuðnings hjá matvælaáætluninni, Ute Klamert (til vinstri), og aðra í höfuðstöðvum matvælaáætlunarinnar í Róm, Ítalíu, miðvikudaginn 14. september 2022.
L. Tood Budge biskup, í Yfirbiskupsráðinu (til hægri), heimsækir staðgengil framkvæmdastjóra Samstarfs og Stuðnings hjá matvælaáætluninni, Ute Klamert (til vinstri), og aðra í höfuðstöðvum matvælaáætlunarinnar í Róm, Ítalíu, miðvikudaginn 14. september 2022.

Nú stendur metfjöldi 345 milljón manns frammi fyrir bráðu fæðuóöryggi og um 50 milljónir eru á barmi hungursneiðar. Án tafarlausra aðgerða eiga um 60 milljón börn á hættu að verða fyrir alvarlegri vannæringu fyrir lok 2022. Áhrif stríðsins í Úkraínu um heim allan, margfölduð með útbreiddum átökum, öfgakenndu veðri og félagslegum og hagfræðilegum afleiðingum Kóvid-19 faraldursins, ýta fólki sem er nú þegar berskjaldað út í fullkomna örvæntingu.

„Hjarta mitt gleðst yfir þeim milljónum barna sem munu hafa hag af þessu framlagi,“ bætti systir Camille N. Johnson, leiðtogi Líknarfélags kirkjunnar á heimsvísu, sem eru samtök kvenna. „Jesús hefur meyrt hjarta gagnvart börnum. Hann grætur þegar þau svelta og hann fagnar jafnvel hinu smæsta framtaki þeim til hjálpar. Innilegar þakkir til matvælaáætlunarinnar og allra þeirra sem leggja sitt af mörkum á einhvern hátt fyrir þennan málstað.“  

Samvinna kirkju Jesú Krists við matvælaáætlunina hófst 2014. Framkvæmdastjóri matvælaáætlunarinnar, David Beasley, kynnti sér velferðarstarf kirkjunnar í Salt Lake City árið 2019. Þessar tvær stofnanir hafa unnið saman til að stoppa í hungurgötin á tímum Kóvid-19 faraldursins.

Kirkja Jesú Krists gefur um 1 milljarð Bandaríkjadala árlega til að sinna hinum þurfandi í heiminum.

L. Tood Budge biskup, í Yfirbiskupsráðinu (til hægri), hittir fulltrúa matvælaáætlunarinnar í Róm, Ítalíu, miðvikudaginn 14. september 2022.
L. Tood Budge biskup, í Yfirbiskupsráðinu (til hægri), hittir fulltrúa matvælaáætlunarinnar í Róm, Ítalíu, miðvikudaginn 14. september 2022.

Um matvælaáætlunina

Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna eru stærstu mannúðarsamtök í heiminum, þau bjarga lífum í neyðartilfellum og nota matvælaaðstoð til að stuðla að friði, stöðugleika og velsæld fyrir fólk sem reynir að ná sér eftir átök, hamfarir og afleiðingar loftslagsbreytinga.

Bandaríkjadeild matvælaáætlunarinnar, a 501(c)(3) stofnun með aðsetur í Washington, D.C., styður stolt ætlunarverk matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna með því að virkja bandarísk stjórnvöld, fyrirtæki og einstaklinga til að stuðla að heimshreyfingu til að binda enda á hungur. Leiðtogar okkar og stuðningur hjálpa við að efla sívarandi bandaríska arfleifð þess að fæða fjölskyldur í neyð um allan heim. Lærið meira um ætlunarverk Bandaríkjadeildar matvælaáætlunarinnar.

Róm, Ítalíu, 14. September 2022.
Róm, Ítalíu, 14. September 2022.

Mannúðarþjónusta kirkju Jesú Krists

Mannúðarþjónusta Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu linar þjáningar, stuðlar að sjálfsbjörg og veitir tækifæri til þjónustu. Hún fylgir áminningu Jesú Krists um að fæða þá hungruðu, gefa hinum þyrstu að drekka, bjóða útlendinga velkomna, klæða hina nöktu og vitja hinna sjúku og þjáðu.

Mannúðarverk kirkjunnar er mögulegt vegna rausnarlegra framlaga og sjálfboðastarfs Síðari daga heilagra og vina trúarinnar. Yfir 1 milljón vinnudagar eru unnir í sjálfboðastarfi ár hvert í þágu velferðarstarfs.

Kirkjan fjármagnar líknar- og þróunarverkefni í 195 löndum og landsvæðum og veitir aðstoð án tillits til kynþáttar, trúhneigðar eða þjóðernis. Aðstoð byggir á grunnreglum persónulegrar ábyrgðar, samfélagsstuðnings, sjálfsbjargar og sjálfbærni.