London

Kirkjan í Evrópu tekur í notkun nýtt app fyrir hina upprennandi kynslóð

Kirkja Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu í Evrópu hefur bætt upplifun ungs fullorðins fólks með nýrri rás: Nú er hægt að niðurhlaða nýju appi sem heitir „Rising Generation“ [Hin upprennandi kynslóð], fyrir Android og Apple-tæki.

Programi elektronik për Brezin e Ri tani mund të shkarkohet nga dyqani i programeve te pajisja juaj.
Nú er hægt að sækja Rising Generation-appið í App Store.

Ungt fullorðið fólk um alla Evrópu getur hlaðið upp viðburðum og á fljótlegan máta látið aðra vita hvað sé í boði á þeirra svæði. Vefsíðan risinggeneurope.org hefur verið endurbætt með formfastari hönnun og nýjum eiginleikum. Unga fullorðna fólkinu er enn fremur boðið að tengjast hvert öðru á samfélagsmiðlum á Instagram og YouTube-rásum þeirra.

Fotografi Ekrani e Njoftimeve Automatike të Programit Elektronik për Vendet në Europë
Skjáskot af sjálfvirkum tilkynningum appsins fyrir lönd í Evrópu.

„Markmiðið með þessu nýja appi er að veita öllu unga fullorðna fólkinu vettvang, svo það missi aldrei aftur af öllum hinum frábæru viðburðum og hafi á sama tíma stjórn á öllum sjálfvirkum tilkynningum (e. push notification),“ sagði Svisslendingurinn Tom Erhart, einn af forriturum appsins. „Við vonumst til þess að það hjálpi við að koma saman, efla hvert annað og gleðjast yfir Jesú Kristi,“ hélt hann áfram.

Fotografi ekrani të ngjarjeve të ngarkuara në programin elektronik.
Skjáskot af upphlöðnum viðburðum í appinu.

Notendur appsins geta stjórnað sjálfvirkum tilkynningum miðað við lönd og landsvæði. Hægt er að skrá viðburði án innskráningar. Ef einhver vill breyta skráðum viðburði sínum, er hægt að gera það með því að skrá sig með netfangi.

Të Rinj në Moshë Madhore në Konferencën Shoqërore: “Për Forcën e Rinisë”.
Ungt fullorðið fólk á samfélagsráðstefnunni: „Til styrktar ungmennum.“

„Ég er spenntur fyrir hönd unga fullorðna fólksins að hafa þetta nýja úrræði, sem mun koma til með að hjálpa því að viðhalda sambandi sem samfélag og fylgja frelsara okkar Jesú Kristi í sameiningu,“ sagði öldungur Martin Turvey, svæðishafi Sjötíu frá Bretlandi, sem styður við ungt fullorðið fólk í Evrópu. 

Yfir 15.000 ungir fullorðnir meðlimir kirkjunnar í Evrópu taka þátt, með þrá til að elska Guð, tengjast hvert öðru og efla eigið samfélag.