„Ég finn viðurkenningu og kærleika.“ „Nú á ég von.“ „Ég barðist við þunglyndi og vildi ekkert, nú hef ég óskir mér til handa.“ „Ég græt, þetta eru gleðitár.“ „Ég hlakka til þessa alla vikuna.“ „Þessar lexíur drjúpa á sál mína og mér finnst ég tilfinningalega léttari.“ Þetta eru yfirlýsingar þátttakenda „Bataferlis fyrir þolendur kynferðisofbeldis“, hópmeðferðar sem Kirkja Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu hefur staðið fyrir síðan 2021 í Evrópu.
Í júní árið 2021, hóf Fjölskylduþjónustan á Evrópusvæðinu áætlun í fyrsta sinn utan Bandaríkjanna, sem kallast „Bataferli fyrir þolendur kynferðisofbeldis, eftir að hafa heyrt af sérstöku ofbeldismáli í Evrópu og þeim miklu áhrifum sem það hafði á hlutaðeigandi einstakling og fjölskyldu hennar.
Áætlunin „Bataferli fyrir þolendur kynferðisofbeldis“ var þróuð af Fjölskylduþjónustunni í Bandaríkjunum og fer fram þar sem fólk kemur saman í eigin persónu. Það var síðan ákveðið að hefja það ferli að koma þessari áætlun til Evrópu og laga hana að þörfum meðlimanna þar.
Hinn lokaði rafræni hópur var í boði fyrir enskumælandi systur um alla Evrópu. Fyrstu hópunum var stjórnað af June Ferreira, sem er ráðgjafi og sálmeðferðarfræðingur, staðsett í Bretlandi, og systur Lizbeth Rencher, sem er eldri trúboði og sálfræðingur að mennt.
Þessir tólf hóptímar samanstóðu af fræðilegri, andlegri og meðferðarlegri nálgun að bata. Kjarni þessarar áætlunar er frelsarinn Jesús Kristur og lækningarmáttur friðþægingar hans.
Vitneskja um hópinn hefur borist um Evrópu og áhuginn er víðtækur. Nú er boðið upp á hópmeðferðir á spænsku, frönsku og ensku. Á næsta ársfjórðungi verður boðið upp á hópmeðferðir á finnsku, portúgölsku, þýsku og ítölsku. Þegar konur í kirkjunni heyra um þessa áætlun, hafa þær oft á orði að þær hafi verið að bíða og vona eftir meðferðarúrræði sem byggði á fagnaðarerindinu, sér til hjálpar í bataferlinu.
„Ég komst að því að það þarf bara eitt skref áfram til að koma sér út úr myrkrinu sem maður bjó við,“ sagði einn þátttakandinn. „Ég hef þau verkfæri sem ég þarf til að breyta því í lífi mínu sem mun vernda mig“, sagði annar. Eftir að hafa lokið meðferðinni, komst ein að þessari niðurstöðu: „Friðþæging frelsarans er raunveruleg og hann var sendur til að frelsa og græða þig persónulega, hann er sterkari en sársauki þinn, treystu því að friðþægingin geti virkilega virkað fyrir þig.“