Kirkjuleiðtogar heimsækja Eifel-svæðið eftir vatnsflóð

Eftir mikil vatnsflóð um miðjan júlí á svæðum í Þýskalandi, Belgíu, Hollandi, Lúxemborg og Sviss, hugar Kirkja Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu áfram að virku hjálparstarfi með liðsinni heimasafnaða, hjálparstofnanna og stjórnvalda.

Skemmdir á Eifel-svæðinu eftir vatnsflóðið
Skemmdir á Eifel-svæðinu eftir vatnsflóðið

Í ágúst sóttu nokkrir leiðtogar kirkjunnar sunnudagsguðsþjónustu heimasöfnuðar á Eifel-svæðinu í Þýskalandi til að þakka leiðtogum og meðlimum á svæðinu fyrir óþreytandi þjónustu við samfélagið. Meðal gesta voru öldungur Erich W. Kopischke í svæðisforsætisráði Evrópu, ásamt eiginkonu sinni, Christiane og Christian Ottiker, framkvæmdarstjóra Velferðar- og sjálfsbjargarsviðs kirkjunnar í Evrópu. Yfir 40 trúboðar voru líka viðstaddir, sem buðu sig fram til hjálparstarfs í nærliggjandi borgum í vikunni. Frá ágústbyrjun hafa trúboðar frá hinu þýska Frankfurt trúboði, ásamt meðlimum á svæðinu, gefið yfir 10.000 klukkustunda þjónustu.

„Við gefum öllum trúboðum í trúboði okkar tækifæri til að koma hingað inn á svæðið og þjóna fólkinu,“ sagði Hammon forseti, trúboðsforseti hins þýska Frankfurt trúboðs, sem ásamt Debbie eiginkonu sinni var líka á sunnudagssamkomunni. „Trúboðarnir okkar segja að þjónustuvikan þeirra hafi verið mest gefandi reynsla trúboðs þeirra,“ sagði hann ennfremur.

Öldungur og systir Kopischke með trúboðum og meðlimum eftir sunnudagssamkomu Eifel-greinarinnar
Öldungur og systir Kopischke með trúboðum og meðlimum eftir sunnudagssamkomu Eifel-greinarinnar

Christian Ottiker var beðinn að útskýra hvernig kirkjan bregst við á neyðarstundum. „Í fyrsta lagi meta höfuðstöðvar kirkjunnar, ásamt staðarleiðtogum kirkjunnar á viðkomandi svæði, hver þörfin er og hvernig standa ætti að skipulagi,“ sagði Ottiker. „Þegar neyðarástand á sér stað, stofnar kirkjan ekki sérstakan sjóð, sem tileinkaður er ákveðnu ástandi, heldur notar mannúðarsjóð sem þegar er til og alltaf er tiltækur,“ sagði hann ennfremur.  „Á þann hátt getur kirkjan brugðist skjótt við þegar á þarf að halda og er alltaf viðbúin,“ sagði Ottiker.

Í nýlegum ferðum sínum sá Ottiker marga sjálfboðaliða og varð vitni að ótal kærleiksverkum til stuðnings fórnarlömbum flóðsins. Þegar hann velti fyrir sér þeirri spurningu hvað kirkjan gæti gert á þessum krefjandi tímum, sagði hann við sjálfan sig: „Þið eruð kirkjan! Allir geta hjálpað á lítinn og einfaldan hátt.”

Öldungur Kopischke vísaði í yfirstandandi neyðarstarfið og spurði söfnuðinn þriggja spurninga: Hvað sáuð þið? Hvað skynjuðuð þið? Hverju breytið þið í eigin lífi eftir upplifun ykkar?“

Öldungur Leo Lauener, ungur trúboði frá Sviss, rifjaði upp eitt atvik þegar kreditkortið hans virkaði ekki er hann verslaði matvörur. Kona á eftir honum í biðröðinni bar kennsl á hann sem einn af sjálfboðaliðunum sem leggðu þeim lið og sagði: „Ég borga fúslega fyrir frábæra aðstoðarmenn!“ Hún borgaði fyrir allar matvörur trúboðans.

Annar trúboði, systir Anna Hughes frá Utah í Bandaríkjunum, sagði: „Að þjóna á þeim svæðum sem urðu fyrir flóðinu, var afar dásamleg reynsla, því ég einbeitti mér að mikilvægustu grundvallaratriðum fagnaðarerindis Jesú Krist, sem er að elska Guð og elska náungann.

Öldungur Kopischke benti á að öll þessi dásamlegu þakklætisverk, þjónusta og kærleikur, væru meðal bestu eiginleika og gilda mannkyns. „Það væri sannlega yndislegt ef slík umhyggja og kærleiksrík breytni væru ekki bara ríkjandi á óvenjulegum tímum, heldur yrðu fastur liður í okkar daglega lífi! Hann sagði ennfremur: „Drottinn myndi kalla þetta Síonarmenningu.“

Christian Ottiker lagði til að allir myndu íhuga hvað þeir gætu gert í eigin aðstæðum, af þeim efnum sem þeim eru tiltæk. Í því gæti falist að gefa einhvern tíma eða hjálpa nauðstöddum nágrönnum eða vinum. Fólk gæti líka gefið í mannúðarsjóð kirkjunnar. Öldungur Kopischke sagði ennfremur að féð sem gefið væri í þann sjóð væri mögulegt að nota með litlum fyrirvara í neyðarástandi. „Þessi sjóður gerir okkur mögulegt að veita hjálp þegar í stað, hvar sem þess er þörf í Evrópu,“ sagði hann. „Í dag er hann notaður í þágu fórnarlamba flóðsins í Þýskalandi og ef til vill á morgun í þágu annarra fórnarlamba skógarelda í Ítalíu, Grikklandi eða Tyrklandi,“ sagði hann.

Öldungur og systir Kopischke fyrir sunnudagssamkomu Eifel-greinarinnar
Öldungur og systir Kopischke fyrir sunnudagssamkomu Eifel-greinarinnar

Eins og svo margir aðrir sjálfboðaliðar á svæðinu, ákvað öldungur Kopischke dag til að þjóna á svæðinu umhverfis Bad Ahrweiler, ásamt eiginkonu sinni, fjölskyldu og trúboðum, til að aðstoða fórnarlömb flóðsins.

„Við vonum að fólkinu sem varð illa úti verði áfram liðsinnt og því sýnd elska,“ sagði hann. „Ekki aðeins meðan að neyðin varir, heldur líka vikum og mánuðum síðar, því það er líka þörf á því þá.“ Hann sagði að lokum: „Ég vona að við ígrundum lífið og sjáum hve brothætt það er. Þegar við höfum verið blessuð með einhverju, er mikilvægt að við sýnum öðrum samkennd! Orð spámannsins Jesja eru lýsandi fyrir það: „Þá skal ljós þitt bruna fram sem morgunroði og sár þitt gróa bráðlega, þá mun réttlæti þitt fara fyrir þér, dýrð Drottins fylgja á eftir þér.“ (Jesaja 58:8)