Salt Lake City, Utah

Kirkjuleiðtogar hvetja meðlimi til að gera sáttmála og dýpka samband við Jesú Krist

Fimmtán ný musteri tilkynnt, eitt þeirra í Edinborg, Skotlandi

Að verja meiri tíma í musterinu og vera trúfastari sáttmálum Guðs, var boðskapurinn sem færður var meðlimum Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu um heim allan á aðalráðstefnu kirkjunnar í apríl 2024, sem haldin var í Ráðstefnuhöllinni í Salt Lake City. Russell M. Nelson, forseti kirkjunnar, sagði: „Ekkert hjálpar ykkur meira við að halda fast í járnstöngina en að tilbiðja í musterinu, eins reglubundið og aðstæður ykkar leyfa.“

Aðalráðstefnur Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu fara fram á sex mánaða fresti. Heimsleiðtogar kirkjunnar ávarpa meðlimi og vini um allan heim. Hinir fimm hlutar ráðstefnunnar, sem haldin var 6.–7. apríl 2024, voru sendir út beint á 70 tungumálum. Fleiri upptökur á 30 tungumálum verða tiltækar nokkrum dögum síðar. 

Áætlun Guðs er gerð til að leiða alla heim, sagði öldungur Patrick Kearon, frá Englandi. Öldungur Kearon er nýjasti meðlimur Tólfpostulasveitarinnar. Áætlun Guðs er hönnuð til að leiða hvert barn hans heim, ekki til að halda þeim fjarri, sagði hann.

Systir J. Anette Dennis, leiðtogi í kvensamtökunum, ræddi um sáttmálsgjörð við Guð. Hún minnti okkur á sem meðlimi að við njótum þeirra forréttinda og blessana að vera boðið að ganga í sáttmálssamband við Guð, þar sem líf okkar getur verið táknrænt fyrir þá sáttmálsaðild. Hún sagði sáttmála mynda samband sem gerði Guði mögulegt að móta og breyta okkur með tímanum og upphefja okkur til að við verðum líkari Jesú Kristi.

Öldungur Massimo De Feo, aðalvaldhafi Sjötíu og forseti Mið-Evrópusvæðisins, notaði frásögn um blindan mann í Nýja testamentinu til að kenna þrjár reglur um að viðhalda andlegri sýn. Fyrsta reglan er að einblína á Jesú Krist og vera trúföst því sem við vitum að er sannleikur. Önnur reglan er að „segja skilið við hinn náttúrlega mann, iðrast og hefja nýtt líf í Kristi.“ Þriðja reglan er að hlusta á rödd Drottins og leyfa honum að leiða okkur.

Öldungur Dieter F. Uchtdorf í Tólfpostulasveitinni kenndi skrefin til að finna æðri gleði í Jesú Kristi — með fögnuði – sem einmitt er tilgangur áætlunar Guðs fyrir börn hans.  Hinn innfæddi þýski postuli sagði: „Ef ykkur finnst að það gæti verið meira af slíkri gleði í lífi ykkar, þá býð ég ykkur að hefja þá ferð að fylgja Jesú Kristi og vegi hans.“

Öldungur Jack N. Gerard, annar ráðgjafi í forsætisráði Mið-Evrópusvæðisins, valdi að ræða um ráðvendni. „Að iðka ráðvendni í vali okkar, er ytri tjáning á innri skuldbindingu um að fylgja frelsaranum, Jesú Kristi,“ sagði hann.

Öldungur Jeffrey R. Holland, í Tólfpostulasveitinni, minnti okkur á „að Guð heyrir hverja bæn sem við flytjum og svarar hverri þeirra samkvæmt þeim vegi sem hann hefur lagt okkur til fullkomnunar.“ Öldungur Holland staðfesti síðan að „það er af ástæðum sem einungis eru Guði kunnugar, að bænum er stundum svarað öðruvísi en við vonuðumst til – „en ég lofa að þær eru heyrðar og þeim er svarað samkvæmt hans óbrigðulu elsku og alsherjar tímasetningu.“

Systir Susan H. Porter, sem leiðir barnastarf kirkjunnar, bauð öllum að biðja fyrir því að þekkja Guð, að vaxa persónulega og sýna öðrum elsku Guðs.

Á aðalráðstefnunni studdu kirkjumeðlimir breytingar á leiðtogum kirkjunnar. Nýtt aðalforsætisráð sunnudagaskólansvar kallað. Átta aðalvaldhafar Sjötíu voru leystir af og þeim veitt heiðursstaða sem fyrrverandi aðalvaldhafar. Ellefu nýir svæðishafar Sjötíu voru kallaðir víða að úr heimi, þrír þeirra munu hefja þjónustu á Mið-Evrópusvæði kirkjunnar, frá 1. ágúst 2024.

Hinir Sjötíu í Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu þjóna sem „sérstök vitni“ og aðstoða postulana tólf við „uppbyggingu kirkjunnar og stjórna öllum málefnum hennar.“

Á lokahluta ráðstefnunnar, tilkynnti Russell M. Nelson forseti um byggingu fimmtán mustera til viðbótar í:

  • Uturoa, Frönsku-Pólýnesíu
  • Chihuahua, Mexíkó
  • Florianópolis, Brasilíu
  • Rosario, Argentínu
  • Edinborg, Skotlandi
  • Suður-Brisbane-svæðinu í Ástralíu
  • Victoriu, Bresku-Kólumbíu
  • Yuma, Arisóna
  • Suðursvæði Houston, Texas
  • Des Moines, Iowa
  • Cincinnati, Ohio
  • Honolulu, Havaí
  • Vestur-Jordan, Utah
  • Lehi, Utah
  • Maracaibo, Venesúela