Frankfurt am Main, Þýskaland

Kirkjumeðlimir í Evrópu taka þátt í hjálparstarfi flóttafólks á netinu og í eigin persónu

Verkfæri á netinu tengja flóttafólk við hjálpargögn þar sem mannúðarstarf er áfram unnið um alla Evrópu

Kirkja Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu vinnur áfram að mannúðar- og hjálparstarfi á tímum mikillar neyðar í Evrópu. Að auki voru ný úrræði á netinu sett á laggirnar, til að samræma starf og ná til flóttafólks.

Í þessu verkefni felst eftirfarandi:

  • Meira en 100 meðlimir og vinir söfnuða í mið-, austur- og vesturhluta Madrídar buðu sig fram til að aðstoða flóttafólk sem nýlega var fluttir til Madrídarsvæðisins.  Þeir söfnuðu matvælum sem þola geymslu, yfirhöfnum, barnavörum og hreinsiefnum. Þeir sem þjónuðu á vegum kirkjunnarbjuggu líka til merkimiða til að auðkenna umönnunarpakkana, bæði á spænsku og úkraínsku. Tæplega 400 pakkar voru útbúnir og afhentir.
Meðlimir Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu í Moldóvu sjá flóttafólki fyrir teppi við úkraínsku landamærin.
Meðlimir Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu í Moldóvu sjá flóttafólki fyrir teppi við úkraínsku landamærin.
  • Í Moldóvu eru kirkjumeðlimir að sækja flóttafólk við landamæri Úkraínu og hjálpa því með matvæli, gistingu og aðrar nauðsynjar.  Flest flóttafólkið yfirgaf heimili sitt, eigur og stundum aðra fjölskyldumeðlimi til að leita sér skjóls.  Jafnvel smávægilegar gjafir, eins og bangsi eða teppi, skipta miklu máli fyrir það.
Meðlimir Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu í Moldóvu útvega bangsa fyrir börn flóttafólks sem kemur til landsins.
Meðlimir Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu í Moldóvu útvega bangsa fyrir börn flóttafólks sem kemur til landsins.
  • Á sama tíma hafa kirkjumeðlimir í Slóvakíu boðið fram liðsinni og opnað heimili sín til að hjálpa vinum frá Kiyv og útvegað húsnæði fyrir 13 fullorðna, þar á meðal börn allt niður í 18 mánaða.
Meðlimir Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu í Slóvakíu bjóða upp á húsnæði fyrir flóttafólk frá Úkraínu.
Meðlimir Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu í Slóvakíu bjóða upp á húsnæði fyrir flóttafólk frá Úkraínu.
  • Í Rúmeníu hafa kirkjumeðlimir safnað mat og vistum, þar á meðal fatnaði, bleyjum og barnamat til að dreifa til flóttafólks sem fer yfir landamærin frá Úkraínu. Flóttafólk fer þar yfir allan daginn, sumir á bíl og sumir gangandi. „Myndirnar eru átakanlegar,“ sagði Carmen Pârnău, leiðtogi kvennaþjónustunnar í kirkjunni. „Ég hef séð margar mæður með lítil börn sem áttu í erfiðleikum vegna kulda og mikillar þreytu.“  Konur á staðnum hafa einnig skipulagt hópastarf, þar sem kirkjumeðlimir bjuggu til teppi fyrir flóttafólkið. Að auki hefur Hjálparstofnun Síðari daga heilagra, sem er mannúðarsvið Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu, útvegað 100 bedda og 100 svefnpoka fyrir búðir flóttafólksins.
Meðlimir Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu útvega barnamat og aðrar barnavörur fyrir mæður meðal flóttafólks sem kemur til Rúmeníu,
Meðlimir Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu útvega barnamat og aðrar barnavörur fyrir mæður meðal flóttafólks sem kemur til Rúmeníu,
  • Meðal þeirra sem eru á flótta, er streyma til Póllands, eru nokkrir úkraínskir meðlimir Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu. Pólskir kirkjumeðlimir hafa brugðist við með því að opna heimili sín, búa til pláss við borðin sín og deila skápunum sínum. Stacy Chandler, kvenleiðtogi kirkjunnar í Póllandi, spáir að „þetta muni breyta ásýnd kirkjunnar í Póllandi að eilífu.“ Hún bætir við: „Meðlimir sem eru flóttafólk lögðu leið sína hingað, staldraði við til að hvíla sig og kom á sunnudagssamkomur okkar.
Meðlimir Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu í Rúmeníu bjóða sig fram til að klippa efni til að sjá flóttafólki fyrir teppum.
Meðlimir Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu í Rúmeníu bjóða sig fram til að klippa efni til að sjá flóttafólki fyrir teppum.
  • Kirkjumeðlimir hvarvetna í Evrópu senda föt, teppi, matvæli og vatn í bílum og smárútum til samkomuhúsa pólsku kirkjunnar. Sameiginleg trú þeirra og sameiginleg trúarleg menningarupplifun, vekur djúpa ábyrgð pólskra meðlima til að sjá um bræður þeirra og systur á flótta.
Teppi búin til af meðlimum Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu í Rúmeníu. Þessum hlutum er dreift til flóttafólks sem kemur að landamærunum.
Teppi búin til af meðlimum Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu í Rúmeníu. Þessum hlutum er dreift til flóttafólks sem kemur að landamærunum.

 

Aðstoðarsíða flóttafólks á opinberum vefsíðum Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu.
Aðstoðarsíða flóttafólks á opinberum vefsíðum Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu.
  • Nýstofnuð Facebook síða var líka opnuð, til að ná til fólks á samfélagsmiðlum. Sjálfboðaliðar með ýmsa tungumálakunnáttu aðstoða þá sem leita sér aðstoðar eða upplýsinga. Einn þessara sjálfboðaliða er enskukennari frá Úkraínu, sem var nýkomin til Þýskalands með barnið sitt og tengdamóður.

 

Meðlimum kirkjunnar í Evrópu og um allan heim sem vilja hjálpa er boðið að gera það í gegnum söfnuði sína, gefa í mannúðaraðstoð eða föstufórnarsjóði kirkjunnar eða vinna með rótgrónum hjálparsamtökum.  Kirkjumeðlimir finna sig innblásna til að fylgja fordæmi Jesú Krists varðandi umhyggju fátækra og nauðstaddra.