Konur heiðraðar í mars fyrir að móta framtíðina 

  3.	Aðalforsætisráð Líknarfélagsins, (frá vinstri) Sharon Eubank, fyrsti ráðgjafi; Jean B. Bingham, forseti; Reyna I. Aburto, annar ráðgjafi. © 2017 Intellectual Reserve, Inc. Allur réttur áskilinn.
  Aðalforsætisráð Líknarfélagsins, (frá vinstri) Sharon Eubank, fyrsti ráðgjafi; Jean B. Bingham, forseti; Reyna I. Aburto, annar ráðgjafi. © 2017 Intellectual Reserve, Inc. Allur réttur áskilinn.

  Alþjóðlegur konudagur var 8. mars – dagur helgaður félagslegum, efnahagslegum, menningarlegum og stjórnmálalegum afrekum kvenna. Tilviljun er að afmælismánuður kvennsamtaka Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu, þekkt sem Líknarfélagið, er í sama mánuði og hinn alþjóðlegi kvennadagur. 17. mars eru 178 ár liðin frá stofnun þess. Tilgangur þess var gerður ljós af John A. Widtsoe, meðlimi Tólfpostulasveitarinnar á árum áður. 

  „[Að vinna að því að] líkna við fátækt, líkna við sjúkdóma, líkna við efasemdir, líkna við fáfræði – líkna við hvaðeina sem kemur í veg fyrir gleði og framfarir kvenna,“ sagði hann.  

  Kirkja Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu heiðrar framlag kvenna um heim allan í þessum hátíðarmánuði. 

  „Þið innblásið aðra sem konur og setjið staðla verðuga til að keppa að. … Konur móta framtíðina.“ sagði Russell M. Nelson forseti í ræðu á nýlegri aðalráðstefnu.

  Systir Armine Avanesjan
  Systir Armine Avanesjan

  Ein kona sem mótar framtíðina fyrir fjölskyldu sína og samfélagið, er Armine Avanesjan. Hún flutti frá Armeníu til Þýskalands árið 1997 með ung börn sín. Ferðin til að sameinast eiginmanni hennar (sem þegar var í Þýskalandi) var löng og erfið. 

  „Við höfum ekkert að borða, vorum algjörlega matarlaus,“ sagði hún. „Við urðum að ganga í gegnum skóg og síðan að fara yfir á, sem var afar köld – þetta var í byrjun desember. Fötin okkar voru rennblaut, ég gat ekki synt og varð að fara djúpt niður í vatnið.  Börnin voru það eina sem ég hugsaði um.“

  Armine sigraðist á þessum hindrunum og komst til Þýskalands. Hún tókst síðan á við að samlagast nýju landi, menningu og tungumáli. Tveimur árum síðar fór hún aftur út fyrir eigin þægindaramma, eftir að hafa hitt syngjandi trúboða á götum Þýskalands.

  „Ég fann einkar sterkt fyrir heilögum anda,“ rifjar Armine upp. Hún sýndi trú og samþykkti að láta skírast einungis einum mánuði síðar.

  Sem nýr meðlimur, varð hún sjálfkrafa meðlimur í Líknarfélaginu. Hún var umlukin samfélagi sterkra, trúaðra kvenna í Líknarfélaginu við þessa yfirþyrmandi breytingu. Þær hjálpuðu henni að verða jafnvel enn sterkari. 

  „Ég fékk mikinn stuðning; ég gat líka veitt stuðning. Ég uppgötvaði eigin styrkleika. Ég lærði hvernig á að verða dásamleg eiginkona og móðir. Ég tók vissulega að skilja að Guð lætur sér sannlega annt um mig, þekkir mig með nafni og elskar mig,“ sagði Armine.

  Armine mótaði framtíð fjölskyldu sinnar með því að kenna þeim hvernig sýna á trú og læra ritningarnar. Öll þrjú börnin hennar þjónuðu í trúboði. Hún mótaði líka framtíð kirkjusafnaðar síns með því að þjóna af trúmennsku í Barnafélaginu og Líknarfélaginu og kenna í sunnudagaskólanum.

  „Ég er þakklát fyrir að við búum við slíkt fyrirkomulag í kirkjunni að við getum kennt öðrum og þar með lært sjálf,“ sagði hún. 

  Systir Sharon Eubank, fyrsti ráðgjafi í aðalforsætisráði Líknarfélagsins. © 2019 Intellectual Reserve, Inc. Allur réttur áskilinn.
  Systir Sharon Eubank, fyrsti ráðgjafi í aðalforsætisráði Líknarfélagsins. © 2019 Intellectual Reserve, Inc. Allur réttur áskilinn.

  Sharon L. Eubank, fyrsti ráðgjafi í aðalforsætisráði Líknarfélagsins, benti nýlega á að allar konur geti verið hugdjarfir leiðtogar á heimili sínu og í samfélagi sínu. Hún ráðlagði konum hvarvetna að nota „sjálfræði sitt og rödd,“ til að láta að sér kveða.  

  „Bíðið ekki með þá breytingu sem þið þurfið að gera. … Um leið og við uppgötvum að [við] … höfum mátt og von og afli, þá verða umskipti. Sú hugmynd veitir mér mikla orku,“ sagði hún.

  Nú í mars verður framlag Líknarfélagssystra og kvenna hvarvetna hjartanlega heiðrað og viðurkennt. 

  Líknarfélagið er fjölmennustu kvensamtök heimsins, með yfir 7.5 milljón meðlima í 162 löndum. Til að finna meira efni um konur og frekari upplýsingar um Líknarfélagið, farið þá á hingað.

  Líknarfélagssystur taka þátt í umræðum í námsbekk.
  Líknarfélagssystur taka þátt í umræðum í námsbekk.