Kórinn Tabernacle Choir tilkynnir breyttar dagsetningar fyrir tónleikaferðalag 2022

Hið endurskipulagða tónleikaferðalag 2022 mun nú standa yfir í 22 daga, frá fimmtudeginum 16. júní til fimmtudagsins 7. júlí. 

Kórinn Tabernacle Choir tilkynnir breyttar dagsetningar fyrir tónleikaferðalag 2022

SALT LAKE CITY - Kórinn og hljómsveitin Tabernacle Choir og Orchestra at Temple Square tilkynntu frekari upplýsingar um tónleikaferðalag sitt árið 2022 til sjö borga fjögurra Norðurlanda og Bretlands.  Ferðalaginu hefur verið frestað tvisvar vegna takmarkana af völdum Kóvid-19. Hið endurskipulagða tónleikaferðalag 2022 mun nú standa yfir í 22 daga, frá fimmtudeginum 16. júní til fimmtudagsins 7. júlí. Í ferðalaginu verða allar sömu borgir heimsóttar sem áætlað var að gera í upphaflegu ferðinni. Nýju dagsetningarnar eru skráðar hér að neðan; tónleikar hefjast klukkan 20:00.

  • Stokkhólmur, Svíþjóð – dagsetning: 18. júní 2022 (laugardagur)*; Vettvangur: Konserthuset Stokkhólmi
  • Helsinki, Finnland – dagsetning: 21. júní 2022 (þriðjudagur); Vettvangur: (tilkynnt síðar)
  • Kaupmannahöfn, Danmörk – dagsetning: 25. júní 2022 (laugardagur); Vettvangur: DR Koncerthuset
  • Osló, Noregur – dagsetning: 28. júní 2022 (þriðjudagur); Vettvangur: Oslo Spektrum
  • Edinborg, Skotland – dagsetning: 1. júlí 2022 (föstudagur): Vettvangur: Usher Hall
  • Newport, Suður-Wales – dagsetning: 4. júlí 2022 (mánudagur); Vettvangur: International Convention Centre Wales
  • Cardiff, Wales – dagsetning: 6. júlí 2022 (miðvikudagur); Vettvangur: St. David’s Hall (aðeins boðsgestir)

* Tónlistarflutningur klukkan 14:00, auk kvöldtónleika.

„Það gleður okkur að með verulegu samstarfi við hljómleikastaðina og ferðafélaga okkar hefur okkur tekist að endurskipuleggja tónleikaferðalagið fyrir þessar dagsetningar árið 2022,“ sagði Ron Jarrett, forseti kórsins. „Við munum enn geta gert að veruleika upphaflegu hugmyndina að heimsækja Wales á tónleikaferðalaginu, sem og önnur svæði með arfleifð kórsins í huga, þar sem fyrstu meðlimir hans voru fyrri trúskiptingar í Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu og sem komu með tónlistarhæfileika sína frá þessum stöðum.“

Áður en ferðin var endurskipulögð voru miðar í sölu í Stokkhólmi, Kaupmannahöfn og Edinborg. Hvað varðar gesti sem keyptu sér miða á þá tónleika, þá hafa verið gerðar ráðstafanir til að breyta þeim miðum fyrir nýju tónleikadagana 2022. Hver þessara vettvanga mun hafa samband við miðaeigendur með netpósti um fyrirkomulag aðgöngumiða. Í netpóstinum frá Stokkhólmi og Kaupmannahöfn verða upplýsingar um endurgreiðslubeiðni. Þeir sem eiga miða fyrir Edinborg, geta sent netpóst á customer.enquiries@usherhall.co.uk til að biðja um endurgreiðslu. Miðasala er fyrir hendi í Stokkhólmi, Kaupmannahöfn og Edinborg. Miðaframboð á hinum tónleikastöðunum verður tilkynnt á komandi tíma. Sjá TabChoir.org/tour til frekari upplýsingar.

Kórinn hefur, frá fyrstu ferð sinni utan Utah árið 1893, ferðast víða um Bandaríkin og til fleiri landa. Hann hefur komið fram í tónlistarborgum, allt frá Ísrael og Rússlandi til Japans og Ástralíu. Kórinn heimsótti síðast þessar fjórar Norðurlandaborgir fyrir 39 árum, árið 1982. Hann hefur ekki heimsótt Wales eða Skotland frá fyrstu ferð sinni til Evrópu árið 1955. Í heild hafa um 65 meðlimir hljómsveitarinnar ferðast með kórnum frá árinu 2005.

Tónlistarfólk kórsins og hljómsveitarinnar hefurmeð virkum hætti sent frá sér upptekið efni með eigin útgáfufyrirtæki, sem hefur samtals gefið út 90 hljóðdiska, mynddiska, bækur og aðrar afurðir frá stofnun þess árið 2003. Núverandi hljóðdisksútgáfa kórsins, When You Believe: A Night at the Movies, var gefin út 2020 og er fáanleg til kaups, niðurhalningar, streymis á TabChoir.org/shop. Diskurinn varð í fyrsta sæti á Classical Crossover listanum í Billboard® tímaritinu fyrstu vikuna eftir útgáfu.

Fá má frekari upplýsingar á www.TheTabernacleChoir.org/tour. Finna má fleira fjölmiðlaefni á síðunni á About Us/Newsroom.