Kraftaverk úr lífi Jesú Krists

Jesús læknar blindan

Eru mormónar kristnir?

Þegnar Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu, einnig þekktir sem mormónar, tilbiðja Jesú Krist sem frelsara sinn og lausnara. Mormónar eru kristnir og trúa því að Jesús Kristur sé sonur Guðs. Mormónar trúa því einnig að Biblían segi frá lífi og þjónustu Krists hér á jörðu og þar á meðal frá hinum mörgu kraftaverkum sem hann framkvæmdi. Það að lesa um kraftaverk Jesú Krists getur hjálpað okkur að læra meira um hann. Hér eru aðeins nokkur þessara kraftaverka.

1. Jesús læknar konuna með „blóðlátið“

Sem kristnir einstaklingar þá trúa mormónar því að Jesús hafi haft krafta til að lækna, þar sem hann var sonur Guðs. Markús 5:25–34 segir frá konu sem hafði þjáðst af „blóðláti“ í 12 ár. Hún hafði gengið til margra lækna en ástand hennar hélt áfram að versna. Þegar hún snerti kyrtil Jesú, í trú, þá læknaðist hún hinsvegar samstundis. Þessi frásögn ber vitni um samúð Jesú og kraft hans til að lækna okkur þegar við höfum trú á hann, jafnvel þegar við höfum ekki getað fengið lausn okkar mála annar staðar.

2. Jesús Kristur gefur manni sjón sem fæddur var blindur

Jóhannes 9:1–11 segir frá kraftaverkinu þegar Jesús læknaði mann sem hafði fæðst blindur. Hinn læknaði bar vitni og sagði: „Jesús gjörði leðju og smurði á augu mín og sagði mér að fara til Sílóam og þvo mér. Ég fór og fékk sjónina, þegar ég var búinn að þvo mér“ (Jóhannes 9:11). Mormónar, verandi kristnir, trúa því að á sama hátt og Jesús Kristur læknaði manninn í þessari frásögn frá líkamlegri blindu, þá getur hann læknað okkur frá andlegri blindu sem stafar af því að horft er of stíft á það sem heimsins er. Auk þess þá þurfti Jesús á því að halda að maðurinn sýndi trú áður en hann gæti séð, þó að kraftaverkið væri framkvæmt með krafti Guðs. Á sama hátt verðum við oft að iðka trú okkar til að sjá kraftaverkin í lífi okkar.

3. Jesús mettar 5000 manns

Mormónar trúa á söguna af kraftaverkinu þegar Jesús mettaði 5000 með einungis sjö brauðhleifum og nokkrum fiskum (sjá Matteus 15:32–38). Það sem er mikilvægara en hin undraverði kraftur Jesú til að metta fólk líkamlega, er hins vegar hæfileiki hans til að metta okkur andlega. Jesú bar vitni um að hann er „brauð lífsins“ (sjá Jóhannes 6:33–35). Mormónar trúa að þetta þýði að við getum einungis fundið þá andlegu næringu sem við þurfum til að öðlast eilíft líf með því að fylgja Jesú Kristi, syni Guðs.

4. Jesús hastaði á vindinn á Galíleuvatni

Jesús hastar á vindinn

Lúkas 8:22–25 segir frá þegar Jesús sigldi á Galíleuvatni með lærisveinum sínum Stormur reis og lærisveinarnir óttuðust um líf sitt. „En Jesús vaknaði og hastaði á vindinn og öldurótið og slotaði þegar og gerði logn“ (Lúkas 8:24). Þessi vers hjálpa okkur að skilja kraft Jesú yfir náttúruöflunum en þau geta einnig hjálpað okkur að skilja hæfni hans til að lægja storma lífs okkar, hvort sem þeir stormar eru andlegir, líkamlegir, tilfinningalegir eða fjárhagslegir.

5. Jesús rís upp frá dauðum

Upprisa Jesú Krists frá dauðum er kannski stórkostlegasta kraftaverkið í allri mannkynssögunni (sjá Matteus 28:1–7). Sem bæði sonur Guðs og Maríu, jarðneskrar móður, þá var Jesús Kristur eina persónan sem hefur nokkru sinni lifað á jörðinni sem hafði bæði getuna til að deyja og kraftinn til að taka líkama sinn upp aftur (sjá True to the Faith [2004], 16). Eins og aðrir kristnir þá trúa mormónar því að þú, fjölskylda þín og allir sem hafa lifað á jörðinni munu einhvern daginn rísa upp, vegna þess að Jesús Kristur sigraði dauðann.

Lærið hvernig trú á Jesú Krist getur hjálpað ykkur 

Á sama hátt og Jesús Kristur hjálpaði og læknaði fólk, á meðan hann lifði á jörðinni, þá getur hann hjálpað ykkur og læknað í dag. Hann vill að þið komið til hans. Til að kanna betur hvernig trú á Jesú Krist getur blessað líf ykkar, heimsækið mormon.org.

Jesús læknar mann