Samkvæmt Ráðgjafa svæðissamtaka frá Evrópu, geta konur kallað á krafta himins. Sibylle Fingerle, Letícia dos Santos Rudloff og Traci De Marco í Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu eru í sviðsljósinu í síðasta þætti hlaðvarpsþáttarins Talk & Friends sem var hleypt af stokkunum föstudaginn 20. ágúst 2021.

„Það er undir okkur sjálfum komið hvernig við tengjumst frelsaranum og hvernig við tengjumst honum með því að vera sönn og heiðvirð er við lifum eftir þessu dásamlega fagnaðarerindi,“ sagði Sibylle Fingerle í hlaðvarpsþættinum. „Átta ára telpurnar okkar þurfa að vita þetta, svo og eldri stúlkurnar okkar, að þær geti kallað niður krafta himins,“ sagði Traci De Marco.
Köllun ráðgjafa svæðissamtaka brúar bilið, útskýrði Letícia dos Santos Rudloff. Þetta snýst ekki bara um það að fylgja ríkjandi þróun um að hafa kvenkyns fulltrúa, heldur um það að setja hlutina í réttar skorður, sagði hún.
„Upplifunin af því að taka þátt í þessu hlaðvarpi var frábær. Að svara spurningum um hlutverk okkar í kirkjunni með þessari nýju köllun og um hlutverk Síðari daga heilagra kvenna, var dásamlegt,“ sagði systir Fingerle að lokum. „Starfshópurinn hjá Real Talk, einkum Ganel-Lyn og Scott, tók svo vel á móti okkur og það voru forréttindi að tala við þau,“ samsinnti systir De Marco.
„Þakka þér, Jesús, fyrri leiðtoga eins og þessar konur! Traci hjálpaði mér að skilja prestdæmiskraftinn betur. Letícia útvíkkaði sýn mína á því hlutverki kirkjunnar að stuðla að heimseiningu. Vitnisburður Sibylle tendraði eld í sál minni,“ sagði Scott Sorensen, annar spyrlanna. „Ég er fyllt andagift af einlægni og trú þessara stórkostlegu ráðgjafa svæðissamtaka. Ég vona að heimurinn gefi sér tíma til að hlusta á þessar hreinskilnu og vænlegu umræður,“ bætti hinn spyrillinn, Ganel-Lyn Condie, við.

Hlaðvarpsþættirnir Talk and Friends er í boði Seagull Book & framleitt af Covenant Communications. Michelle D. Craig og Bradley R. Wilcox, meðal heimsleiðtoga Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu, hafa komið fram í nýlegum þáttum, ásamt fornbókasalanum Reid N. Moon og Mauli Junior Bonner, lagahöfundi og framleiðanda kvikmyndar um svarta meðlimi á fyrstu árum kirkjunnar.