Kynning forsætisráðs Norður-Evrópusvæðisins

Kynning forsætisráðs Norður-Evrópusvæðisins

Forsætisráð Norður-Evrópusvæðis Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu hefur verið endurskipulagt, með öldung Kevin W. Pearson sem svæðisforseta, ásamt öldungi Marcos A. Aidukaitis sem fyrsta ráðgjafa og öldungi Alan T. Phillips sem öðrum ráðgjafa.

Eftir þriggja ára þjónustu í norðurhluta Evrópu, var öldungur Scott D. Whiting leystur af sem forseti, sem er hluti af þeirri endurskipulagningu sem Æðsta forsætisráðið tilkynnti í apríl 2025. Breytingar þessar tóku gildi frá og með 1. ágúst 2025.

Forsætisráð Norður-Evrópusvæðisins þjónar í kirkjunni í þrettán löndum, þar á meðal á Grænhöfðaeyjum, Danmörku, Eistlandi, Finnlandi, Grænlandi, Íslandi, Írlandi, Lettlandi, Litháen, Noregi, Portúgal, Svíþjóð og Bretlandi.

UM forsætisráð Norður-Evrópusvæðisins

Svæðisforsætisráðið þjónar undir handleiðslu Tólfpostulasveitarinnar og ber ábyrgð á stuðningi við staðarleiðtoga kirkjunnar, styrkingu meðlima og trúboða og umsjón með mannúðar-, musteris- og útrásarstarfi á öllu svæðinu.

Öldungur Kevin W. Pearson var studdur sem aðalvaldhafi Sjötíu í Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu, 5. apríl 2008. Hann hefur áður þjónað í mörgum svæðisforsætisráðum víða um heim, þar á meðal sem forseti Kyrrahafssvæðisins og vestursvæðis Norður-Ameríku og nú síðast sem forseti Utah-svæðisins. Öldungur Pearson var áður fastatrúboði í Helsinki trúboðinu í Finnlandi og hefur sinnt mörgum köllunum, þar með talið sem biskup, trúboðsforseti og deildarframkvæmdarstjóri í höfuðstöðvum kirkjunnar. Hann er fæddur í Salt Lake City í Utah 10. apríl 1957 og hann og kona hans systir June Langeland eiga saman sex börn.

Öldungur Marcos A. Aidukaitis, fæddur 30. ágúst 1959 í Porto Alegre í Brasilíu, hefur áður þjónað sem svæðisforseti Brasilíu og í forsætisráði suðausturhlutasvæðis Norður-Ameríku. Öldungur Aidukaitis hefur þjónað í mörgum kirkjuköllunum, þar með talið sem fastatrúboði í São Paulo trúboðinu í Brasilíu, háráðsmaður, velferðarfulltrúi svæðis, stikuforseti, trúboðsforseti og svæðishafi Sjötíu. Hann og eiginkona hans, systir Luisa Englert, eiga saman fimm börn og giftu sig árið 1986.

Öldungur Alan T. Phillips var staðfestur sem aðalvaldhafi Sjötíu í apríl 2023. Þegar hann var kallaður, hafði þann þjónað sem meðlimur Sjöundu sveitar hinna Sjötíu í forsætisráði Norður-Evrópusvæðisins. Öldungur Phillips hefur þjónað í mörgum kirkjuköllunum, þar með talið sem fastatrúboði í Manchester-trúboðinu í Englandi, ráðgjafi í biskupsráði, háráðsmaður, stikuforseti og svæðishafi Sjötíu. Öldungur Phillips og eiginkona hans, Lindsey, eiga saman fjögur börn.

 

Einhuga í þjónustu

Frá fjörðum Noregs til stranda Portúgals og eyja Bretlands, heldur umsvif kirkjunnar á Norður-Evrópusvæðinu áfram að aukast.

Öldungur Kevin W. Pearson hugleiddi þetta nýja verkefni sitt og tjáði djúpa auðmýkt og þakklæti. „Það er einstök blessun að snúa aftur til þjónustu meðal hinna heilögu í norðurhluta Evrópu,“ sagði hann. „Þetta er land ríkt af andlegri arfleifð og fyllt trúföstum lærisveinum Jesú Krists. Mér og systur Pearson þykir mjög vænt um fólkið hér. Ég hlakka til að vinna náið með öldungi Aidukaitis og öldungi Phillips, er við leitumst við að styrkja einstaklinga og fjölskyldur, styðja staðarleiðtoga og hjálpa öllum að koma til Krists. Við finnum hönd Drottins leiða þetta verk og höfum trú á mætti hans til að blessa aðra í þessum merka hluta heimsins.“