Bretland, Norður-Evrópa

Kynnist forsætisráði Norður-Evrópusvæðisins

Kirkjuleiðtogar bjóða öllum að kynnast Jesú Kristi og taka þátt í fagnaðarerindi hans

Meet the Europe North Area Presidency

Þann 7. apríl 2022, var hið nýja forsætisráð Norður-Evrópusvæðis Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu skipað með öldungi Hans T. Boom sem forseta, öldungi Scott D. Whiting sem fyrsta ráðgjafa og öldungi Alan T. Phillips sem öðrum ráðgjafa.

Forsætisráð Norður-Evrópusvæðisins þjónar fólki í þrettán löndum, þar með talið um 300.000 meðlimum kirkjunnar. Svæðið nær yfir Grænhöfðaeyjar, Danmörk, Eistland, Finnland, Grænland, Ísland, Írland, Lettland, Litháen, Noreg, Portúgal, Svíþjóð og Bretland. Að auki eru Úkraína og Moldavía í yfirumsjá öldungs Kyrlo Pokhylko, í hlutverki hans sem aðstoðarmanns forsætisráðs Norður-Evrópusvæðisins.

Öldungur Hans T. Boom, svæðisforseti
Öldungur Hans T. Boom, svæðisforseti

Öldungur Boom sagði: „Sem forsætisráð, er það forgangsmál okkar að hjálpa einstaklingum og fjölskyldum að beina athygli sinni að Jesú Kristi. Þetta markmið er aðaláherslan í öllu starfi okkar. Í forgangi er að leggja áherslu á að allir þurfi að kynnast frelsaranum. Við bjóðum öllum að taka þátt í fagnaðarerindi hans.

Við erum þakklátir fyrir það tækifæri að fá svæðisskrifstofuna aftur til Bretlands og finnum að það mun færa okkur þær blessanir sem nauðsynlegar eru til að viðhalda starfi sáluhjálpar og upphafningar í Evrópu.

Öldungur Boom fæddist í Amsterdam, Hollandi, þann 13. júlí, 1963. Hann þjónaði sem fastatrúboði í sjálfboðastarfi í Austur-London trúboðinu í Englandi og þjónaði nýverið sem forseti Austur-Evrópusvæðisins. Hann giftist Ariena Johonna Broekzitter árið 1984.  Þau eiga saman þrjú börn.

Öldungur Scott D. Whiting, fyrsti ráðgjafi
Öldungur Scott D. Whiting, fyrsti ráðgjafi

Öldungur Whiting var áður ráðgjafi í forsætisráði Austur-Evrópusvæðisins og hafði þar áður þjónað sem aðstoðarframkvæmdastjóri í musterisdeildinni.

Öldungur Whiting sagði: „Ég hlakka til þess að musterin í Osló, Noregi, og Birmingham, Englandi, verði byggð og þeirra blessana sem þau munu færa fólkinu í Norður-Evrópu. Við getum fundið gleði fyrir tilstuðlan Drottins, jafnvel á erfiðleikatímum, sérstaklega ef við höldum heilög loforð sem gerð eru í musterunum.“ Öldungur Whiting fæddist í Salt Lake City, Utah, 1. apríl 1961. Hann kvæntist Jeri Olson í apríl árið 1984. Þau eiga saman fimm börn.

Öldungur Alan T. Phillips, annar ráðgjafi
Öldungur Alan T. Phillips, annar ráðgjafi

Öldungur Philips hefur þjónað í yfirleiðtogastöðu svæðishafa Sjötíu frá árinu 2016. Hann ann unga fólkinu í kirkjunni og trúir að  mikilvægt sé að veita hinni upprennandi kynslóð tækifæri og rödd sem framtíðarleiðtogar. Hann sagði: „Ég hef orðið vitni að mikilvægri og djarfri trú hinnar upprennandi kynslóðar á Norður-Evrópusvæðinu. Ég legg áherslu á loforð forseta kirkju okkar, Russells M. Nelson: ‚Þið eruð von Ísraels og Evrópu er þið haldið sáttmála ykkar af aukinni nákvæmni.‘“ Öldungur Phillips er kvæntur Lindsey Phillips og þau eiga saman fjögur börn.