Kynnist hinu nýja Yfirbiskupsráði Kirkju Jesú Krists

Kynnist hinu nýja Yfirbiskupsráði Kirkju Jesú Krists
Yfirbiskupsráð Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu frá og með 14. nóvember 2025: W. Christopher Waddell yfirbiskup (fyrir miðju), L. Todd Budge fyrsti ráðgjafi (til vinstri) og Sean Douglas annar ráðgjafi (til hægri).

Æðsta forsætisráðið hefur útnefnt W. Christopher Waddell sem hinn nýja yfirbiskup Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu. Todd Budge þjónar sem fyrsti ráðgjafi og Sean Douglas þjónar sem annar ráðgjafi.

Þessi tilkynning fyllir skarðið sem öldungur Gérald Caussé skildi eftir þegar hann var kallaður í Tólfpostulasveitina 6. nóvember 2025. Öldungur Caussé hafði þjónað sem yfirbiskup í rúm 10 ár. Waddell biskup og Budge biskup voru ráðgjafar öldungs Caussé.

Yfirbiskupsráðið þjónar undir leiðsögn Æðsta forsætisráðsins. Það hefur umsjón með málefnum líkt og mannúðarmálum, velferðarverkefnum, tíund og föstufórnum, húsnæðismálum og umfangi aðildarskýrslna, ásamt fleiru. Meðlimir þess ferðast líka oft til að þjóna kirkjumeðlimum um heiminn.

Hér á eftir er stutt æviágrip fyrir hvern meðlim biskupsráðsins.

W. Christopher Waddell biskup (yfirbiskup)

Christopher W. Waddell biskup, opinber ljósmynd, 2023.
Christopher W. Waddell biskup, opinber ljósmynd, 2023.

Þegar hann var fyrst kallaður í Yfirbiskupsráðið árið 2016, sagði Waddell biskup að sérhver þáttur starfs kirkjunnar — þar með talið meira aðkallandi starf Yfirbiskupsráðsins sem snýst um að annast hina nauðstöddu — hefur að gera með að hjálpa fólki að snúa aftur til Guðs.

Kyrrahafsfréttastofa: W. Christopher Waddell biskup sér áhrif mannúðarstarfs á Samóaeyjum

„Ef við vinnum allt út frá þeirri hugsun að huga að upphafningu barna Guðs, hvort sem við leggjum fyrst út frá stundlegu eða kirkjulegu sjónarmiði, fer allt á sama stað að lokum,“ sagði hann. „Það er það sem við erum að byggja upp í átt að.“

Yfirbiskupsráðið hefur einnig lagt áherslu á að annast sköpunarverk Guðs í umönnun barna Guðs. Eitt dæmi um þetta er hin mikla forgangsröðun um sjálfbærni í umhverfismálum sem kirkjan hefur sett á fót, til að hjálpa Síðari daga heilögum að vera skynsamir ráðsmenn jarðarinnar.

Árið 2023 talaði Waddell biskup um eitt af þessum forgangsatriðum — vatnsverndarmál — í tengslum við Great Salt Lake-stöðuvatnið.

„Við ættum að viðurkenna hönd Guðs í því að veita okkur þessa blessun [vatns] og því að verki okkar er ekki lokið enn,“ sagði Waddell biskup. „Við verðum að halda áfram af fullri kostgæfni ef við ætlum að gera þann gæfumun sem þörf er á. Megi Drottinn veita okkur alla þá trú og þrautseigju til að vera vitrir ráðsmenn vatns okkar, lands og auðlindanna sem streyma í gegnum þau.“

Eins og með aðra aðalvaldhafa, þá hafa ræður hins nýja yfirbiskups lagt áherslu á Jesú Krist.

„Enginn leiðtogi hefur sýnt meira hugrekki, enginn mannvinur meiri gæsku, enginn læknir læknað fleiri sjúkdóma og enginn listamaður verið jafn skapandi og Jesús Kristur,“ sagði Waddell biskup í síðustu aðalráðstefnuræðu sinn í október 2023. „Í heimi hetja, með minnisvörðum og söfnum tileinkuðum hetjudáðum dauðlegra karla og kvenna, er aðeins einn sem ber höfuð og herðar yfir alla aðra.“

Fréttastofa | 2023 Waddell biskup heimsækir jarðskjálftasvæði Tyrklands

Waddell biskup fæddist í Los Angeles, Kaliforníu, 28. júní 1959. Hann giftist Carol Stansel í júlí 1984. Þau eiga saman fjögur börn.

Hann útskrifaðist með BA-gráðu árið 1984 frá ríkisháskólanum í San Diego. Frá árinu 1984 starfaði hann hjá Merrill Lynch í nokkrum stöðum, þar á meðal sem fyrsti varaforseti fjárfestinga.

Áður en hann var kallaður sem yfirbiskup, hafði Waddell biskup þjónað í fimm ár sem fyrsti ráðgjafi í Yfirbiskupsráðinu (2020–2025), í fimm ár sem annar ráðgjafi (2015–2020) og í fjögur ár sem aðalvaldhafi Sjötíu (2011–2015). Önnur verkefni hans hafa meðal annars verið sem fastatrúboði á Spáni, biskup, háráðsmaður, ráðgjafi trúboðsforseta, stikuforseti, forseti Barselónatrúboðsins á Spáni og svæðishafi Sjötíu.

L. Todd Budge biskup (fyrsti ráðgjafi)

L. Todd Budge biskup, opinber ljósmynd, 2023.
L. Todd Budge biskup, opinber ljósmynd, 2023.

Budge biskup var kallaður sem aðalvaldhafi Sjötíu árið 2019. Árið 2020 var hann kallaður sem ráðgjafi í Yfirbiskupsráðinu. Ári síðar, á aðalráðstefnu, útskýrði Budge biskup hlutverk biskupsráðsins fyrir Síðari daga heilögum um allan heim.

„Meðal annars, sér Yfirbiskupsráðið um velferðar- og hjálparstarf kirkjunnar,“ sagði hann. „Þetta verk fer nú fram um alla jörðina og blessar fleiri börn Guðs en nokkru sinni fyrr.“

Einn þáttur í þessu heimslæga starfi kom árið 2022 þegar Budge biskup afhenti framlag frá kirkjunni upp á 32 milljónir bandaríkjadala til Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna til að takast á við það sem samtökin kölluðu „hamfarahungursneyð“.

„Við erum afar þakklát fyrir samstarfið við Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna, því við vitum að hún mun sjá þeim fyrir matvælum sem mest þarfnast þeirra,“ sagði Budge biskup. „Við þökkum einnig Síðari daga heilögum og vinum okkar, sem gerðu þessa gjöf mögulega með peningafórnum sínum. Slíkar gjafir auka smávegis við gleði barna Guðs og gera okkur öll örlítið heilagri.“

Fréttastofa | 2022 Budge biskup hvetur til umhyggju fyrir jörðinni

Auk þjónustu sinnar sem aðalvaldhafi hefur Budge biskup þjónað í nokkrum kirkjuköllunum, þar með talið sem fastatrúboði í Fukuoka-trúboðinu í Japan, stikuforseti Piltafélagsins, forseti öldungasveitar, framkvæmdaritari stiku, ráðgjafi í biskupsráði, biskup, stikuforseti, forseti Tókýótrúboðsins í Japan, svæðishafi Sjötíu og meðlimur í fimmtu sveit hinna Sjötíu á Utah-svæðinu.

Budge biskup fæddist í Pittsburg, Kaliforníu, 29. desember 1959. Hann giftist Lori Capener árið 1981. Þau eiga saman sex börn.

Hann lauk Bachelor of Arts-gráðu í hagfræði frá Brigham Young-háskóla árið 1984. Budge biskup starfaði hjá Bain & Company Japan, Citibank N.A. og GE Capital, bæði í Atlanta og Japan. Árið 2003 varð hann forseti og framkvæmdarstjóri Tokyo Star Bank Limited. Frá 2008 til 2011 starfaði hann sem stjórnarformaður. Hann lét af störfum hjá bankanum árið 2011. Á þessum tíma var hann einnig stjórnarmaður hjá Hawaiian-flugfélagsinu.

Sean Douglas biskup (annar ráðgjafi)

Sean Douglas biskup, opinber ljósmynd.
Sean Douglas biskup, opinber ljósmynd.

Douglas biskup var kallaður sem aðalvaldhafi Sjötíu árið 2010. Þegar þessi köllun í Yfirbiskupsráðið átti sér stað var hann forseti Mexíkósvæðis kirkjunnar.

Þann 28. ágúst 2025 talaði hann á ráðstefnu um trúfrelsi í León, stórborg í miðhluta Mexíkó.

„Trúfrelsi,“ sagði hann, „gefur manneskjunni reisn og þegar það er virt og verndað, verður það öflugt tæki til að byggja frið.“ Hann benti einnig á að „trúfrelsi og friður væru mjög samtvinnuð“ og hann bauð öðrum trúarbrögðum að koma saman til hjálpar hinum þurfandi, þar með talið farandfólki, fórnarlömbum ofbeldis og fólki sem býr við fátækt.

Önnur verkefni Douglas biskups sem aðalvaldhafa hafa verið þjónusta við höfuðstöðvar kirkjunnar sem svæðisaðstoðarmaður á norðaustursvæði Norður-Ameríku og sem aðstoðarframkvæmdastjóri í ættarsögudeildinni. Áður en hann þjónaði í kirkjunni í fullu starfi, var hann svæðishafi Sjötíu á suðvestursvæði Norður-Ameríku.

Í ræðum sínum hefur Douglas biskup lagt áherslu á að besta leiðin til að sigrast á erfiðleikum lífsins sé að trúa á Jesú Krist og halda boðorð hans.

Aðalráðstefna: Takast á við andlega fellibylji með trú á Jesú Krist

„Fyrir trú okkar og hlýðni tengjumst við krafti að handan til að sigrast á ‚[öllu] sem gerist – eða gerist ekki – í lífi okkar,‘“ sagði hann á aðalráðstefnu og vitnaði í Russell M. Nelson forseta. „Já,“ hélt hann áfram og vitnaði í spámenn Mormónsbókar, „Guð ‚blessar [okkur] samstundis‘ fyrir að trúa og hlýða. Í tímans rás mun tilveruástand okkar í raun breytast í hamingju og ‚[við] erum lifandi gjörð í Kristi,‘ er við iðkum trú á hann og höldum boðorð hans.“

Douglas biskup, nýjasti meðlimur Yfirbiskupsráðsins, hlaut Bachelor of Science-gráðu í bókhaldi frá Utah-háskóla árið 1988. Hann starfaði síðan sem löggiltur endurskoðandi hjá Price Waterhouse. Frá 1990 og þar til hann var kallaður sem aðalvaldhafi Sjötíu árið 2021, starfaði hann fyrir Huntsman Corporation við ýmis störf, þar á meðal sem deildarstjóri, gjaldkeri, varaforseti stjórnsýslu, varaforseti fyrirtækjaþróunar, framkvæmdastjóri og fjármálastjóri.

Douglas biskup fæddist í Salt Lake City, Utah, 1. maí 1964. Hann giftist Ann Dickson árið 1985. Þau eiga saman fjögur börn.