Lærið um skírn Jesú Krists

Á sama hátt og Jesús Kristur var skírður, þá verðum við öll að láta skírast til að geta snúið aftur til dvalar hjá Guði. Lærið meira um frásagnir Biblíunnar af skírn Jesú og hvernig við getum fylgt fordæmi hans.

Jesús Kristur var skírður: Lesið um hvað Biblían kennir okkur

Hvers vegna var Jesús Kristur skírður?

Þegar Jesús Kristur var á jörðinni, kenndi hann í gegnum fordæmi að við verðum öll að skírast. Sumir velta því kannski fyrir sér hvort að skírn sé enn mikilvæg í nútímanum. Í gegnum frásagnir úr Biblíunni um skírn Jesú Krists, þá lærum við að skírn sé nauðsynlegur þáttur í áætlun ástríks föður okkar á himnum fyrir öll börn hans.

Jesús Kristur var eina fullkomna veran sem hefur nokkru sinni lifað á jörðinni (sjá Sannir í trúnni  [2004], 14–21). Hann drýgði aldrei synd. Jesús lifði fullkomnu lífi til að sýna okkur hvernig við eigum að lifa, til þess að geta snúið aftur til himnesks föður okkar eftir að við deyjum. Jafnvel þó að hann hafi ekki þurft að iðrast neinna synda, þá valdi Jesús Kristur að skírast til að setja fullkomið fordæmi fyrir okkur að fylga (sjá Matteus 3:13–15).

Hvað gerðist við skírn Jesú Krists?

Biblían kennir okkur að Jesús var skírður af frænda sínum, Jóhannesi skírara (sjá Matteus 3:13). Guð gaf Jóhannesi sérstakt vald og umboð til að skíra (sjá Leiðarvísir að ritningunum, „Jóhannes skírari,“ scriptures.lds.org). Við köllum þetta vald og umboð til að skíra, prestdæmið. Í dag er Kirkja Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu eina kirkjan sem hefur þetta sama umboð og Jóhannes hafði til að skíra (læra má meira um Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu með því að fara á komidtilkrists.org).

Jesús Kristur var skýrður fyrir rúmlega 2000 árum, en skírnin skiptir jafn miklu máli fyrir þá sem lifa í dag
Jesús Kristur var skýrður fyrir rúmlega 2000 árum, en skírnin skiptir jafn miklu máli fyrir þá sem lifa í dag

Við skírn Jesú Krists í ánni Jórdan (sjá Markús 1:9), þá talaði Guð faðirinn frá himnum. Guð sagði að hann hefði „velþóknun á“ Jesú (sjá Matteus 3:17). Guð hefur einnig velþóknun á okkur þegar við veljum að láta skírast, því að þegar við erum skírð þá sýnum við með verkum okkar að við elskum hann og viljum þjóna Jesú Kristi.

Heilagur andi var einnig viðstaddur skírn Jesú Krists (sjá Matteus 3:16). Þegar við erum skírð getum við líka fengið gjöf heilags anda. Þessi einstaka gjöf gerir heilögum anda kleift að leiða okkur og hjálpa. Hún leyfir okkur einnig að skynja kærleika Guðs betur í lífi okkar. Ef við veljum að láta skírast og lifa réttlátlega, þá getur heilagur andi ávallt verið til staðar í lífi okkar.

Á meðan á skírn Jesú Krists stóð, þá dýfði Jóhannes Jesú alveg ofan í vatnið. Þessi tegund skírnar kallast niðurdýfingarskírn. Við getum verið skírð niðurdýfingarskírn eins og Jesús. Þegar við erum alveg umlukin vatninu, þá er það táknrænt fyrir það að fá algera fyrirgefningu syndanna við skírn. Að vera „greftraður“ í vatninu og síðan reistur upp er líka táknrænt fyir hið nýja líf sem okkur er gefið þegar við veljum að fylgja Jesú Kristi og trú okkar um að við munum dag einn rísa úr gröfum okkar vegna hans (sjá Rómverjabréfið 6:1–4 (Horfa má á myndband af niðurdýfingarskírn Jesú Krists með því að smella hér.)

Hvers vegna skiptir skírn Jesú Krists þig máli?

Sérhvert okkar verður að láta skírast til að geta einhvern daginn snúið aftur og lifað með Guði. Læra má meira um líf Jesú Krists og hvernig þið getið látið skírast með því að fara á komidtilkrists.org.