Laugardagskvöldshluti aðaráðstefnu

Laudy R. Kaouk
Laudy R. Kaouk

Hið nýja tákn kirkjunnar hefur frelsarann sem þungamiðju. 

Kirkjan er komin með nýtt auðkennistákn. Spámaður kirkjunnar og forseti, Russell M. Nelson, tilkynnti þetta og útskýrði mikilvægi þess laugardagskvöldið.  

„[Táknið] sýnir Drottinn upprisinn, lifandi með útrétta arma fyrir alla sem vilja koma til hans,“ sagði Nelson forseti. „Tákn þetta ætti að vera mörgum kunnugt því við höfum lengi auðkennt hið endurreista fagnaðarerindi hinum lifandi, upprisna Kristi.” 

Lesið meira um þetta tákn hér

Spámaðurinn kallar eftir annarri heimslægri föstu fyrir líkn frá COVID-19 - Í þetta sinn á  föstudaginn langa. 

Nelson forseti kallar á alla að fasta aftur fyrir líkn frá COVID-19. Þessi heimslæga fasta mun fara fram föstudaginn langa, 10. apríl, 2020. 

„Við skulum sameinast í bænarákalli um lækningu hvarvetna um heim,“ sagði spámaðurinn. „Föstudagurinn langi gæti verið fullkominn dagur til að við fáum náð eyrum himnesks föður og sonar! … Við skulum sárbiðja … að ná megi stjórn á ríkjandi heimsfaraldri, að hjúkrunarfólk njóti verndar, að efnahagur styrkist og lífið komist í eðlilegt horf.“ 

Æskan talar í laugardagskvöldhluta 

Það er hefðbundið að ræðumenn aðalráðstefnu  séu einungis leiðtogar kirkjunnar. Nokkuð óvenjulegt átti sér stað í laugardagskvöldhlutanum - ræður frá tveimur unglingum. Laudy Ruth Kaouk og Enzo Serge Petelo deildu hvort um sig hugsunum sínum um það hvernig prestdæmið blessar æskuna. 

„Sama hverjar aðstæður ykkar eru þá hafið þið ávalt aðgang að prestdæmisblessunum,“ sagði Kaouk, sem sækir kirkju í spænskumælandi söfnuði í Provo, Utah. „Í gegnum fjölskyldumeðlimi, vini, þjónustubræður, prestdæmisleiðtoga og himneskan föður, sem mun aldrei bregðast ykkur, getið hlotið prestdæmisblessanir.“ 

Okkur er veitt það tækifæri að þjónusta líkt og englar, prédika fagnaðarerindið á öllum meginlöndum jarðar og hjálpa sálum að koma til Krists,“ sagði Petelo, meðlimur annars safnaðar í Provo, Utah. „Með þessari þjónustu eigum við í samstarfi við Jóhannes skírara, Moróní, Joseph Smith, Nelson forseta og aðra kostgæfna þjóna Drottins. 

Enzo S. Petelo
Enzo S. Petelo