Evrópusvæðið

Leiðtogar Síðari daga heilagra benda á persónulegan frið mitt í heimsumróti

Ný musteri tilkynnt á heimsviðburði – þar á meðal í Barcelona á Spáni og í Birmingham á Bretlandi

Heimsleiðtogar Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu lögðu áherslu á veg persónulegs friðar fyrir milligöngu Jesú Krists, þrátt fyrir að stríð og átök geisi, á fyrri árlegri heimsaðalráðstefnu (laugardag og sunnudag, 2. og 3. apríl 2022).

Russell M. Nelson forseti og eiginkona hans, systir Wendy Nelson. 20220402_115717_LNilsson_LES_4832
Russell M. Nelson forseti og eiginkona hans, systir Wendy Nelson.

Forseti kirkjunnar, Russell M. Nelson, fordæmdi hernaðarátök og sagði þau „hryllilegt brot gegn öllu því sem Drottinn Jesús Kristur kenndi og stendur fyrir“ og sárbað hlustendur „að binda enda á þau átök sem geisa í hjörtum ykkar og í lífi ykkar.”

Ráðstefnuhöllin í Salt Lake City, Utah, Bandaríkjunum. 20220403_0736_MCoberly_08593
Ráðstefnuhöllin í Salt Lake City, Utah, Bandaríkjunum.

Nelson forseti lagði áherslu á hina miklu þörf fyrir „jákvæðan andlegan skriðþunga“ sem mun „leiða okkur áfram mitt í ótta og óvissu af völdum faraldra, flóðbylgja, eldgosa og hernaðarátaka.“

Systir Susan H. Porter, sem nýlega var kölluð forseti Barnafélagsins, sagði: „Jafnvel þó að ykkur finnist þið vera einar þegar stormar lífsins geisa, getið þið lýst ljósi inn í myrkur misskilnings, glundroða og vantrúar.“

Síðari daga heilagar konur og stúlkur koma á kvennahluta aðalráðstefnu. 20220403_0736_MCoberly_08593
Síðari daga heilagar konur og stúlkur koma á kvennahluta aðalráðstefnu.

„Ljós ykkar í trú á Kristi getur verið stöðugt og öruggt, leiðandi þá til öryggis og friðar sem kringum ykkur eru, … hjörtu geta breyst og líf verið blessuð er við bjóðum ögn af salti, skeið af súr og ljósgeisla,“ sagði hún, er hún talaði á kvennahluta ráðstefnunnar.

Systir Susan H. Porter, forseti Barnafélagsins. 20220402_182148_CBell_CMB_5359
Systir Susan H. Porter, forseti Barnafélagsins.

Öldungur Patrick Kearon í forsætisráði hinna Sjötíu, hughreysti þá sem þjást vegna misnotkunar eða annarra hörmunga í lífi sínu. „Okkar miskunnsami frelsari, sem sigrar myrkur og siðspillingu, hefur mátt til að leiðrétta allt rangt,“ sagði hann. „Jesús hefur sigrast á misnotkun þessa heims, til að veita ykkur mátt, ekki aðeins til að komast af, heldur dag einn, fyrir milligöngu hans, til að vinna bug á og jafnvel sigra.“

Öldungur Patrick Kearon, í forsætisráði hinna Sjötíu. 09ea53e43e843b74abd17f0c0aecc4d0f2011fa0
Öldungur Patrick Kearon, í forsætisráði hinna Sjötíu.

Öldungur Neil L. Andersen, í Tólfpostulasveitinni, kallaði eftir fleiri friðflytjendum í heiminum. „Fyrir skjöld trúar okkar á Jesú Krist, verðum við friðflytjendur, slökkvum – sem merkir að róa eða kæla niður eða kæfa – öll eldskeyti andstæðingsins,“ sagði hann. Að vera friðflytjandi, er ekki að vera hlutlaus. Friðflytjendur eru miklu fremur, útskýrði öldungur Andersen, „sannfærandi að hætti frelsarans.“

Öldungur Neil L. Andersen, í Tólfpostulasveitinni. 20220402_110028_CPowell_CEP_7705
Öldungur Neil L. Andersen, í Tólfpostulasveitinni.

Viðburðurinn frá Ráðstefnuhöllin í Salt Lake City, Utah, Bandaríkjunum, var opinn almenningi í fyrsta sinn frá því að Kóvid-faraldurinn hófst, en með færri þátttakendum, sem voru 10.000.

Kallanir tólf nýrra leiðtoga voru kynntar á aðalráðstefnunni í apríl 2022. Kallanir þessar samanstanda af sex aðalvaldhöfum og nýjum aðalforsætisráðum Líknarfélags (kvennasamtök) og Barnafélags. Hinir nýju leiðtogar Líknarfélagsins og Barnafélags, munu hefja þjónustu sína þann 1. ágúst. Á leiðtogafundi aðalráðstefnunnar 31. mars, voru 45 nýir  svæðishafar Sjötíu frá 23 löndum kynntir, þar af sex frá Evrópusvæðinu. Svæðshöfum Sjötíu er falið að þjóna á tilteknum stöðum.

Að lokinni hinna tveggja daga ráðstefnu, tilkynnti Russell M. Nelson forseti áætlun um byggingu 17 nýrra mustera víða um heim, þar með tvö í Evrópu. Hin helga bygging í Barcelona, verður annað musteri Spánar, auk Madríd-musterisins á Spáni. Musteri í Birmingham verður það þriðja á Bretlandi. London-musterið í England var vígt árið 1958 og Preston-musterið í England opnaði árið 1998. England er heimili elsta samfellda safnaðar kirkjunnar.