Lesið hinn nýja bækling: „Múslimar og Síðari daga heilagir.“

Í þessum nýja bæklingi er undirstrikað að skilningur ríki milli múslima og Síðari daga heilagra

Lexojeni Pamfletin e Ri “Myslimanët dhe Shenjtorët e Ditëve të Mëvonshme”

Nýr 35 síðna bæklingur sem heitir „Múslimar og Síðari daga heilagir: Trú, gildi og líferni,“ er fáanlegur á ChurchofJesusChrist.org á átta tungumálum: Arabísku, ensku, farsi, frönsku, rússnesku, spænsku, tyrknesku og þýsku*.   Bæklinginn má einnig finna á þessum tungumálum í smáforritinu Gospel Library, með því að fara í „Books og Lessons [Bækur og lexíur],“ síðan að opna „Interfaith Relations [Fjöltrúarsambönd].“

p2

Efni bæklingsins var fyrst nefnt af öldungum David A. Bednar og Gerrit W. Gong í Tólfpostulasveitinni á ráðstefnu um íslam í Brigham Young háskóla í október 2021. Bæklingurinn kynnir múslima (fylgjendur íslams) og Síðari daga heilaga (meðlimi Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu) fyrir hver öðrum. Bæklingurinn er ávöxtur margra ára vinnu og samstarfs við múslimska ímama.

„Þegar við unnum að þessu verkefni með múslimskum samstarfsmönnum, tókum við eftir hversu margt sameiginlegt er með þessum tveimur trúarbrögðum,“ sagði öldungur Bednar í 30 mínútna myndbandi sem fylgir bæklingnum. „Dæmi: Bæði Síðari daga heilagir og múslimar hafa í einlægni haldið í heiðri trú á Guð, spámenn, ritningar og helga staði. Við deilum sameiginlegum gildum eins og mikilvægi fjölskyldu, skírlífis og að hjálpa hinum þurfandi. Líferni fylgjenda beggja trúarbragða felur í sér venjur eins og bæn, föstu og verndun líkamlegrar heilsu. Sameiginlegar trúarskoðanir, gildi og iðkun í báðum trúarbrögðum ná út fyrir öll pólitísk, þjóðernisleg eða menningarleg mörk.“

Þótt viðurkennt sé að munur er á þessum tveimur trúarbrögðum, þá sýna kaflar í bæklingnum nokkrar sameiginlegar skoðanir. Dæmi:

  • Guð er alvitur og almáttugur. Trú ætti að tjá í hugsun, orði og verki.
  • Spámenn eru mikilvægir til að veita leiðsögn frá Guði.
  • Jesús Kristur gegnir mikilvægu en þó ólíku hlutverki fyrir báða hópa.
  • Opinberun frá Guði sem gefin er með boðberum sem ritning er grunnurinn að því að læra vilja Guðs, standa við skuldbindingar og taka þátt í trúfastri tilbeiðslu.
  • Menn verða að eiga samskipti við Guð með daglegri bæn.
  • Guð hefur velþóknun á hreinleika og skírlífi.
  • Konur eru nauðsynlegar í samfélaginu og á heimilum.
  • Fjölskyldan er grundvallareining samfélagsins og ómissandi uppspretta gleði.

Í myndbandinu hafnar öldungur Bednar niðrandi ummælum og almennum fullyrðingum sem sumir Síðari daga heilagir hafa látið falla um fylgjendur íslams.

„Okkur líður illa þegar sú ranga framsetning kemur fram í fréttum að einhver sem framdi alvarlegan glæp hafi verið Síðari daga heilagur. Líka þegar kirkjunni okkar er ruglað saman við afsprettuhópa sem breyta andstætt okkur,“ sagði öldungur Bednar. „Á svipaðan hátt er það jafn ónákvæmt og móðgandi fyrir múslima að gefa í skyn að allir múslimar séu viðriðnir alvarlega glæpi hér í Bandaríkjunum eða annars staðar í heiminum. Múslimar hafna allri slíkri breytni, rétt eins og Síðari daga heilagir gera. Öll helstu trúarbrögð hafa öfgamenn sem rangtúlka kenningar þeirra eigin trúarbragða eða sem leitast við að gera rangt í nafni trúarbragða.“

Í myndbandinu leggja postularnir líka áherslu á þá sameiginlegu viðleitni kirkjunnar og múslima að verja trúfrelsi fyrir alla.

„Þegar við hittum leiðtoga múslima um allan heim, tölum við um að verja trúfrelsið,“ sagði öldungur Gong. „Trúað fólk þarf að standa saman um umburðarlyndi og reisn fólks af öllum trúarskoðunum.“

Öldungur Bednar sagði að kirkjan líti „mjög eindregið til trúfrelsis, ekki bara fyrir okkur sjálf, heldur fyrir alla. Eins og sumir múslimar í Bandaríkjunum eða annars staðar í heiminum hafa meðlimir kirkjunnar fundið fyrir áhrifum ofsókna og skilgreininga og við sameinumst góðu fólki hvarvetna um að fordæma slíkt atferli.“

*Bæklingurinn verður fáanlegur á þýsku og rússnesku síðar.