Líf Josephs Smith - Endurreisn prestdæmisins

Lærið meira um endurreisn kirkju Krists

Síðari daga heilagir trúa því að himneskir sendiboðar hafi veitt Joseph Smith og Oliver Cowdery prestdæmi Guðs.
Síðari daga heilagir trúa því að himneskir sendiboðar hafi veitt Joseph Smith og Oliver Cowdery prestdæmi Guðs.

Meðlimir Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu trúa því að prestdæmið sé umboð til að starfa í nafni Guðs, sem Guð fól mönnum í hendur. Þegar Jesús Kristur bjó hér á jörðu veitti hann postulum sínum prestdæmið. Síðari daga heilagir trúa því að eftir krossfestingu Jesú Krists og dauða postulanna, hafi fylling fagnaðarerindis Krists og prestdæmið, verið tekið af jörðunni (sjá “Restoration of the Priesthood,” churchofjesuschrist.org/topics?lang=eng). Síðari daga heilagir trúa því að árið 1829, hafi prestdæmið verið endurreist á jörðunni þegar himneskur sendiboði veitti Joseph Smith það. Endurreisn prestdæmisins er Síðari daga heilögum mikilvægur atburður í sögu kirkjunnar.

Hverju trúa meðlimir Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu varðandi prestdæmið?

Síðari daga heilagir trúa því að það séu tvö ólík prestdæmi K&S 107:1) – Aronsprestdæmið og Melkísedeksprestdæmið. Síðari daga heilagir trúa því að Aronsprestdæmið sé lægra prestdæmið, eða undirbúningsprestdæmið og að Melkísedeksprestdæmið sé hið æðra prestdæmi.

Aronsprestdæmið

Joseph Smith heyrði fyrst um Aronsprestdæmið eftir að hafa lesið um skírnir til fyrirgefningar syndanna á meðan á þýðingu hans á Mormónsbók stóð. Þann 15. maí 1829, fóru Joseph og ritari hans Oliver Cowdery út í skóg til að biðja varðandi það sem þeir höfðu lesið um skírn. Sem svar þá steig Jóhannes skírari af himnum og veitti Joseph og Oliver Aronsprestdæmið, sem gefur heimild til skírnar (sjá Joseph Smith—Saga 1:68–72).

Í dag er hægt að veita ungum verðugum mönnum Aronsprestdæmið frá því að þeir verða 12 ára gamlir. Í raun þá trúa Síðari daga heilagir því að það séu mörg mismunandi embætti innan Aronsprestdæmisins, sem hvert inniheldur sínar skyldur. Þessi embætti eru djákni, kennari, prestur og biskup (sjá K&S 107:13–14, 85–88). Prestdæmishöfum miðar áfram í hærri embætti er þeir þroskast áfram í fagnaðarerindinu. Skyldur hinna ýmsu embætta Aronsprestdæmisins eru meðal annarra að blessa og bera út sakramentið, skíra og hafa umsjón með veraldlegum þörfum kirkjumeðlima (sjá “Aaronic Priesthood,” churchofjesuschrist.org/topics?lang=eng).

Melkísedeksprestdæmið

Síðari daga heilagir trúa því að Melkísedeksprestdæmið, eða æðra prestdæmið, hafi einnig verið endurreist af spámanninum Joseph Smith. Nákvæm dagsetning endurreisnar Melkísedeksprestdæmisins er óþekkt, en það gerðist nokkrum vikum eftir endurreisn Aronsprestdæmisins árið 1829 (sjá Doctrine and Covenants and Church History Gospel Doctrine Teacher’s Manual [1999], 45). Hinir fornu postular Pétur, Jakob og Jóhannes birtust Joseph og Oliver og veittu þeim Melkísedeksprestdæmið.

Síðari daga heilagir trúa því að verðugir, fullorðnir karlmenn í kirkjunni geti haft Melkísedeksprestdæmið. Melkísedeksprestdæmið er nefnt eftir Melkísedek, sem var mikils metinn háprestur sem var uppi tímum Abrahams (sjá K&S 107:2-4). Þetta prestdæmi hefur umboð til að veita sérstakar prestdæmisblessanir til huggunar, ráðgjafar og lækningar og umboð til að veita gjöf heilags anda. Í raun þá trúa Síðari daga heilagir því að í helgiathöfnum Melkísedeksprestdæmisins „opinberist … kraftur guðleikans“ (K&S 84:20; sjá einnig “Melchizedek Priesthood,” churchofjesuschrist.org/topics?lang=eng).

Lærið meira

Síðari daga heilagir trúa því að endurreisn prestdæmisins í maí 1829 sé ekki einungis söguleg staðreynd heldur einnig kraftaverk og ótrúleg blessun fyrir öll börn Guðs. Til að læra meira um endurreisn kirkju Krists, heimsækið KomidtilKrists.org.