Lífi breytt í Friendship Centres (vinamiðstöðvum)

Friendship Centres (vinamiðstöðvar), sem skipulagðar eru af Hjálparstofnun Síðari daga heilagra, mannúðarstarfi kirkjunnar, bjóða flóttamönnum upp á staði til að eignast nýja vini, vinna að aðlögun, læra nýja hæfni og öðlast samfélagslega tilfinningu. 

Undanfarin ári hafa margir verið hraktir á flótta vegna stríðs, ofsókna eða náttúruhamfara. Oft eru þeir skyndilega hraktir frá heimilum sínum, án þess að fá tíma eða ráð til að taka eigur sínar með.

Það er skelfileg og einmannaleg upplifun að koma inn í nýtt land heimilislaus og oft auralaus. Eftir því sem Kent Miller, sjálfboðaliði Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu í Friendship Centre (vinamiðstöðinni) í Peckham (suðausturhluta London), segir „Þá er það tvennt sem þeir þarfnast mest, utan atvinnu, einlæg vinátta og að geta talað ensku.“

Öldungur og systir Miller, sjálfboðaliðar í Friendship Centre (vinamiðstöðinni) í Peckham, Englandi.
Öldungur og systir Miller, sjálfboðaliðar í Friendship Centre (vinamiðstöðinni) í Peckham, Englandi.

Nútímaritningar áminna okkur: „Styð þá óstyrku, lyft máttvana örmum og styrk veikbyggð kné.“ (Kenning og sáttmálar 81:5). Friendship Centres (vinamiðstöðvar), sem skipulagðar eru af Hjálparstofnun Síðari daga heilagra, mannúðarstarfi kirkjunnar, bjóða flóttamönnum upp á staði til að eignast nýja vini, vinna að aðlögun, læra nýja hæfni og öðlast samfélagslega tilfinningu. Í samstarfi við aðrar hjálparstofnanir, stjórnvöld á staðnum og sjálfstæðar stofnanir mæta þær þörfum margra flóttamana og innflytjenda sem koma til Evrópu.

Fyrsta miðstöðin opnaði í febrúar 2018 í Aþenu, Grikklandi. Boðið var upp á kennslu í grísku, ensku, matreiðslu, listum og tónlist, ásamt kennslu í sjálfeflingu. 

Öldungur og systir Barney, sjálfboðaliðar í Friendship Centre (vinamiðstöðinni) í Róm, Ítalíu.
Öldungur og systir Barney, sjálfboðaliðar í Friendship Centre (vinamiðstöðinni) í Róm, Ítalíu.

Í samvinnu við Biskupakirkjuna, var Friendship Centre (vinamiðstöðin) í Róm opnuð í maí 2018 og þjónaði 25 flóttamönnum á viku. Í mars 2019 var tekið á móti nærri 500 þátttakendum á viku. Boðið var upp á tungumálakennslu á ítölsku, ensku og frönsku ásamt lífsleikni og starfsþjálfun.

Miðstöðvarnar voru mannaðar með staðarfólki og alþjóðlegum sjálfboðaliðum. Einnig var boðið upp á lögfræðiráðgjöf og aðstoð með ýmsa skjalavinnslu.

Einnig voru opnaðar miðstöðvar í Peckham og Wembley (vestur-London), Englandi. Boðið var upp á þjálfun í enskri tengingu (EC), grunntölvuþjálfun, starfsþjálfun og atvinnuráðgjöf. Boðið var upp á vikulega námsaðstoð fyrir börn á skólaaldri.

Miðstöðvarnar lokuðu snemma á síðasta ári vegna Kóvíd faraldursins. Nú fara fram rafrænar kennslustundir fyrir bresku stöðvarnar með sjálfboðaliðum sem kenna að heiman. Nemendur taka þátt allstaðar að úr heiminum. Nelson Hafen, sem stýrði Wembley miðstöðinni, hefur orðið vitni að því er „þeir verða vinir hvers annars og kennara sinna er þeir læra saman.“

Öldungur og systir Barney, sjálfboðaliðar í Friendship Centre (vinamiðstöðinni) í Róm, Ítalíu.
Öldungur og systir Barney, sjálfboðaliðar í Friendship Centre (vinamiðstöðinni) í Róm, Ítalíu.

Peggy Powel, leiðbeinandi úr Peckham miðstöðinni, sagði frá því að hafa hjálpað Kathrine að læra og setja sér fagleg markmið. Hún var glöð að verða vitni að því er Kathrine hóf störf sem  aðstoðarkennari um tíma. „Þegar hún hóf nám í EC námskeiðinu okkar, hafði hún unnið við ræstingar í Englandi í tvö ár.“

Öldungur og systir Hafen, sjálfboðaliðar í Friendship Centre (vinamiðstöðinni) í Wembley, Englandi.
Öldungur og systir Hafen, sjálfboðaliðar í Friendship Centre (vinamiðstöðinni) í Wembley, Englandi.

Í Jakobsbréfi 1:7 lesum við að: „Hrein … guðrækni … er þetta, að vitja munaðarlausra og ekkna í þrengingu þeirra og varðveita sjálfan sig óflekkaðan af heiminum.“ Kjarni þessara miðstöðva er að breyta lífi flóttamanna með einlægri þjónustu. Árangur þessara þjónstu er einnig breytingin á lífi sjálfboðaliðanna. Gaylene Bickmore, annar leiðbeinandi sagði: „Það að kenna hér hefur blessað mig meira en orð fá lýst.“