Lokaþáttur hinnar upprennandi kynslóðar 2020: Útsending sem fer fram um alla Evrópu  

Upprennandi kynslóð

Lokaþáttur hinnar upprennandi kynslóðar 2020: Evrópuútsending fyrir ungmenni og ungt fullorðið fólk um alla Evrópu fer í loftið 25. september, klukkan 17:00 að íslenskum tíma, á opinberum samfélagssíðum Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu, Facebook, Instagram og YouTube. Útsendingin verður tiltæk á 22 tungumálum og er „búin til fyrir ungt fólk í Evrópu og hönnuð af ungu fólki í Evrópu.“

Upprennandi kynslóð og trúboðar

Hinir alkunnu þáttastjórnendur þáttarins, Iréne Kabongo frá Belgíu og Ben Warner frá Bretlandi, verða með öldungi Erich W. Kopischke, öðrum ráðgjafa í svæðisforsætisráði Evrópu og öldungi Alan Phillips, svæðishafa Sjötíu frá Bretlandi, í myndverinu. Í þættinum verða líka trúboðar sem þjóna í Króatíu og Serbíu, myndbandskynningar fólks frá ýmsum löndum og tvö sérstök tónlistaratriði.

Upprennandi kynslóð að þjóna

Þátttakendur munu ræða mikilvægt hlutverk hinnar upprennandi kynslóðar í heimi nútímans, hvernig hún er til fyrirmyndar og lifir eftir fagnaðarerindi Jesú Krists á eðlilegan og óþvingaðan hátt. Öldungur Kopischke útskýrði: „Þessi hreyfing mun laða að fólk, einkum þá sem eru utan trúar okkar, vegna þess að þeir vilja vita ,af hverju?‘. Margir munu vilja sjá það sem við sjáum og skynja það sem við skynjum og vilja síðan vera með og verða hluti af þessu.“

Fyrir þá sem ekki geta horft á útsendinguna í beinni, þá verður upptakan tiltæk til áhorfs síðar á opinberum samfélagsmiðlasíðum kirkjunnar um alla Evrópu

 

Trúboðar að þjóna