Líf Josephs Smith: Fyrsta sýnin

Hvernig Fyrsta sýnin breytti heiminum

Lundurinn helgi

Hver var Joseph Smith?

Ef þú hefur heyrt um mormóna, þá gætir þú velt fyrir þér hver hafi verið upphafsmaður momónisma. Joseph Smith yngri er kannski best þekktur sem sá maður sem Guð endurreisti hina sönnu kirkju sína í gegnum, Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu, sem er einnig þekkt sem mormónakirkjan. Löngu áður en að hann var þekktur sem stofnandi heimstrúarbragða, þá var Joseph Smith auðmjúkur drengur sem langaði einfaldlega bara að vita í hvaða kirkju hann ætti að ganga.

Hvernig varð Joseph Smith áhugasamur um trúmál?

Sem fullorðinn maður, rifjaði Joseph það upp að „um 12 ára aldur þá hneygðist hugur minn alvarlega að mikilvægi velferðar hinnar ódauðlegu sálar minnar“ („History, circa Summer 1832,“ 1–2, josephsmithpapers.org, stafsetning og málfræði færð færð í nútímahorf). Á unglingsárum hans bjuggu Joseph og fjölskylda hans í dreifbýli New York ríkis, sem var orðið þekkt fyrir mikinn trúaráhuga. Palmyra, bærinn sem Joseph og fjölskylda hans bjuggu í, og umhverfi hans, voru þekkt sem „brunarústirnar“ vegna allra trúarvakninganna sem þutu yfir svæðið eins og eldur í sinu (sjá “First Vision Accounts,” Gospel Topics, topics.lds.org).

Joseph var bæði snortinn og ráðvilltur yfir þessari trúaræsingu og þráði einlæglega að vita hver allra þessara söfnuða sem unnu hörðum höndum að því að ná í trúskiptinga, væri sannur (sjá Steven C. Harper, “The First Vision: A Narrative from Joseph Smith’s Accounts,” history.lds.org; sjá einnig Joseph Smith—Saga 1:9–10). Joseph, sem var fjórtán ára gamall á þessum tíma, snéri sér að Biblíunni til að leita sér hjálpar. Undir áhrifum frá Jakobsbréfi 1:5, þar sem segir „ef einhvern yðar brestur visku, þá biðji hann Guð,“ fór Joseph út í skóginn nærri heimili sínu til að leita svara í bæn (sjá Joseph Smith—Saga 1:11–15).

Joseph Smith í lundinum helga
Guð faðirinn og Jesú Kristur birtust þegar Joseph Smith baðst fyrir til að fá að vita í hvað kirkju hann ætti að ganga. Tíu árum seinna stofnaði Joseph Smith Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu, stundum nefnd mormónakirkjan.

Hvað er Fyrsta sýnin?

Eftir að Joseph fór inn í skóginn, kraup hann í skógarlundi og hóf að biðja upphátt, í fyrsta sinn á ævinni (sjá Joseph Smith—Saga 1:14). Nærri því um leið og hinn ungi Joseph hóf bænina, var honum ómögulegt að mæla. Joseph sagði svo frá: „Ég hafði varla gert þetta, þegar einhver kraftur gagntók mig og bugaði gersamlega og hafði þau furðulegu áhrif á mig að lama tungu mína, svo að ég mátti ekki mæla. (Joseph Smith—Saga 1:15) Joseph sagði einnig að: „niðamyrkur umlukti [hann],“ og hann óttaðist að hann myndi tortímast. (Joseph Smith—Saga 1:15).

Sem mótsvar við þessari yfirþyrmandi mótstöðu og myrkri,lagði Joseph aukinn kraft í að biðja. Hann upplifði þá eitt af stórkostlegustu kraftaverkum nútímans, það sem mormónar kalla fyrstu sýnina. Hann segir svo frá þessari reynslu: „Ég beitti öllu afli mínu til að ákalla Guð og biðja hann að bjarga mér undan valdi þessa óvinar sem hafði náð tökum á mér, og rétt á sama andartaki og ég var að því kominn að láta bugast af örvilnan og gefa mig tortímingunni á vald . . . „sá ég ljósstólpa beint yfir höfði mér, skærari en sólin, og hann lækkaði hægt, uns hann féll á mig. Hann hafði ekki fyrr birst en ég fann mig lausan undan óvininum, sem hélt mér föngnum. Þegar ljósið hvíldi á mér, sá ég tvær verur, svo bjartar og dýrðlegar, að ekki verður með orðum lýst, og stóðu þær fyrir ofan mig í loftinu. Önnur þeirra ávarpaði mig, nefndi mig með nafni og sagði, um leið og hún benti á hina: Þetta er minn elskaði sonur. Hlýð þú á hann!“ (Joseph Smith—Saga 1:16-17).

Síðari daga heilagir trúa því að í þessi fyrstu sýn Josephs Smith hafi bæði Guð faðirinn og Jesú Kristur talað. Þeir leiðbeindu Joseph að ganga ekki í neina þeirra kirkna sem voru þá á jörðinni, þar sem „engin þeirra væri viðukennd af Guði sem hans kirkja og ríki,“ og gáfu honum fyrirheit um að fylling fagnaðarerindisins myndi vera kunngjörð [honum] á komandi tímum“ (Joseph Smith, “Church History,” Times and Seasons, 1. mars 1842, 707, josephsmithpapers.org). Síðari daga heilagir trúa því að fylling fagnaðarerindisins hafi verið endurreist í gegnum Joseph Smith þegar Drottinn stofnaði Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu, tíu árum síðar.

Hvers vegna er Fyrsta sýnin mikilvæg mormónum?

Síðari daga heilagir líta á Fyrstu sýn Joseph Smith sem hið nauðsynlega fyrsta skref í stofnun mormónisma. Í gegnum Fyrstu sýnina lærum við tvennt sem er miðlægt í kenningu mormóna. Í fyrsta lagi að Guð og Jesús Kristur eru tvær aðskildar verur, báðir með fullkominn, dýrlegan líkama. Í öðru lagi að Guð heldur áfram að opinbera mannkyninu vilja sinn í dag.

Eftir Fyrstu sýnina þýddi Joseph Smith Mormónsbók, forna ritningu sem kennir um Jesú Krist, endurreisti hið sanna prestdæmi og innsiglunarkraftinn sem gerir fjölskyldum kleift að vera saman eftir þetta líf og meðtók margar fleiri opinberanir frá Guði. Síðari daga heilagir í dag trúa því að Joseph Smith hafi verið sannur spámaður Guðs.

Hvernig get ég lært meira?

Til að læra meira um hið athyglisverða líf og ætlunarverk Josephs Smith, heimsækið mormon.org