Mæður sem finna gleði, jafnvel á örðugum tíðum

Juliana, tveggja barna móðir frá Albaníu

Yfir nótt breyttist líf fjölskyldna um alla Evrópu og á heimsvísu og hvert af öðru gerðu lönd ráðstafanir til að draga úr útbreiðslu KÓVÍD-19. Skólar og kirkjur lokuðu; garðar og leiksvæði hættu starfsemi; brúðkaupum var aflýst, minningarathöfnum frestað; margir starfsmenn voru beðnir um að vinna að heiman; og einangrun dró úr samskiptum stórfjölskyldu og vina.

Mæður og feður, sem eru hjarta heimilisins, hjálpa hverjum fjölskyldumeðlim að vaxa persónulega, andlega og vitsmunalega. Í þessum mánuði, þegar hlutverk móður er heiðrað í mörgum löndum, miðla fimm mæður víðsvegar að úr Evrópu sínum hjartans áhyggjum og hugsunum, er þær liðsinna fjölskyldum sínum á þessum óvissu tíma.

Þær eru:

Debra – Springhead, Oldham, Englandi

Móðir fjögurra barna og amma þriggja barna

Emily – Stuttgart, Þýskalandi

Móðir 14 mánaða gamallar dóttur

Juliana – Tirana, Albaníu

Móðir tveggja barna, sjö og fjögurra ára

Dominika – Iași, Rúmeníu

Móðir tveggja ára gamallar dóttur

Renate – Leimuiden, Hollandi

Móðir fimm barna, fjögurra drengja og einnar telpu

Áhyggjur og áskoranir

„Elsta dóttir okkar er framlínustarfsmaður hjá Heilbrigðisþjónustunni, svo hver dagur felur í sér svolitlar áhyggjur, einkum því hún fer heim til fjölskyldu sinnar á hverjum degi,“ sagði Debra. „Miðdóttir mín og eiginmaður hennar eru sjálfstætt starfandi. . Þau eru heima, hafa heimaskóla fyrir börnin sín tvö, en afla ekki tekna.“ 

Hún sagði ennfremur: „Þótt lífið sé áskorun um þessar mundir, er ég full rósemdar. Ég hef sterkan vitnisburð um að Nelson forseti [forseti Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu] hafi undirbúið okkur vel, einmitt fyrir slíkar aðstæður.“

Emily sagði: „Ég hélt það væri ekki hægt að láta reyna svo mikið á þolrifin. Þótt erfitt sé að vera móðir á slíkum tilfinningalega erfiðum tíma, þá hef ég aldrei verið hamingjusamari en sem móðir, því [dóttir mín] lætur mig finna að ég sé nauðsynleg og elskuð. Sökum hennar legg ég mig fram við að vera hamingjusöm, því hún þarfnast þess að ég sé það.“ 

Emily og dóttir skemmta sér vel saman
Emily og dóttir skemmta sér vel saman

Juliana sagði: „. . . Það hefur reynst erfitt að upplifa þessar breytingar á svo skömmum tíma. Það sem heldur mér gangandi er að vita að þessum aðstæðum mun ljúka. Ég veit að himneskur faðir er meðvitaður um þessar aðstæður. Ég hef fundið hönd hans í lífi okkar á þessum erfiða tíma.“

„Áður en allt þetta gerðist, fórum við erinda saman, á leikvöllinn eða í garðinn, til að fá okkur frískt loft og láta dóttir mína fá útrás,“ sagði Dominika.  „Nú eru þessir hlutir ekki valkostur lengur og þar sem við búum í íbúð höfum við ekki eigin bakgarð til að verja tíma okkar í, svo að okkar 30 [mínútna] göngutúr um hverfið er það eina sem við fáum.“

Dominka, eiginmaður hennar, Radu og dóttirin, Amelia, verja tíma úti
Dominka, eiginmaður hennar, Radu og dóttirin, Amelia, verja tíma úti

Nýta tímann sem best á heimilinu

Þegar heimilislífið hjá Juiliana tók breytingum sagði hún: „ . . . Heimili okkar var blandað vinnu, skóla og fjölskyldustundum. Ég játa þá staðreynd að fyrstu tvær vikurnar voru skipulagslausar, er við [reyndum] að koma daglegum venjum á, í óvenjulegu ástandi. Ég ákvað því að við yrðum að búa til dagskrá, til að okkur fyndist hið óvenjulega ástand vera eðlilegra.“

Hún sagði: „Daglegar venjur okkar fela í sér æfingar, heimavinnu, lestur og mikið af leikjum. Ég verð að viðurkenna að manni getur leiðst, svo á [nokkurra] daga fresti reynum við eitthvað annað, eins og lautarferð á svölunum okkar, búa til hressingu, skreyta íbúðina okkar með handverki, fyrir páskana, eða Jarðardag eða bíókvöld með poppi.“

Renate á þrjá unglinga og tvö yngri börn. Hún sagði: „Við vorum heima með sjö manns í tvær vikur, í ekki svo stóru húsi. . . Það var nokkur áskorun að þagga niður í börnunum, svo eiginmaðurinn gæti haft vinnufundi, án of mikillar truflunar.“

Renate sagði að „lesstundir“ hefðu orðið að skemmtilegasta tíma dagsins fyrir alla. Að elda máltíðir með einu barnanna í einu, hefur hjálpað þeim að tileinka sér nýja kunnáttu og það hefur haft í för með sér „DÁSAMLEGAR kvöldmáltíðir.“

Renate eldar með börnum sínum, 16, 11 og 8 ára
Renate eldar með börnum sínum, 16, 11 og 8 ára

Debra sagði: „. . . Lífið hefur talsvert breyst.  Við höfum átt þrjá afmælisdaga í fjölskyldunni í aprílmánuði, þar sem við höfum sungið til hamingju með afmælið í gegnum Zoom og fært fjölskyldunni kökusneið af afmæliskökunni, en í öruggri fjarlægð auðvitað!  Við höfum fjölskyldustund á hverju föstudagskvöldi, þar sem við náum áttum og höfum fjölskylduspurningkeppni. Þetta hefur verið dásamleg leið til að vera í sambandi.“

Debra og eiginmaður hennar með börnum sínum og barnabörnum
Debra og eiginmaður hennar með börnum sínum og barnabörnum

Lærðar lexíur

„Að verja miklum tíma með fjölskyldunni heima, hefur hjálpað mér að þekkja þau betur og hvað þeim líkar og mislíkar. Mér hefur líka lærst að vera forvirk í lífi mínu,“ sagði Juliana. „Jafnvel þótt ég geti ekki breytt aðstæðum umhverfis, get ég breytt viðhorfi mínu til aðstæðnanna. Ég get verið forvirk og valið að vera hamingjusöm og jákvæð.“

Juliana og börn hennar búa til fallegar myndir
Juliana og börn hennar búa til fallegar myndir

Dominka sagði: „Auðvitað er fullt af hlutum sem við getum ekki gert vegna heimsfaraldursins, en mér hefur lærst að einbeita mér að því sem við getum gert og við verðum að gera vegna heimsfaraldursins. Ég trúi innilega að það sé ástæða fyrir því að þetta er að gerast og ég veit að Guð er við stjórnvölinn.“

„Ég hef komist að því að þrátt fyrir að Kóvíd-19 valdi slíkum þrengingum fyrir allan heiminn, þá hjálpaði þetta okkur að gera „heimilið að litlu himnaríki á jörðu,“ sagði Renate. „Einhvern veginn erum við að einbeita okkur betur að því sem við viljum í raun gera með fjölskyldunni.“

Finna gleði

Þegar Emily sagði frá því sem henni henni finnst skemmtilegast við að vera móðir, sagði hún þetta um dóttur sína: „Hún veitir mér meiri tilgang í lífinu en nokkuð annað hefur gert og mun gera! Að sjá hve spennt hún er fyrir ósköp venjulegum hlutum (t.d. himninum, manneskju sem gengur hjá, óhreinindaflekk á jörðu), fær mig til að líta undur þessa heims öðrum augum og þykja vænt um hið smáa í lífinu.“

„Mér finnst bara að horfa á manneskju vaxa og þroskast fyrir augum mér, vera eitt af því sem vekur mér mesta furðu,“ sagði Dominika. „Ég afar þakklát fyrir að fá að sitja á fremsta bekk við það. [Það] ótrúlegasta sem mér finnst við að vera mamma, er að finna hreina og djúpa elsku til barnsins míns og finna hana endurgoldna.“

„Það er alltaf erfitt að útskýra tilfinningar móður til barns síns, en ég hef heyrt sagt að þær komist næst tilfinningum himnesks föður til okkar,“ sagði Debra. „Mér þykir vænt um þær ljúfu stundir sem ég hef upplifað með hverju minna fjögurra barna og þriggja barnabarna í lífi okkar saman . . . og mikilvægast alls [hvernig] þau láta sér annt um aðra.“

Mæðradagur 2020

„Mæðradagur verður vissulega öðruvísi þetta árið; yfirleitt heimsækjum við mömmu, en nú hittum við hana á netinu,“ sagði Renate. „[Ég] er svo þakklát fyrir að lifa á þeim tíma er tæknin gerir okkur kleift að vera í sambandi við hvert annað . . . og ég er svo þakklát fyrir hina hljóðlátu rödd andans, sem gerir okkur kleift að finna gleði, hreina gleði, í þjökuðum heimi.“