Menn lifa, svo að þeir megi gleði njóta

Boðskapur svæðisleiðtoga (September 2020)

Öldungur K. Roy Tunnicliffe, Englandi
Öldungur K. Roy Tunnicliffe, Englandi Svæðishafi Sjötíu

Hin yfirlýstu orð „menn lifa, svo að þeir megi gleði njóta“1, mætti umorða og lesa sem „eina ástæða tilveru ykkar er sú að þið megið gleði njóta“.

Er það virkilega?  Ég fann fyrir gleði þegar fótboltaliðið mitt skoraði sigurmarkið!  Ég veit að ég fann fyrir gleði þegar ég fékk fréttir um farsæla atvinnuumsókn eða þegar fjölskyldan fór í frí saman.  Eru þessar tilfinningar ástæðan fyrir tilveru okkar?

Ekki beinlínis.  Þessar gleðitilfinningar eru raunverulegar og mikilvægar, en þær eru aðeins endurvarp hinnar djúpu og varanlegu gleði sem himneskur faðir veitir okkur.  Ekki skora lið allra sigurmark.  Ekki fá allir umsækjendur starfið.  Fyrir suma er ekki mögulegt að fara í fjölskyldufrí.  Hvað sem því líður, þá geta allir hlotið sanna gleði!

Russell M. Nelson forseti, kenndi: „Gleðin sem við finnum hefur lítið að gera með okkar lífsins aðstæður, en þess meira með það sem við einblínum á í lífinu.“2

Prófessorarnir Kelly Ogden og Andrew Skinner í BYU, skrifuðu: „Það ætti aldrei að vitna í vers 25 í 2. Nefí 2 án þess að vitna líka í vers 26.  Þau eru tveir óaðskiljanlega samtengdir stólpar í hinni mikilfenglegu sáluhjálparáætlun.  Já, Adam féll, svo að menn mættu lifa, en ,Messías kemur í fyllingu tímans til að endurleysa mannanna börn frá fallinu.‘3 Með öðrum orðum, þá upplifum við þessa jarðnesku dvöl vegna falls Adams og Evu; hún var vísvitandi hönnuð í þeim tilgangi að við mættum hljóta gleði; og sú gleði gefst okkur vegna ástríks föður á himnum og hans elskaða sonar, Jesú Krists.“

Faðirinn bendir okkur stöðugt í átt að syni sínum – og gleðin sem fylgir því að gera Jesú Krist að þungamiðju lífs okkar, er raunveruleg, djúp og varanleg.  Hún er fylling gleði.

Eftirfarandi dæmi eru af fólki sem fundu fyrir fyllingu gleði, jafnvel mitt í erfiðleikum, við það að einblína á frelsarann.

Lehí og Saría sáu að „gleði þeirra [var full],“4 ekki aðeins vegna öruggrar endurkomu sona þeirra, heldur vegna fullvissunnar um leiðsögn Drottins fyrir tilstilli spámanns síns.

Ammon sagði „gleði mín er algjör, já, hjarta mitt er barmafullt af gleði,“5 vegna þeirra mörgu sálna sem hann hafði séð koma til Jesú Krists og verða að þjóð Drottins.  Af sömu ástæðum hlaut Alma þessa sömu fyllingu gleði.6

Þrátt fyrir að vera fangelsaðir voru Nefí og Lehí „fullir ólýsanlegrar gleði og fullir dýrðar,“7 þegar þeir heyrðu rödd föðursins lofa þá fyrir trú þeirra á elskaðan son hans.

Loks ræðir Jakob um all hina trúföstu fylgjendur Jesú Krists, sáttmálsþjóð hans og þá gleði sem þeir geta vænst sem lifa eftir fagnaðarerindinu, þrátt fyrir erfiðleika, áföll, mótlæti og prófraunir.  Hann kenndi: „En sjá. Hinir réttlátu, hinir heilögu hins heilaga Ísraels, þeir sem trúað hafa á hinn heilaga Ísraels, þeir sem borið hafa krossa þessa heims og að engu haft smánina, sem því fylgir, þeir munu erfa Guðs ríki, sem þeim var fyrirbúið frá grundvöllun heimsins og gleði þeirra verður algjör að eilífu.“8

Ég vitna um að við getum skilið megin tilgang lífs okkar og að við getum öll hlotið fyllingu gleði, ef við „veljum að hafa himneskan föður sem okkar Guð,“9 gerum Jesú Krist að þungamiðju lífs okkar, bjóðum öðrum að læra um hann,  heyrum sjálf rödd hans, iðrumst synda okkar og fetum áfram sáttmálsveginn. 

_________________

  1. 2. Nefí 2:25
  2. Gleði og andleg þrautseigja, Russel M. Nelson forseti, aðalráðstefna, október 2016
  3. Ogden and Skinner, Book of Mormon, 1:122–23
  4. 1. Nefí 5:7
  5. Alma 26:11 (líka vers 7 og 12–31)
  6. Alma 29:13–17
  7. Helaman 5:44
  8. 2. Nefí 9:18
  9. Gleði og andleg þrautseigja, Russel M. Nelson forseti, aðalráðstefna, október 2016