Ísland náði merkum áfanga þann 24. og 25. febrúar 2024. Á sérstakri leiðtogaráðstefnu í Reykjavík, tilkynnti öldungur Erik Bernskov, svæðishafi Sjötíu á Norður-Evrópusvæðinu, ásamt Leif G. Mattsson forseta trúboðsins í Danmörku, formlega um endurstofnun umdæmis Reykjavíkur-Íslands.
Vöxtur kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu á Íslandi hefur verið stöðugur frá árinu 1945. Í dag eru meðlimir rétt tæplega 400 talsins á Íslandi og greinar eru fjórar á þremur stöðum í landinu.
Ný kallaðir umdæmisleiðtogar með leiðtogum svæðis og trúboðs. Vinstri til hægri: Systir Eva R. Mattsson og Leif G. Mattsson forseti trúboðs Danmerkur-Kaupmannahafnar, Ólafur Einarsson ráðgjafi í trúboðsforsætisráðinu, Guðmundur Sigurðsson umdæmisforseti og systir Valgerður Knútsdóttir, öldungur Tony F. Tibbitts ráðgjafi í umdæmisforsætisráðinu og systir Cynthia Tibbitts, Ann-Mari Lindberg ráðgjafi svæðissamtaka, Bettina Gudnason umdæmisleiðtogi kvenna og öldungur Erik Bernskov svæðishafi Sjötíu (í forsæti ráðstefnunnar)
Meðlimir syngja fylltir eldmóð á íslensku, spænsku og ensku í kór.
Greinarmeðlimir óska Guðmundi Sigurðssyni umdæmisforseta og systur Valgerði Knútsdóttur innilega til hamingju. Þetta er í annað sinn sem hann er umdæmisforseti á Íslandi. Einn greinarmeðlimur sagði: „Ég hef þekkt hann í 42 ár og hann er rétti maðurinn á réttum stað.“
Fallegur dagur á Íslandi! Margir meðlimir bentu á að hve dásamleg blessun það væri að svo milt vetrarveður væri ríkjandi yfir ráðstefnuhelgina. Að kvöldi sunnudags, rétt á eftir ráðstefnulok, fór vindur að blása og regn og snjór að falla.
Larbie forseti fyrstu greinar Reykjavíkur, ásamt eiginkonu sinni, Emily, og börnum þeirra, mættu tímanlega á þessa sérstöku ráðstefnu. (Edwyn Ramos í annarri grein Reykjavíkur er í bakgrunni).
Bárður og Perlynda Gunnarsson í Selfossgrein, ásamt tveimur sonum sínum. Bárður, innfæddur Íslendingur, og Perlynda, frá Filippseyjum, njóta þess að búa á Íslandi og tjáðu gleði sína yfir þessum áfanga kirkjunnar.
Á myndinni með Mattsson forseta trúboðs Danmerkur-Kaupmannahafnar og systur Mattsson eru 13 trúboðar sem þjóna á Íslandi. Trúboðunum fannst afar spennandi að vera á þessari sögulegu ráðstefnu.
Eldri trúboðshjón sem þjóna í hinum ýmsu köllunum í íslensku greinunum. Frá vinstri til hægri á myndinni: Öldungur og systir Tolley, öldungur og systir Allen, öldungur og systir Gunderson og öldungur og systir Tibbitts.
Á leiðtogafundinum á laugardaginn bar öldungur Bernskov persónulegt vitni um að himneskur faðir hefði staðfest fyrir sér að vilji hans væri að umdæmi Reykjavíkur-Íslands yrði endurstofnað. Tilvísun (Jóhannes 15:5) „[Höfum hugfast … að án hans getum við ekkert gert.]“
Leif G. Mattsson forseti sagði: „Ég veit að þetta er verk Drottins. Mér finnst þetta vera rétti tíminn fyrir Ísland. Drottinn mun ljúka upp fyrir okkur. Hann mun gera hið ómögulega mögulegt.“
Eva Ringheim Mattsson ræddi um prestdæmiskraft sem „streymir gegnum alla meðlimina er þeir halda sáttmála sína og reyna að halda boðorðin. Við þurfum hann í eigin lífi, við þurfum hann í kirkjustarfi okkar.“
Ráðstefnan að morgni sunnudags hófst með því að Mattsson forseti kynnti hinna nýju umdæmisleiðtoga. Innfæddur Íslendingur, Guðmundur Sigurðsson, var kallaður sem umdæmisforseti, og eiginkona hans er Valgerður Knútsdóttur. Ráðgjafi hans er eldri trúboði, Tony Floyd Tibbitts og eiginkona hans er Cynthia frá Midway, Utah. Systir Bettína Gudnason var kölluð sem umdæmisleiðtogi kvenna fyrir Líknarfélagið, Stúlknafélagið og Barnafélagið.
Hinum nýju umdæmisleiðtogum og eiginkonum þeirra var boðið að gefa vitnisburði sína.
Guðmundur Sigurðsson forseti sagði við söfnuðinn: „Ég er afar þakklátur fyrir að vera kallaður til að þjóna Drottni í þessari mikilvægu og ábyrgðamiklu köllun. Ég hef alltaf átt mjög sterkan vitnisburð. Ég við þess að ég verði blessaður til að styðja greinarforsetana og meðlimina.“
Systir Valgerður Knútsdóttir hvatti meðlimina: „Haldið fast í vitnisburði ykkar og hafið hugfast að Guð er við stjórnvölinn. Enginn getur tekið vitnisburð ykkar í burtu. Það eruð aðeins þið sem getið vanrækt hann.“
Öldungur Erik Bernskov lauk samkomunni með því að hvetja til samheldni meðal meðlimanna og vitnaði í Jóhannes 17:20–22. „Ég bið ekki einungis fyrir þessum heldur og fyrir þeim sem á mig trúa fyrir orð þeirra, að allir séu þeir eitt, eins og þú, faðir, ert í mér og ég í þér, svo séu þeir einnig í okkur til þess að heimurinn trúi að þú hafir sent mig. Og ég hef gefið þeim þá dýrð sem þú gafst mér svo að þeir séu eitt, eins og við erum eitt.“
Samkoman fór fram á þremur tungumálum, þar sem meðlimir og trúboðar þýddu á milli íslensku, ensku og spænsku. Sálmarnir voru sungnir samhliða á öllum tungumálunum, af gleði og í anda lofgjörðar. Meðlimir tjáðu þakklæti fyrir andann sem þeir fundu og boðskapinn sem þeir hlýddu á frá öllum sem tóku þátt.