Ungverjaland, Austurríki, Tékkland, Skotland, England, Belgía, Ítalía, Frakkland, Spánn, Portúgal

Miðla ljósi Krists: BYU sviðslistir í Evrópu

BYU þjóðdansahópur í Ungverjalandi, Austurríki og Tékklandi

Þjóðdansahópurinn byrjaði sumarið með því að verja þremur vikum á ferðalagi um Evrópu. Hópurinn kom við í Ungverjalandi, Austurríki og Tékklandi og tók þátt í hátíðum og viðburðum á ferðalaginu

Mountain Strings og Folk Dance Ensemble safnast saman fyrir framan St. Stephens Basilíkuna í Búdapest.
Mountain Strings og Folk Dance Ensemble safnast saman fyrir framan St. Stephens Basilíkuna í Búdapest.

Fyrsta hátíðin var hin árlega Danube-kjötkveðjuhátið í Búdapest, sem haldin var í 28. sinn og hin var alþjóðlega þjóðtrúarhátíðin í  Strážnice í Tékklandi.  Þátttakandi lýsti þakklæti fyrir upplifun sína á hátíðinni og sagði: „Ég elskaði að geta horft á hópa frá Ungverjalandi og Tékklandi koma fram. Ég öðlaðist meiri ást á fólkinu, landi þess, menningu og sögu.  Ég elskaði að geta miðlað vitnisburði mínum og ljósi með dansi.“ Á milli hátíða fór hópurinn í ferðalag um Búdapest, þar sem farið var í skoðunarferðir og myndbönd voru tekin upp af hinu hefðbundna ungverska verki, Dulándlé.

Danshópurinn BYU Cougarettes á Ítalíu og í Frakklandi

Í júlímánuði ferðaðist danshópurinn BYU Cougerettes til Ítalíu og Frakklands. Á Ítalíu keppti hann á World Dance Movement, alþjóðlegri danshátíð Í Castellana Grotte. Þau hittu dansara frá mismunandi löndum og fengu verðlaunin „Dance Group of the year“

„Það var töfrum líkast að dansa á þessu sviði, mitt á hinni fallegu Ítalíu! Þegar við dönsum reynum við að miðla ljósi Krists og það var svo sérstakt að geta deilt ást okkar á dansi og á ljósi Krists með heimamönnum og um allan heim“ sagði Abbi Kelley Slade, forseti hópsins

The Cougarettes vörðu tíma með fjölskyldum í Résidis-flóttamannabúðunum í París.
The Cougarettes vörðu tíma með fjölskyldum í Résidis-flóttamannabúðunum í París.

Fyrir utan keppnina, þá vörðu þau tíma í að dansa og syngja með fjölskyldum í Résidis-flóttamannabúðunum í París. Hópurinn lýsti þessari reynslu sem „andlegum hápunkti“ferðarinnar.

BYU Ballroom Dance Company í Belgíu og Englandi

Danshópurinn BYU Ballroom Company tók þátt í Breska meistaramótinu á Blackpool-danshátíðinni. Þar fékk hópurinn tvenn fyrstu verðlaun.

Ballroom Dance Company situr fyrir á Blackpool Dance Festival í Englandi
Ballroom Dance Company situr fyrir á Blackpool Dance Festival í Englandi

Eftir sigurgönguna í Blackpool, fór Ballroom Dance Company hópurinn til Brussel til að sýna „Rythm“ í Royal Flemish Theatre fyrir áhorfendur úr hópi sendiherra Evrópusambandsins og tignarfólks á heimsvísu. 

Wind Symphony á Spáni og í Portúgal

Á þessu ári fór BYU Wind Symphony um hin fallegu lönd Portúgal og Spán. Hljómsveitin kom tvisvar fram fyrstu helgina sína í Portúgal, þar á meðal á lóð Portúgal musterisins í Lissabon.

BYU Wind Symphony skemmtir miklum fjölda áhorfenda í hinu sögulega Palau de la Música Catalana í Barcelona á Spáni.
BYU Wind Symphony skemmtir miklum fjölda áhorfenda í hinu sögulega Palau de la Música Catalana í Barcelona á Spáni.

Í Barcelona upplifði hópurinn hápunkt ferðarinnar – að koma fram á Palau de la Música Catalana. Wind Symphony hópurinn gaf allann ágóða af miðasölu til samtaka á svæðinu sem hjálpa fólki sem á í erfiðleikum með heyrn, sjón eða geðrænt heilbrigði.

BYU Young Ambassadors í Skotlandi

Í sumar fór hópurinn BYU Young Ambassadors í ferð til Bretlands. Hópurinn hélt sýningu sína „Thank you for the Music“ í Surgeons´ Hall Grand Theatre sem haldið var af theSpaceUK sem hluti af Edinborgarhátíðinni Fringe.

The Young Ambassadors heimsækja hinn fallega Glencoe dal í Skotlandi.
The Young Ambassadors heimsækja hinn fallega Glencoe dal í Skotlandi.

Hápunktar ferðarinnar voru að taka upp þrjú tónlistarmyndbönd, selja alla miða á sýningarnar þeirra og koma fram á trúarsamkomum heimasafnaða. Einn nemandi sagði: „Félagslega og andlega lærði ég að mér gæti fundist ég tilheyra hvar sem er og að það er góðviljað og kristilegt fólk alls staðar... Ég fann ást frá fólkinu sem við hittum og fann ást mína til þess.

Brigham Young háskóli er einkastofnun sem er styrkt af Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu. Hann hefur þann tilgang að veita framúrskarandi veraldlega menntun styrkta með hugsjónum og trúarlegum meginreglum Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu.