Mormónsbók, forn ritning: Hver ritaði hana og hvernig var hún þýdd?

Mormónsbók inniheldur heimildir skrifaðar af spámönnum til forna. Hún kennir um trú á Jesú Krist.
Mormónsbók inniheldur heimildir skrifaðar af spámönnum til forna. Hún kennir um trú á Jesú Krist.

Um hvað fjallar Mormónsbók?

Mormónsbók er heilagt rit sem mormónar, eða Síðari daga heilagir, líta á sem ritningu til viðbótar við Biblíuna. Koma hennar á sjónarsviðið var nauðsynlegur þáttur í sögu mormónisma. Mormónsbók er saga tveggja mikilla menningarþjóða sem bjuggu í Ameríku til forna. Önnur þessara menningarþjóða flutti til Ameríku frá Jerúsalem um 600 árum fyrir Krist og hin flutti frá miðausturlöndum talsvert fyrr (sjá innganginn að Mormónsbók).

Í Mormónsbók er hluti samfélagslegrar og stjórnmálalegrar sögu þessara tveggja þjóða skráður. Það sem mikilvægara er, þá fjallar Mormónsbók um samskipti Guðs við þessar fornu þjóðir og ber vitni um kærleika og miskunn Guðs gagnvart öllum börnum hans. Mormónar trúa því að Mormónsbók innihaldi fyllingu fagnaðarerindis Jesú Krists (sjá Joseph Smith—Saga 1:34). Merkasti viðburðurinn sem skráður er í bókina er frásögnin af heimsókn Jesú Krists til Ameríku eftir dauða hans og upprisu.

Hver skrifaði Mormónsbók?

Síðari daga heilagir trúa því að Mormónsbók innihaldi hluta af skrám sem ritaðar voru af mörgum fornum spámönnum (sjá “A Brief Explanation about the Book of Mormon”). Þessir spámenn rituðu skrár sínar á gulltöflur. Spámaðurinn og sagnfræðingurinn Mormón safnaði heimildunum saman og dró þær saman í nákvæmari skrá. Mormónsbók ber nafn hans. Eftir að Mormón dó, lauk sonur hans, Moróní, við heimildirnar og gróf töflurnar til að varðveita þær.

Hvaðan kemur Mormónsbók?

Þann 23. desember, 1805, mörgum öldum eftir að Mormón og Moróni dóu, gerðist annar merkisatburður í sögu mormónisma, þegar drengur að nafni Joseph Smith fæddist. Er Joseph var 17 ára gamall birtist Moróni honum, þá sem engill, er hann var við bæn (sjá Joseph Smith—Saga 1:27–33). Moróní sagði Joseph að hin fornu rit sem hann og faðir hans hefðu lokið við, væru grafin í hæð nærri heimili Josephs í dreifbýli New York fylkis. Moróní sagði Joseph einnig að Guð hefði mjög sérstakt verk fyrir Joseph til að leysa af hendi, að hann ætti að ná í töflurnar og að Guð hefði undibúið leið til að þýða þær.

Hvaða hlutverki gegnir Mormónsbók í sögu mormónismans?

Þýðing Mormónsbókar var sannarlega undraverður atburður í sögu mormónisma. Joseph Smith var fátækur bóndasonur með heldur rýra menntun. Hann skorti hæfnina til að þýða heimildirnar upp á sitt einsdæmi svo að hann þurfi á aðstoð að halda.

Til að aðstoða Joseph í hinu mikilvæga verki, að þýða heilaga ritningu, þá hafði Guð undirbúið verkfæri. Tvö þessara verkfæra voru kölluð Úrim og Túmmím, tveir sérstakir steinar eða „þýðendur“ sem Joseph fann grafna með töflunum (sjá Joseph Smith—Saga 1:35). Álíka verkfæri voru notuð af spámönnum í Gamla testamentinu (sjá 2 Mósebók 28:30). Joseph notaði þessa steina til að þýða og lesa þýðinguna fyrir ritara. Joseph notaði einnig annan stein, kallaðan sjáandastein, til að aðstoða við þýðinguna. Hann bar þess vitni að hann hafði einungis getað þýtt bókina „með gjöf og krafti Guðs“ (“Book of Mormon Translation,” Gospel Topics, topics.lds.org).

Í dag hefur Mormónsbók verið þýdd frá ensku yfir á rúmlega 100 tungumál (sjá „Book of Mormon in 110 Languages,“Ensign, maí 2015, 137). Hún hefur hjálpað miljónum manna um allan heim að komast nær Jesú Kristi og læra um fagnaðarerindi hans.

Hvernig get ég lært meira?

Mormónsbók er um trú, iðrun og að finna sanna hamingju. Mormónsbók er einnig um kærleika Guðs til allra barna hans, þín þar með talið. Til að læra meira um Mormónsbók og til að óska eftir ókeypis eintaki, heimsækið mormon.org.