Fáið frítt eintak | Lesið bókina á netinu
Náið í smáforritið og veljið tungumál
Android | Apple | Microsoft
Uppgötvið hvernig Mormónsbók getur fært ykkur nær Jesú Kristi
Ég mun fara og gjöra það, sem Drottinn hefur boðið, því að ég veit, að Drottinn gefur mannanna börnum engin fyrirmæli án þess að greiða þeim veg til að leysa af hendi það, sem hann hefur boðið þeim.
Því að sjá. Jafnauðvelt er að gefa gaum að orði Krists, sem mun vísa þér beina braut til eilífrar alsælu, og það var fyrir feður okkar að gefa þessum áttavita gaum, sem vísaði þeim á beina leið til fyrirheitna landsins.
Ef þið gefið rúm í hjarta ykkar, þannig að gróðursetja megi sáðkorn þar, sjá, sé það sáðkorn sannleikans, eða gott sáðkorn, sjá, þá mun það fara að þenjast út í brjóstum ykkar, því að það er farið að víkka sálarsvið mitt Já, það er farið að upplýsa skilning minn.
Hugleiðið blessun og hamingju þeirra, sem halda boðorð Guðs. Því að sjá. Þeir njóta blessunar í öllu, jafnt stundlegu sem andlegu. Og ef þeir haldast staðfastir allt til enda, er tekið á móti þeim á himni, og þeir fá dvalið með Guði í óendanlegri sælu.
Ég gef mönnum veikleika, svo að þeir geti orðið auðmjúkir. Og náð mín nægir öllum mönnum, sem auðmýkja sig fyrir mér. Því að ef þeir auðmýkja sig fyrir mér og eiga trú á mig, þá mun ég láta hið veika verða styrk þeirra.
Einnig mun ég vera ljós yðar í óbyggðunum, og ég mun greiða götu yðar. Og það skuluð þér vita, að það er ég, sem leiði yður.