Mormónsbók: Sannleikur sem getur blessað líf ykkar

Lærið fimm lexíur frá spámanninum Nefí

Nefí hélt heimildaskrám til haga.

Mormónsbók fjallar um samskipti Guðs við fólk hans í Ameríku til forna. Fyrstu tvær bækur Mormónsbókar 1 Nefí og 2 Nefí, voru að mestu skrifaðar af hinum forna spámanni Nefí. Skrif Nefís í Mormónsbók segja frá lífi hans og fjölskyldu. Nefí og fjölskylda hans voru forn-Ísraelsmenn sem flúðu til Ameríku í kringum 600 fyrir Krist.

Líf Nefís var ekki auðvelt, hann þjáðist er hann og fjölskylda hans yfirgáfu heimili sitt og auðæfi, bræður hans reyndu að taka hann af lífi, hann ferðaðist í gegnum óbyggðir í áraraðir og bauð hættulegu hafinu byrginn er þeir sigldu yfir það til að hefja nýtt líf í Ameríku (sjá 1 Nefí og 2 Nefí). Þrátt fyrir alla þá erfiðleikana sem hann stóð frammi fyrir þá var trú Nefís á Guð ávallt örugg og staðföst. Lesið áfram til að uppgötva nokkrar af kenningum Nefís, sem eiga jafn mikið við í dag eins og fyrir hundruðum ára síðan.

Stormur á leið yfir hafið
Líf Nefís var ekki auðvelt, hann þjáðist er hann og fjölskylda hans sigldu yfir hafið til að hefja nýtt líf í Ameríku.

Lexía Nefí #1 í Mormónsbók: Hafið trú á Guð

Í dag eiga margir í erfiðleikum með að trúa á Guð því að það eru viss atrið varðandi hann sem þeir geta ekki skilið eða einhverjum spurningum þeirra hefur ekki verið svarað. Nefí skrifaði eftirfarandi orð í Mormónsbók: „Ég veit, að [Guð] elskar börn sín. Samt þekki ég ekki merkingu allra hluta“ (1 Nefí 11:17). Frá vitnisburði Nefís þá lærum við að við getum vitað að Guð er nálægur og að hann elskar okkur, jafnvel þó að við skiljum ekki allt varðandi hann eða hinn stundum óréttláta heim sem í kringum okkur er.

Lexía Nefí #2 í Mormónsbók: Trúið á Jesú Krist.

Mormónsbók vitnar um Jesú Krist Eins og aðrir spámenn Mormónsbókar þá lýsti Nefí því yfir hve mikilvægt væri að trúa á Jesú Krist. „Vér tölum um Krist, vér fögnum í Kristi, vér prédikum um Krist, vér spáum um Krist og vér færum spádóma vora í letur, svo að börn vor viti, til hvaða uppsprettu þau mega leita til fyrirgefningar synda sinna“ (2 Ne 25:26). Síðari daga heilagir eru þakklátir fyrir þau vitni sem má finna um Jesú Krist í Mormónsbók og trúa því að vandlegt nám í Mormónsbók geti hjálpað öllum að þekkja og koma nær frelsara sínum.

Mormónsbók er skrá yfir orð margra spámanna, þar með talið orð spámanns að nafni Nefí
Mormónsbók er skrá yfir orð margra spámanna, þar með talið orð spámanns að nafni Nefí

Lexía Nefí #3 í Mormónsbók: Trúið á elsku Guðs til allra

Skrif Nefís innihalda þann kraftmikla boðskap að Guð elskar öll sín börn. Til dæmis ritaði Nefí: „Sjá, hefur Drottinn meinað nokkrum manni að njóta gæsku sinnar? Sjá, ég segi yður nei, heldur hafa allir menn sama rétt, og enginn er útilokaður“ (2 Nefí 26:28, sjá einnig vers 32-33). Í dag heldur Kristur áfram að kalla alla til sín. Dieter F. Uchtdorf, forseti og leiðtogi mormóna, kenndi: „Þegar ég hugsa um frelsarann sé ég hann oft fyrir mér með útréttar hendur, til að hugga, lækna, blessa og elska. . . . Þetta er það sem hann gerði í jarðnesku lífi sínu; þetta myndi hann gera ef hann væri meðal okkar í dag“ („Þið eruð hendur mínar, Ráðstefnuræður, apríl 2010). Margir Síðari daga heilagir, um allan heim, vinna að því að fylgja fordæmi frelsarans með því að ná til annarra í kærleiksríkri þjónustu.

Lexía Nefí #4 í Mormónsbók: Haldið boðorð Guðs

Nefí var frábært dæmi þess að halda boðorð Guðs, jafnvel þegar það virtist ómögulegt að gera svo (sjá 1 Nefí 3–4). „Í Mormónsbók skrifaði Nefí: „Ég mun fara og gjöra það, sem Drottinn hefur boðið, því að ég veit, að Drottinn gefur mannanna börnum engin fyrirmæli án þess að greiða þeim veg til að leysa af hendi það, sem hann hefur boðið þeim“ (1 Nefí 3:7). Fordæmi hans getur veitt okkur öryggi í því að Drottinn muni hjálpa okkur líka, er við gerum okkar besta til að fylgja honum og að hann muni aldrei krefjast meira af okkur en að við getum gert með hans aðstoð.

Lexía Nefí #5 í Mormónsbók: Hafið von og haldið áfram

Undir lok heimilda hans þá hvatti Nefí lesendur sína áfram með innblásnum skilaboðum um von og kærleika til annarra. Nefí skrifaði: „Þess vegna verðið þér að sækja fram, staðfastir í Kristi, í fullkomnu vonarljósi og ást til Guðs og allra manna. Ef þér þess vegna sækið fram, endurnærðir af orði Krists og standið stöðugir allt til enda, sjá, þannig fórust föðurnum orð: Þér munuð öðlast eilíft líf“ (2 Ne 31:20). Orð Nefís veita hvatningu sem á eins við nú á tímum eins og þegar Nefí skrifaði þau. Orð hans kenna okkur mikilvægi vonar og úthalds, sama hvað gerist í heiminum í kringum okkur.

Lærið meira

Margir af spámönnum Mormónsbókar, auk Nefís, bera vitni um Jesú Krist. Til að læra meira um það hvað Mormónsbók er og til að óska eftir ókeypis eintaki, heimsækið mormon.org.

Við getum lært um Nefí með lestur Mormónsbókar
Sannleikur í Mormónsbók sem getur blessað líf ykkar