Musteri Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu: Vígð hús Drottins

Lærið meira um musteri Síðari daga heilagra og musterisvígslur

Latter-day Saint temples are sacred buildings that are dedicated to God.
Latter-day Saint temples are sacred buildings that are dedicated to God.

Hvað er Síðari daga heilagra musteri?

Síðari daga heilagir trúa því að musterið sé meira en aðeins falleg bygging. Þau trúa því að musterið sé bókstaflega hús Drottins. Musterið er heilagur staður þar sem Síðari daga heilagir tilbiðja Jesú Krist og læra um hann. Ritningar Síðari daga heilagra kenna að musterið sé „hús bænar, hús föstu, hús trúar, hús fræðslu, hús dýrðar, hús reglu, hús Guðs“ (K&S 109:8). Hvað varðar Síðari daga heilaga þá eru musterin frábrugðin venjulegum kapellum. Síðari daga heilagir trúa því að musterin komi næst því að vera himnaríki á jörðu.

Hvað gerist í musterum Síðari daga heilagra?

Í musterum læra Síðari daga heilagir um áætlun Guðs fyrir börn sín og gera heilaga sáttmála og loforð um að fylgja honum. Í musterum framkvæma Síðari daga heilagir einnig athafnir eins og skírnir fyrir látna ættingja og fjölskyldumeðlimi sem dóu án þess að fá tækifæri til að meðtaka þessar athafnir. Það er skírskotun til skírnar fyrir hina látnu í Biblíunni (sjá 1. Korintubréf 15:29). Síðari daga heilagir trúa því einnig að í musterunum geta pör og fjölskyldur verið innsiglaðar eða tengdar saman að eilífu. Þessar innsiglunarathafnir leyfa fjölskyldusamböndum að vara út yfir gröfina. Möguleikinn á því að fjölskyldur geti verið saman, ekki bara í þessu lífi, heldur í eilífðinni, er ein af stórkostlegustu loforðum fagnaðarerindis Jesú Krists.

Hvað er Síðari daga heilagra musterisvígsla?

Áður en að Síðari daga heilagir taka nýtt musteri í notkun þá halda þeir sérstaka vígsluathöfn. Vígsluathafnir Síðari daga heilagra mustera innihalda oftast tónlist og ræður sem fluttar eru af leiðtogum kirkjunnar. Einnig flytur leiðtogi kirkjunnar vígslubæn við musterisvígslu Síðari daga heilagra. Í þessari bæn helgar kirkjuleiðtoginn musterið verki Guðs og biður Guð að blessa það (sjá “Dedication,” ).

Til þess að fá að fara inn í musterið eftir að það hefur verið vígt þá verður þú að vera verðugur meðlimur Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu í að minnsta kosti eitt ár. Hins vegar þá er musteri Síðari daga heilagra opið almenningi í nokkrar vikur áður en að það er vígt. Þetta tímabil er oftast kallað opið hús. Á meðan á opnu húsi stendur þá getur almenningur fengið að fara í fríar skoðunarferðir um musterið og læra meira um hin helgu og dásamlegu verk sem þar verða unnin.

Hvernig get ég lært meira?

Til að læra meira um musteri Síðari daga heilagra og hvernig þau eru hluti af áætlun Guðs fyrir ykkur og ykkar fjölskyldu, heimsækið komidtilkrists.org.