Salt Lake City, Utah

Musteri starfa áfram í faraldrinum

Öryggisreglur og takmörkuð starfsemi gera mögulegt að helgiathafnir musterisins standa til boða þegar Ómíkron-afbrigðið breiðist út

Tempujt Vazhdojnë të Funksionojnë Gjatë Pandemisë

Musterisdeildin hefur gefið út eftirfarandi yfirlýsingu:

Eftir stutta lokun er Kóvid-19 heimsfaraldurinn skall á, hófu musteri Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu starfsemi að nýju í maí 2020. Frá því hafa helgiathafnir verið veittar í musterum eins og staðbundnar aðstæður og heilbrigðis- og öryggisleiðbeiningar stjórnvalda kveða á um. Við höldum starfi mustera áfram með því að gæta öryggis og fara varlega og fylgjumst með áhrifum Ómíkron-afbrigðisins. Heilbrigðis- og öryggisreglur geta áfram verið aðlagaðar eftir því sem staðbundnar aðstæður krefjast.

Við erum þakklát fyrir þá blessun að starfsemi mustera um allan heim heldur áfram meðan á heimsfaraldri stendur. Þar sem musteri geta ekki enn starfað af fullri getu og til að gera líkamlega fjarlægð mögulega á helgiathafnasvæðum, eru tímasetningar fyrir helgiathafnir mjög takmarkaðar. Við þökkum þolinmæði og skilning allra sem þetta hefur áhrif á. Við biðjum musterisgesti að fylgja öllum reglum um heilsu og öryggi og að mæta ekki í musterið ef þeir eru með Kóvid-19 einkenni eða hafa nýlega komist í tæri við veiruna.

Til að auðvelda öllum að koma í musterið meðan starfsemi er takmörkuð, hvetjum við kirkjumeðlimi til að ráðgera musterisferð með löngum fyrirvara, íhuga að taka þátt í hverri helgiathöfn í musterinu og afpanta komur sem þeir geta ekki staðið við eins fljótt og auðið er, svo aðrir geti komið.

Kirkjuleiðtogar og starfsfólk vinna að því að auka starfsgetu, svo fleiri fastagestir geti komið í musterið eins fljótt og það er mögulegt vegna öryggis. Við erum líka að bæta musterisbókunarkerfið, byggt á ábendingum sem borist hafa. Velferð kirkjumeðlima og fúsleiki til að vera góðir borgarar stjórna hverri ákvörðun varðandi musterin. Við viljum að allir njóti þeirra blessana að þjóna og tilbiðja í húsi Drottins.