Musterisblessanir

Boðskapur svæðisleiðtoga

Lissabon musterið
Lissabon musterið
Öldungur Joaquim J. Moreira, Portúgal
Öldungur Joaquim J. Moreira, Portúgal Svæðishafi Sjötíu

Þegar Drottinn leiðbeindi Adam varðandi sæluáætlunina, ritaði Móses: „Og sjá, allt hefur sína líkingu og allt er skapað og gjört til að bera vitni um mig, bæði hið stundlega og hið andlega. Það sem er á himnum uppi og það sem er á jörðu og það sem er í jörðu og það sem er undir jörðu, bæði yfir og undir. Allt ber vitni um mig.“[1]

Helgustu staðirnir sem við höfum á jörðinni eru musterin, sem bera vitni um  að frelsarinn er þungamiðja musteristilbeiðslunnar. Eftirfarandi orð eru rituð við inngang musterisins: „Heilagleiki til Drottins“ og „Hús Drottins“.

Þegar frelsarinn Jesús Kristur birtist Nefítunum bauð hann öllum börnunum að koma til sín og sagan segir svo frá: „Og þeir komu með lítil börn sín og settu þau á jörðina umhverfis hann, og Jesús stóð mitt á meðal þeirra. Og mannfjöldinn greiddi þeim veg, þar til þau höfðu öll verið leidd til hans.“[2]

Þar af leiðandi er ein af blessunum musterisins sú að vera færð til hans og vera í hans návist, og njóta þess að læra af honum og með honum, til að verða eins og hann er.

Í musterinu lærum við um tilgang lífsins, hver við erum, hvaðan við komum, hvers vegna við erum hér og hvert við munum fara eftir þetta líf.

Með því að tileinka okkur þessar kenningar í lífi okkar, sem gestir í musterinu, gefur sérhvert okkar Drottni helg loforð sem kallast sáttmálar.

Slíkir sáttmálar fela í sér að hlýða Guði, fylgja Jesú Kristi, vera siðferðislega hrein og helga tíma okkar og hæfileika til þjónustu við Drottin.

Þessar skuldbindingar verða leiðandi regla í daglegu lífi okkar. Að heiðra þessa sáttmála, færir okkur meiri frið, gleði og blessanir í þessu lífi, þegar við kappkostum að lifa eilíflega með Guði.

Ein blessana þess að þjóna í musterinu er tilfinning friðar, bænar og hugulsemi, send himnum, þar sem við getum dvalið að eilífu með fjölskyldu okkar, í návist himnesks föður okkar og Jesú Krists.

Önnur stórkostleg blessun er uppfylling spádóms spámannsins Malakí: „Sjá, ég sendi þér Elía spámann, áður en hinn mikli og ógurlegi dagur Drottins kemur:

Hann mun sætta feður við sonu og sonu við feður, til þess að ég komi ekki og ljósti landið banni.“[3]

Þegar Jesús Kristur lét skírast, sýndi hann skuldbindingu sína um að hlýða öllum boðorðum Guðs. Jesús kenndi síðar að skírn væri nauðsynleg til að komast inn í ríki Guðs. Hvernig fer þá fyrir þeim sem dóu án þess að láta skírast?

Í musterinu eru skírn og aðrar nauðsynlegar helgiathafnir framkvæmdar í þágu þeirra sem hafa dáið án þess að hljóta þetta tækifæri. Slíkar helgiathafnir færa öllum mönnum hina frelsandi náð Jesú Krists. Þessi staðgengilþjónusta er gerð af kærleika og vegna þess að Síðari daga heilagir trúa að lífið haldi áfram eftir dauðann, trúa þeir því líka að fólk sem hafi dáið sé meðvitað um þessar helgiathafnir sem gerðar eru fyrir það og hafi frjálst val um það hvort það meðtaki þær eða ekki.

Síðari daga heilagir leita upplýsinga um áa sína með ættfræðirannsóknum og fara með nöfn þeirra í musterið til að framkvæma helgiathafnirnar fyrir þá.

Þegar núverandi Æðstaforsætisráð var kallað, sagði Russel M. Nelson forseti: „… Sérhvert okkar stefnir að því að hljóta kraft í húsi Drottins, innsiglast sem fjölskylda og vera trúföst þeim sáttmálum sem gerðir eru í musterinu og gera okkur hæf fyrir æðstu gjöf Guðs, sem er eilíft líf. Musteristilbeiðsla ykkar mun (…) blessa ykkur með frekari persónulegri opinberun…“.[4]

Ég býð öllum að njóta þessara blessana og loforða með því að þjóna í musterinu.


[1]Hin dýrmæta perla, Móse 6:63

[2] Mormónsbók, 3. Nefí 17:12

[3]Gamla testamentið: Malakí 4:5-6

[4] https://www.churchofjesuschrist.org/broadcasts/article/first-presidency-message/2018/01/introduction-to-the-first-presidency?lang=eng